Fréttablaðið - 28.09.2022, Blaðsíða 18
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
„Ég á svolitla sögu,“ segir Haraldur.
„Ég hef farið tuttugu ferðir á milli
Reykjavíkur og Selfoss með blikk
andi bláum ljósum sjúkrabílsins.
Síðasta ferðin var eftir alvarlegt
heilablóðfall. Þá sagði konan mín:
„Nú gengur þetta ekki lengur. Nú
flytjum við í bæinn.“ Ég fór í skipu
lagt ferli hjá Borgarspítalanum og
í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara
á Selfossi og náði nógu langt í
henni til að pakka saman húsinu
og flytja í bæinn. Það var eins gott
því út af gáttatifinu mínu fór ég
þrisvar sinnum á mánaðarfresti
með sjúkrabíl á bráðamóttökuna,“
segir Haraldur en þó er augljóst að
honum þykir það samt ekki mikið
tiltökumál.
Hafði enga trú á sjálfum sér
Í maí á þessu ári var Haraldur
orðinn ansi slappur.
„Ég var eins og andlaust gamal
menni á tíræðisaldri. Ég gekk ekki
neitt, nema með höndina á öxlinni
á konunni minni; hún var bara
eins og göngustafurinn minn. Ég
hafði enga trú á sjálfum mér og
fannst leiðin liggja niður á við.
Ég gat ekkert gert. Menn í húsinu
okkar eru tuttugu árum eldri en ég,
en ég átti ekkert í þá. Ég var eigin
lega bara hismi; bara ekki neitt. Ég
veit ekki hvar ég væri án Erlu Haf
dísar Theódórsdóttur, konunnar
minnar,“ segir Haraldur dreyminn
á svip.
Hafdís kom Haraldi af stað
„Einhvern tímann sagði Erla Haf
dís við mig: „Halli, mig langar svo
til að prófa þetta nýja OsteoStrong
í Ögurhvarfi. Ertu til í að koma
með mér?“ Ég hló og endurtók orð
hennar glettinn: „Mig langar til að
prófa?“ því auðvitað vissi ég að hún
væri að koma mér af stað og hún
er svona rosalega góð í því,“ segir
Haraldur og það er greinilegt að
hjónabandið einkennist af trausti
og hlýju.
„Mér finnst svo gott að hægt
sé að koma í frían prufutíma hjá
OsteoStrong. Þá þorir maður að
koma og kynna sér þetta. Þegar við
mættum í fyrsta prufutímann bað
ég Hafdísi mína að leggja bílnum
alveg upp að hurðinni, en hún lét
það nú ekki eftir mér enda alltaf
að reyna að fá mig til að labba
eftir leiðbeiningum læknanna.
Þetta var þó ekki meira en auka
fimmtán metrar, sem var nær
ógjörningur fyrir mig. Ég stóð upp
úr bílnum með því að ríghalda mér
og labba meðfram honum, hélt í
toppgrindina, svo spegilinn, þá
húddið, svo Hafdísi og skakklapp
aðist yfir planið. Þegar ég kom inn
náði ég rétt svo inn fyrir hurðina
og hékk á móttökuborðinu. Hvert
einasta skref var stórt átak,“ greinir
Haraldur frá.
Fattaði ekki hvað hafði gerst
„Það var yndislegur maður sem
tók á móti okkur í prufutímanum.
Hann byrjaði á að kynna Osteo
Strong fyrir okkur og fór svo með
mig á hristiplatta og í tækin fjögur,
og svo aftur á hristiplattann til
að gera jafnvægisæfingar í tvær
mínútur og svo í slökun. Eftir tím
ann ákváðum við að skrá okkur
í þrjá mánuði hvort. Svo fórum
við. Aldrei þessu vant náði ég í
skóhornið á undan Hafdísi og bara
rölti sjálfur út í bíl. Mér skilst að
hann hafi verið skemmtilegastur
á mér svipurinn þegar ég stóð hjá
bílnum og sagði sigri hrósandi:
„Hafdís! Sástu þetta?“ Ég fattaði
ekki alveg hvað hafði gerst fyrr en
ég var kominn að bílnum og varð
svo hissa að ég átti ekki orð. Nú
eftir þrjá mánuði af æfingum er ég
bestur ef ég sting bara höndunum
í vasann og spígspora þannig.
