Fréttablaðið - 28.09.2022, Side 8
Allir þessir virkjana-
kostir á Vesturlandi
myndu ekki standa
undir nema um 12 pró-
sentum af því sem
þurfum til að ná sett-
um markmiðum.
Vilhjálmur Egils-
son, höfundur
grænbókar um
orkumál
Það eru skiptar skoð-
anir um nær öll áform-
in í landshlutanum.
Páll Snævar
Brynjarsson,
framkvæmda-
stjóri Samtaka
sveitarfélaga á
Vesturlandi
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR
588 80 40
www.scanver.is
RAFMÓTORAR
Höfundur skýrslu um orku-
mál á Íslandi segir að þótt öll
áform vindorkufyrirtækja á
Vesturlandi verði að veruleika
muni Ísland enn eiga langt í
land með að ná settum mark-
miðum í loftslagsmálum.
Hann segir standa upp á
stjórnvöld að höggva á þá
hnúta sem tefji öll áform úr
hófi fram.
ggunnars@frettabladid.is
Fyrr á þessu ári skilaði hópur leidd-
ur af Vilhjálmi Egilssyni, fyrrver-
andi þingmanni Sjálfstæðisflokks-
ins, skýrslu um stöðu og áskoranir
í orkumálum á Íslandi.
Þar kemur fram að skýrsluhöf-
undar telji nauðsynlegt að auka
stórlega alla framleiðslu á umhverf-
isvænni orku á næstu árum. Aðeins
þannig verði mögulegt að ná mark-
miðum stjórnvalda um kolefnis-
hlutleysi fyrir árið 2040.
Vindorkufyrirtæki á Vesturlandi
hafa fengið Vilhjálm til að leiða
kynningarfundi um orkumál á
svæðinu og ræða við íbúa og fyrir-
tæki um möguleikana sem felast í
áformum fyrirtækjanna.
Fyrirtækin sem um ræðir eru Qair,
Zephyr, EM Orka og Hafþórsstaðir.
Samtals eru fyrirtækin fjögur með
níu vindorkugarða á teikniborðinu
víðs vegar um vestanvert landið.
Til að setja umfang þessara garða
í samhengi myndi orkan sem feng-
ist frá görðunum nægja til að sjá
Norðuráli á Grundartanga fyrir um
helmingi allrar sinnar orku. Norður-
ál kaupir í dag um 25 prósent allrar
orku sem framleidd er á Íslandi.
Óhætt er að segja að fjör hafi færst
í umræðuna um nýtingu vindorku
á Vesturlandi í kjölfar kynningar-
fundanna sem Vilhjálmur leiddi.
Vilhjálmur segir það ekki hafa
komið sér á óvart.
„Miðað við það sem ég hef kynnt
mér annars staðar þá er ekkert óeðli-
legt að það sé hiti í fólki í tengslum
við orkunýtingu í þeirra næsta
nágrenni. Það er gott og heilbrigt.
Raunar var það tilgangur fundanna,“
segir Vilhjálmur.
Hann minnir þó á að hans inn-
legg hafi í meginatriðum fjallað um
stóru myndina. Hlut stjórnvalda í
allri ákvarðanatöku og markmiðin
sem við höfum sett okkur varðandi
kolefnishlutleysi.
„Það sem ég hef viljað leggja til
málanna er að við skoðum þessi
áform á Vesturlandi í samhengi
við áform okkar í loftslagsmálum.
Skoðum svo hvernig við förum að
Stórfelld áform um vindorkugarða á
Vesturlandi duga skammt í loftslagsmálum
því að taka ákvarðanir um ein-
staka virkjanakosti. Reynum svo að
aðlaga ferlana sem við vinnum eftir
og eyða óvissunni sem einkennir
alla umræðu um orkumál á Íslandi.“
Í því samhengi hræða sporin, að
mati Vilhjálms, því undanfarna
áratugi hafi áform um nýtingu á
umhverfisvænni orku hér á landi
dregist óþarflega á langinn.
„Við sjáum bara í hendi okkar
hvernig ýmsar framkvæmdir hafa
tafist í gegnum tíðina. Jafnvel ára-
tugum saman. Það gengur auðvitað
ekki. Ef við ætlum að hreyfa okkur í
takt við það sem er að gerast í orku-
málum heimsins þá getum við ekki
endalaust hangið í þessari patt-
stöðu.“
Að mati Vilhjálms bendir margt
til þess að viðlíka pattstaða muni
einkenna umræðu um vindorku á
Vesturlandi.
„Ferlarnir sem við vinnum eftir
eru ekki nógu skilvirkir. Það er
aldrei hægt að vita hvort ákveðnar
staðsetningar séu inni í myndinni
eða ekki. Þar stendur upp á stjórn-
völd að hreyfa við málum og taka
ákvarðanir.“
Þess vegna segist Vilhjálmur vilja
velta því upp hvað markmiðin um
kolefnishlutlaust Ísland árið 2040
raunverulega þýði.
