Fréttablaðið - 28.09.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.09.2022, Blaðsíða 24
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is BAÐ- & SALERNISHJÁLPARTÆKI NÆRINGARVÖRUR SNÚNINGSLÖKGÖNGUGRINDUR VIÐ LÉTTUM ÞÉR LÍFIÐ Heilbrigðissvið Fastus býður upp á heildarlausnir í endurhæfingar-, hjúkrunar- og hjálpartækjum. Hjá okkur er sérhæft fagfólk sem leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða þig við val á vörum. 8 kynningarblað 28. september 2022 MIÐVIKUDAGUREFRI ÁRIN Doktor Janus Guðlaugsson hefur um árabil sinnt mál- efnum eldri borgara þar sem markmiðið hefur verið að stuðla að bættri heilsu og betri lífsgæðum. gummih@frettabladid.is Janus heilsuefling er ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki sem stofnað var árið 2016 til að nýta niðurstöður doktorsrannsóknar Janusar Guð- laugssonar: Fjölþætt heilsuefling – Leið að farsælli öldrun. Hvað getur fólk á efri árum gert til að njóta lífsins, búa lengur heima, sinna athöfnum daglegs lífs lengur, vera lengur úti á vinnumarkaði og bæta lífsgæði sín? „Helstu grundvallarþættir til að verða við þessum óskum eldri einstaklinga er dagleg hreyfing, góð næring, fullnægjandi svefn, félags- skapur og jákvæð hugsun,“ segir doktor Janus. „Mikilvægt er, varðandi daglega hreyfingu, að fylgja leiðbeiningum alþjóðlegra heilbrigðisyfirvalda og ná 30 mínútna daglegri hreyfingu og stunda styrktarþjálfun tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Við erum að sjá einstaklega jákvæðar niður- stöður okkar þátttakenda fylgi þeir þessum fyrirmælum,“ segir Janus. Hann bætir við: „Styrktarþjálf- unin er sérstaklega mikilvæg vegna hægfara vöðvarýrnunar sem á sér stað með hækkandi aldri, sér í lagi eftir 60 ára aldurinn. Því er styrktarþjálfun lykilatriði og eitt af okkar aðalsmerkjum til að ná þessum markmiðum. Þá erum við með sérhæfðar heilsufarsmæl- ingar til að fylgjast með hverjum og einum,“ segir Janus. Um næringarþáttinn segir hann: „Næringin er einnig lykilatriði og fer fræðslan meðal annars fram með fræðsluerindum næringar- fræðinga á okkar vegum. Sérstak- lega þarf að huga að próteinríkri næringu þar sem hún kemur til með að svara þörfum líkamans um uppbyggingu á vöðvamassa.“ Kenna sjálfstætt vinnulag Fjölþætt heilsuefling fyrir 65 ára og eldri er verkefni sem Janus og hans fólk hefur hrundið í framkvæmd í samvinnu við nokkur sveitarfélög. Spurður hvert sé megininntak verk- efnisins segir Janus: „Að koma á fót markvissri heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa með lýðheilsutengdu inngripi sem byggt er á akademísk- um og raunprófanlegum aðferðum. Lífsstílsbreyting er langtíma verkefni og því mikilvægt að kenna eldri borgurum sjálfstætt vinnulag við eigin heilsueflingu. Því fyrr sem við grípum sjálf inn í heilsuna með heilsutengdum forvörnum má gera ráð fyrir því að við þurfum síður eða seinna á hjúkrunarleiðinni eða heilbrigðiskerfinu að halda,“ segir Janus. Hver eru skammtímamarkmið verkefnisins? „Þau er til tveggja ára og fela í sér að bæta heilsutengdar forvarnir, efla hreyfifærni, bæta styrk og þol, auka líkamlega afkastagetu, bæta heilsu og lífsgæði og gera hina eldri sjálfstæða í eigin heilsueflingu með bættu heilsulæsi og sjálfbærni,“ segir Janus. Um langtímamarkmiðið segir Janus: „Að geta tekist lengur á við athafnir daglegs lífs þrátt fyrir hækkandi aldur, að geta búið lengur í sjálfstæðri búsetu, hafa möguleika á að starfa lengur á vinnumarkaði, geta komið í veg fyrir eða seinkað heimaþjónustu eða innlögn á dvalar- og hjúkr- unarheimili og að aðstoða ríki og sveitarfélög við að efla heilsu og lífsgæði eldri aldurshópa.“ Hvaða sveitarfélög hafa innleitt verkefnið? „Í dag höfum við innleitt verkefni í sjö sveitarfélögum sem og á opnum markaði á höfuð- borgarsvæðinu. Á öllum stöðum höfum við fengið góða svörun auk þess sem við fylgjumst vel með okkar þátttakendum í gegnum markvissar heilsufarsmælingar. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Vestmannaeyjar, Grindavík, Sel- tjarnarnes, Garðabær, Fjarðabyggð og opinn markaður á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Janus. Hvað með að innleiða verkefnið á landsvísu? „Við höfum innleitt verkefnið til að mynda í Vestmannaeyjum og hefur það gengið mjög vel í sam- vinnu við fagfólk og sveitarfélagið í Eyjum. Nýlega var verkefnið innleitt í Fjarðabyggð og gekk sú innleiðing einstaklega vel þar sem þátttaka fór fram úr björtustu vonum. Hér sýndum við í fyrsta Styrktarþjálfunin sérstaklega mikilvæg Janus segir að styrktarþjálf- unin sé sérstak- lega mikilvæg vegna hægfara vöðvarýrnunar sem á sér stað með hækkandi aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR skipti að innleiða má verkefnið í dreifðar byggðir landsins án þess að það komi niður á gæðum þess,“ bætir Janus við. Hvað með áhuga stjórnvalda á verkefninu? „Verkefnið er, svo best ég viti, eina raunprófanlega verkefnið á sviði heilsutengdra forvarna fyrir þennan aldurshóp sem hefur stað- ist akademíska skoðun. Verkefnið hefur fengið alþjóðlega viðurkenn- ingu, bæði hjá Evrópusambandinu í samvinnu við Embætti landlæknis sem og viðurkenningu í nýrri skýrslu OECD þar sem fjallað er um heilsufarslegan sem fjárhagslegan ávinning þess. Það er því spurning hvort lausnin við vanda heilbrigðis- kerfisins felist í þessu verkefni,“ segir Janus að lokum. n

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.