Fréttablaðið - 28.09.2022, Side 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason
tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Þetta
eru stór
hættuleg
og misk
unnarlaus
öfl. Þeim
þarf að
verjast og
þeim þarf
að halda í
skefjum.
Þrátt fyrir
tveggja
ára heims
faraldur
er alltaf
kraftur í
fólkinu í
flokknum.
Kórónuveirufaraldurinn gerði f lokksstarfi Sjálf-
stæðisflokksins, eðli málsins samkvæmt, erfitt fyrir.
Fólk mátti ekki koma saman og ekki var unnt að
halda hefðbundna fundi sem dró verulega úr þeim
mikilvæga mannlega þætti sem fylgir starfi stjórn-
málaflokka.
Auðvitað nýttum við tæknina okkur til halds og
trausts, en ekkert kemur þó í staðinn fyrir hið félags-
lega sem fylgir því að hitta fólk og ræða málin augliti
til auglitis.
Það er ánægjulegt að sjá þann mikla kraft sem ein-
kennir starfsemi Sjálfstæðisfélaganna víða um land,
nú þegar fullt fundafrelsi ríkir á ný.
Sem dæmi um öflugt framtak má nefna að fjögur
Sjálfstæðisfélög í Reykjavík stóðu í sameiningu að
opnum málefnafundi um Reykjavíkurflugvöll og
framtíð hans í fyrradag.
Þrír þingmenn, þrír borgarfulltrúar og þrír sér-
fræðingar tóku þátt í umræðum ásamt vel á annað
hundrað f lokksmönnum sem lögðu leið sína á
fundinn.
Það er góður upptaktur í starfinu fyrir landsfund
sem haldinn verður í byrjun nóvember. Þrátt fyrir
tveggja ára heimsfaraldur er alltaf kraftur í fólkinu í
f lokknum.
Grasrótin hefur ávallt verið kjarninn í f lokknum
og hefur tryggt að grundvallarstefna f lokksins um
frelsi og framtak einstaklingsins sé ávallt í hávegum
höfð.
Flokkurinn er ekkert án fólksins í honum. Við
erum eini fjöldaflokkur landsins og það er mikil
gæfa.
Við getum ekki staðið við grunngildi f lokksins,
stétt með stétt, án fólksins sem leggur tíma sinn og
orku í að stuðla að bættu samfélagi.
Við Sjálfstæðismenn getum fagnað því að komið sé
að landsfundi eftir tæplega fimm ára bið. Á lands-
fundi mótar fólkið í f lokknum stefnuna og leggur
línurnar fyrir komandi ár.
Þar eigum við samtalið um það hvar við stöndum
og hvert við viljum fara. Við getum alltaf gert betur.
Það á við nú líkt og áður. n
Upptaktur í flokksstarfi
Guðlaugur Þór
Þórðarson
umhverfis-,
orku- og loftslags-
ráðherra
Fámennur hópur kom í fyrrakvöld
saman á Austurvelli til að vekja athygli
á kúgun stjórnvalda í Íran á sínum
eigin þegnum. Þar í landi er þolin-
mæði fyrir nýrri hugsun og framþróun
fyrir þjóðina vart sjáanleg meðal ráðamanna.
Íran er sem sagt land andlegrar stöðnunar en
því miður bara eitt af mörgum samfélögum þar
sem karlrembur ríghalda í fáránlegar miðalda-
kreddur til að tryggja sjálfum sér áhrif og lífs-
gæði. Og Íran er ekki versta dæmið um þetta.
Myrkrið breiðist stöðugt út og færist nær
okkar eigin heimshluta. Um liðna helgi komst
stjórnmálaflokkur sem gælir við fasisma og
byggir á mannfjandsamlegum gildum í odda-
stöðu í ítölsku stjórnmálalífi eftir mikinn
sigur í þingkosningum. Örstutt er síðan ámóta
stjórnmálaflokkur í Svíþjóð komst sömuleiðis
í afgerandi hlutverk eftir þingkosningar þar í
landi. Slík öfl hafa einnig lengi átt hljómgrunn í
Danmörku og sækja þar fram.