„Markmið Íslands í loftslags-
málum þýða að við þurfum að
virkja allavega 24 þúsund gíga-
vattstundir af grænni orku fram til
ársins 2040. Í dag erum við að fram-
leiða í kringum 20 þúsund gígavatt-
stundir. Þannig að við erum að tala
um meira en tvöföldun í orkufram-
leiðslu. Það er stóra myndin.“
Ef áformin á Vesturlandi, sem
mörgum þykja stórtæk, eru sett í
samhengi við markmið landsins í
loftslagsmálum segir Vilhjálmur
ljóst að það þurfi frekar að bæta í en
draga úr. Núverandi vindorkuáform
séu einungis dropi í hafið.
„Allir þessir virkjanakostir á
Vesturlandi myndu ekki standa
undir nema um 12 prósentum af
því sem þurfum til að ná settum
markmiðum. Samt dagar hver ein-
asti virkjanakostur uppi í áratuga
löngum þrætum um eitthvað sem
enginn veit hvort verður að veru-
leika eða ekki. Það gengur auðvitað
ekki. Á meðan allt situr fast, fjarlæg-
ast þessi háleitu markmið okkar um
kolefnishlutleysi.“
Vilhjálmur kallar eftir raunveru-
legum vilja og frumkvæði stjórn-
valda.
„Við getum ekki endalaust látið
reka á reiðanum og komið okkur
hjá því að taka ákvarðanir. Ef við
gerum lítið annað en að karpa þá
gerist auðvitað ekki neitt.“
Sem dæmi nefnir Vilhjálmur að
það geti tekið fyrirtæki fimm til sex
ár að komast í gegnum skipulag og
leyfisveitingar.
„Allt ferlið er svifaseint og stofn-
anir ganga ekki í takt. Ákvarðan-
irnar, sem öllu máli skipta, eru ekki
nógu framarlega í ferlinu. Ábyrgðin
á því hvílir svo bæði hjá stjórn-
völdum og sveitarfélögum.“
Líkt og Vilhjálmur lýsir hafa
sveitarfélög á Vesturlandi ekki
farið varhluta af þungri umræðu
um vindorku á svæðinu að undan-
förnu. Um það getur framkvæmda-
stjóri Samtaka sveitarfélaga á Vest-
urlandi, Páll Snævar Brynjarsson,
vitnað.
„Þetta verður langstærsta hita-
málið hér á svæðinu næstu árin.
Við gerum okkur alveg grein fyrir
því og það heyrðist vel á þessum
kynningarfundum sem fyrirtækin
stóðu fyrir í síðustu viku.“
Fólki er heitt í hamsi, að sögn Páls.
Ekki síst þeim sem eiga ríkra hags-
muna að gæta eða búa í nágrenni
við fyrirhuguð virkjanasvæði.
„Það eru mjög skiptar skoðanir
um nær öll áformin í landshlutan-
um. Sumir eru hlynntir þessu og sjá
möguleika til vaxtar með aukinni
orkuframleiðslu, en svo eru aðrir
sem eru alfarið á móti þessu og
hafa áhyggjur af því að vindorkuver
vinni þvert gegn mikilvægri upp-
byggingu í ferðaþjónustu.“
Páll segir þessar sömu skiptu
skoðanir einkenna umræðu innan
sveitarfélaga og á meðal pólitískra
fulltrúa.
„Sveitarfélögin hafa viljað stíga
mjög varlega til jarðar í þessum
málum. Ég sé ekki fram á að það sé
að fara að breytast. En það eru alveg
gríðarlega miklir hagsmunir undir.
Bæði fyrir íbúana á svæðinu og þau
fyrirtæki sem hér eru.“
Páll segist þó ekki hafa orðið var
við það að stórfyrirtæki eins og
Norðurál beiti einhverjum þrýstingi
eða hafi sig í frammi varðandi fyrir-
huguð vindorkuáform á svæðinu.
„Hitt er þó alveg ljóst að það er
mikið hagsmunamál fyrir svæðið
að hægt sé að tryggja mikilvægum
fyrirtækjum nægilegt rafmagn. Það
á ekki bara við um Norðurál heldur
gildir það um alla atvinnuuppbygg-
ingu á svæðinu.“ Þrátt fyrir heitar
umræður segist Páll skynja að allir
séu að reyna að vanda sig.
„Það mun áfram gefast ráðrúm
til að skiptast á skoðunum um
vindorkuna á Vesturlandi, það er
alveg ljóst. Á meðan regluverkið
er eins og það er þá verðum við
áfram á umræðustigi næstu árin.
Sumum finnst það ágætt á meðan
aðrir myndu vilja sjá hjólin hreyfast
hraðar. Það er nú bara sá veruleiki
sem við búum við,“ segir Páll. n
Öll áform um nýtingu vindorku á Vesturlandi myndu duga til að sjá Norðuráli
fyrir um helmingi allrar sinnar orku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
1
4 3 9
5
6
7
2 8
Staðsetning
1. Garpsdalur
2. Sólheimar
3. Grjótháls
4. Múli
5. Brekka
6. Mosfellsheiði
7. Mosfellsheiði
8. Hrútavirkjun
9. Þorvaldsstaðir
Uppsett afl
88 MW
151 MW
50 MW
73 MW
50 MW
75 MW
75 MW
75 MW
50 MW
Virkjanakostir vindorku á Vesturlandi
8 Fréttir 28. september 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 28. september 2022 MIÐVIKUDAGUR