Fréttablaðið - 28.09.2022, Page 2

Fréttablaðið - 28.09.2022, Page 2
Bólusetningar hófust á ný Bólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll fyrir 60 ára og eldri. Í boði er fjórði skammtur af bóluefni gegn Covid-19. Samhliða örvunarskammtinum er sama hóp einnig boðið upp á bólusetningu gegn inflúensu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR elinhirst@frettabladid.is VEÐUR Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir að hreinsunarstarf sé nú komið á fulla ferð eftir óveðrið mikla sem gekk yfir Norður- og Austurland. Jón segir að elstu menn á Reyðar- firði muni ekki aðrar eins vind- hviður og gengu yfir bæinn og ljóst að ofsaveður sem þessi færist í vöxt hér á landi. Menn þurfi því að vera undir það búnir að mæta slíkum ósköpum oftar en áður hafi þekkst. Hundraða milljóna króna tjón er talið hafa orðið í óveðrinu. Jón Björn segir að það hafi verið einkennilegt að ganga um bæinn eftir að veðrinu slotaði og sjá hvaða afleiðingar veðurhamurinn hafði en góðu tíðindin séu þau að enginn hafi slasast. Ótrúlegustu hlutir hafi farið af stað í mestu vindhviðunum, meðal annars stórir vöruflutninga- gámar á athafnasvæði Eimskipa- félagsins. n Hamfaraveður verður algengara Þú færð Fréttablaðið í Bónus RIFF, alþjóðleg kvikmynda- hátíð í Reykjavík, verður sett í Háskólabíó á fimmtudag. Eftir sýninguna býður Edition-hót- elið til opnunarhófs en athygli vekur að blaðaljósmyndurum er meinaður aðgangur að veislunni. ninarichter@frettabladid.is SAMFÉLAG „Mér finnst þetta mjög undarleg afstaða. Þetta er opinber viðburður,“ segir Kristinn Magnús- son, formaður Blaðaljósmyndara- félags Íslands, um ák vörðun Edition-hótelsins um að úthýsa blaðaljósmyndurum. Kristinn segir þetta í fyrsta sinn sem hann heyri af viðlíka banni, þar sem einkafyrirtæki bannar blaðaljósmyndurum aðgang að opinberum viðburði á vegum þriðja aðila. „Mér finnst þessi þróun ekki til góða. Það er sífellt verið að þrengja að blaðaljósmyndurum við að vinna vinnuna sína, hægt og rólega. Þetta er barátta sem þarf að taka upp,“ segir hann. Að sögn Kristins má líta svo á að blaðaljósmyndarar séu ekki ein- göngu að sinna vinnunni sinni með því að taka myndir. „Þetta er partur af því að skrásetja sögu landsins og sögu þjóðar,“ segir hann. „Það að ljósmyndurum sé meinaður aðgangur að viðburðum, hversu stórir eða smáir sem þeir eru, er hálfgerð ritskoðun,“ segir Krist- inn. „Það er ritstýring á fréttaefni,“ bætir hann við. „Allir blaðamenn eru velkomnir í Háskólabíó á setningu RIFF,“ segir Hrönn Marinósdóttir fram- kvæmdastjóri RIFF. „En þetta eru reglur sem hótelið setur. Við stönd- um fyrir RIFF en það er Edition- hótelið sem er að bjóða í móttöku eftir sýningu á myndinni þar sem leikstjórar og leikkonan verður. Hótelið er að bjóða í þessa veislu,“ segir Hrönn. Íslenska ríkið, Reykja- víkurborg, RÚV og Íslandsstofa eru meðal styrktaraðila RIFF 2022. Að sögn Hrannar er RIFF ekki að greiða Edition-hótelinu fyrir aðstöðuna. „Þau buðust til að gera þetta og eru samstarfsaðilar okkar í þessu. Ég þekkti ekki þessar reglur og er fyrst að heyra af þessu núna. Ljósmyndabannið hefur ekki borið á góma í okkar samtölum og ég man ekki eftir að þetta hafi verið reglan áður,“ segir hún. „Þetta hefur ekki verið reglan í hófum sem RIFF stendur fyrir.“ Samkvæmt heimildum blaðsins verður ekki bannað að nota farsíma með myndavél inni á hótelinu. Hót- elið skýrir afstöðu sína með vísan í reglur hótelkeðjunnar á heimsvísu. Edition-hótelið starfar undir vöru- merki bandarísku hótelkeðjunnar Mariott International. n Útiloka blaðaljósmyndara frá hófi eftir setningu RIFF Hótelbarinn á Reykjavík Edition hótelinu sem er við hlið Hörpu í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er sífellt verið að þrengja að blaðaljós- myndurum við að vinna vinnuna sína. Þetta er barátta sem þarf að taka upp. Kristinn Magnússon, formaður Blaðaljósmyndarafélagsins bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Ekki er komin dagsetn- ing á það hvenær Guðrún Hafsteins- dóttir, oddviti þingmanna Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi, tekur við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra. Það verður þó á næstu mánuðum að sögn Guðrúnar. „Ég mun taka við embætti dóms- málaráðherra innan nokkurra mán- aða. Hvort það verði um áramótin eða á útmánuðum er í höndum for- manns flokksins,“ segir Guðrún. Jón mun á næstunni samkvæmt þingmálaskrá leggja fram umdeilt frumvarp um forvirkar rannsóknar- heimildir lögreglu. Spurð út í málið segir Guðrún að hún hafi ekki séð frumvarpið og geti þar af leiðandi ekki tjáð sig um það að svo komnu máli. Guðrún segist styðja Vilhjálm Árnason í ritaraembætti f lokksins á landsfundi í haust. „Við þingmenn Sjálfstæðisf lokksins í Suðurkjör- dæmi erum vel samstilltur hópur og munum að sjálfsögðu styðja við framboð Vilhjálms.“ Vilhjálmur segist treysta sér vel til starfans sem gangi út á samskipti og viðamikið samband við flokksfólk á öllu landinu. n Guðrún ráðherra á næstu mánuðum Guðrún Hafsteinsdóttir. Stórskemmdir urðu á Reyðarfirði. MYND/GUNNAR GUNNARSSON 2 Fréttir 28. september 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.