Afturhaldið hefur áður tryggt stöðu sína í
Ungverjalandi og Póllandi svo fleiri dæmi í
Evrópu séu nefnd. Og um allar álfur eru dæmin
legíó, öllum kunn og sum margfalt verri en hér
segir frá.
Flokkar og fólk sem aðhyllist slíkar kreddur
hefur ekki umburðarlyndi fyrir viðhorfum sem
stangast á við bjánalegar og haldlausar kenn-
ingar sínar um samhengi hlutanna.
Þetta eru stórhættuleg og miskunnarlaus öfl.
Þeim þarf að verjast og þeim þarf að halda í
skefjum þannig að lýðræðið og mannréttindi
líði ekki undir lok og ótíndir skíthælar leggi
undir sig heiminn. Til þess þarf samstöðu.
Í Svíþjóð hefur einmitt verið samstaða um að
halda öfgaflokknum sem hér var minnst á frá
því að komast í valdastöðu. Hverjar kosning-
arnar á fætur öðrum hefur þessi flokkur hins
vegar bætt við sig fylgi og nú er svo komið að
þeir flokkar sem telja sig standa næst honum
ræða myndun ríkisstjórnar sem byggir á
aðkomu þessa flokks sem fram til þessa hefur
verið talinn óalandi og óferjandi. Hvernig
skyldi standa á því?
Gömlu stjórnmálaflokkarnir í Svíþjóð hafa
sofið á verðinum og skapað jarðveg fyrir stjórn-
málaafl sem byggir á fordómum og þröngsýni.
Þessi staða leggur mikla ábyrgð á herðar þeim
sem nú telja sér óhætt að koma slíkum við-
horfum til áhrifa gegn því að fá hluta af valda-
taumunum sjálf.
Í okkar eigin landi eru slíkir öfgakraftar
einnig á kreiki. Berja sér jafnvel á brjóst, fara
með lygimál um náungann og þykjast betri en
aðrir. n
Framrás myrkurs
Garðar Örn
Úlfarsson
gar
@frettabladid.is
benediktboas@frettabladid.is
odduraevar@frettabladid.is
Gamalt og fúið
Merkilegt nokk er Vesturbæjar-
laug áttunda vinsælasta sund-
laug landsins samkvæmt könnun
Maskínu. Það kemur ekki aðeins
svolítið á óvart heldur bara alveg
töluvert enda laugin alveg vonlaus.
Þar er allt gamalt og fúið og lélegt.
Langt er frá klefunum út í hinn
rómaða nýja pott sem er ekki einu
sinni í skjóli. Það er í raun ótrúlegt
að laugin sé á topp tíu lista þar sem
hún er ekki gerð fyrir fjölskyldur
heldur spjátrunga. Sundlaug Akur-
eyrar vermir toppsætið enda er þar
allt upp á tíu, nema sturturnar. Þær
eru vonlausar.
Appelsínugul merkingarleysa
Fjölmiðlum berast reglulega yfir-
lýsingar frá almannavörnum í sam-
ráði við lögreglustjóra í kringum
landið um alls konar ástand. Eftir
að dró úr sóttvörnum tengjast þær
oftast veðri eða jarðhræringum.
Mikilvægi almannavarna er hafið
yfir vafa sem breytir því þó ekki
að merking eða merkingarleysi til-
kynninga um óvissustig er nokkuð
á reiki. Til að byrja með voru
óvissustigin vissulega tekin alvar-
lega enda var merking „óvissustigs“
hvorki rokkandi né fljótandi. Eftir
að tilkynningar þessar urðu nánast
að tískufyrirbæri með tilheyrandi
fjölgun „almannavarnastiga“ í
ýmsum litum er merkingin fokin
eins og trampólín og viðvaranirnar
fara fyrir ofan garð og neðan. n
Hvað er að frétta?
Stöðugar fréttir allan daginn á frettabladid.is
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 28. september 2022 MIÐVIKUDAGUR