Munurinn á mér er mjög drama
tískur,“ segir Haraldur.
Ótrúlegur árangur
á stuttum tíma
Hafdís, kona Haraldar, segir
hafa verið ótrúlegt að fylgst með
honum eftir að hann byrjaði í
OsteoStrong.
„Mér finnst magnað hvernig
eitthvað sem tekur svona rosa
lega stuttan tíma geti verið svona
mikilvægt í lífi manns,“ segir Haf
dís og heldur áfram:
„Haraldur kláraði eins árs
sjúkraþjálfun en var svo bara
útskrifaður. Sjúkraþjálfunin kom
honum aftur á fætur eftir heila
blóðfallið en eftir tæpt ár var talið
að ekki væri hægt að bæta líðan
hans meira. Þar tók OsteoStrong
við og skilaði okkur meiru en við
hefðum getað ímyndað okkur.
Þetta er auðvitað ástundun og það
eru auðvitað ekki allir sem upplifa
æfingarnar jafn ýkt og hann, en
mikið er það verðmætt; ég er búin
að fá manninn minn til baka,“
bætir Hafdís brosandi við.
Endurlífgun á hnefanum
Hafdís hefur áfram orðið.
„Ég hef misst Harald áður. Við
vorum að keyra Þrengslin í hræði
legu veðri þegar hann vildi allt í
einu opna gluggann því hann þráði
ferskt loft. Þá vissi ég að eitthvað
var að. Ég keyrði út í næsta kant, þá
var hann orðinn hvítur í framan og
eftir það byrjaði hann að blána. Ég
hringdi á sjúkrabíl og þar var mér
sagt að koma Haraldi út úr bílnum,
leggja hann á jörðina og byrja að
hnoða hann. Þá sagði ég: „Ertu
vitlaus, manneskja? Það er hræði
legt veður hérna uppi á heiði og
þá deyr hann bara af lungnabólgu
í staðinn.“ Ég setti svo símann til
hliðar og bara lamdi hann til lífs
með hnefanum. Já, það er ýmslegt
sem gengur á í 40 ára hjónabandi,“
segir Hafdís kankvís.
Léttari í lund
Eftir aðeins þriggja mánaða
æfingar í OsteoStrong segist
Haraldur vera kominn til baka.
„Það er eins og ég hafi endur
lífgast. Ég var ekki í dauðadái en ég
var orðinn ónýtt gamalmenni og
hættur að vera ég. Í dag er lundin
svo mikið léttari og það er aftur
kominn leikur í lífið. Ef ég ætti ekki
þessa konu sem mína, þá veit ég
ekki hvernig þetta hefði allt saman
farið. Eftir þessi áföll mín hefur
hún þurft að taka yfir ýmislegt sem
ég hafði áður séð um. Við höfum
orðið vitni að því að fasteignasalar,
bankastarfsmenn, iðnaðarmenn
og annað fólk tali ekki af sömu
virðingu til konu og til karlmanns.
Þá verð ég bálvondur. Hvað gæti
verið betra en hún?“ segir Haraldur
með mikilli áherslu.
„Við röltum oft yfir í félagsheim
ilið hérna og fáum okkur að borða.
Það er svo fyndið að sjá viðbrögð
félaganna þar eftir að ég byrjaði að
stunda OsteoStrong. Þeim fannst
munurinn á mér svo snögglegur að
sumir héldu að göngugrindin og
stafurinn hefðu bara verið látalæti
og ég hefði bara verið að setja upp
leikrit,“ segir Haraldur, hlær dátt
og bætir við: „Ég er bara snöggur
að svara og sendi alla sem ég hitti í
OsteoStrong.“ n
OsteoStrong býður upp á fría
prufutíma á miðvikudögum í
Ögurhvarfi 2 og á fimmtudögum í
Hátúni 12. Pantið prufutíma á os
teostrong.is eða í síma 419 9200.
Áður en Haraldur hóf reglulega æfingar hjá OsteoStrong segist hann hafa
verið eins og andlaust gamalmenni á tíræðisaldri, ófær um að gera nokkuð.
Strax eftir fyrsta
prufutímann
í OsteoStrong
fann Haraldur
mun á styrk
sínum og jafn
vægi. Hann
lofar starfs
fólk Osteo
Strong, tækin,
æfingarnar og
árangurinn í há
stert.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Meðlimir OsteoStrong
geta átt von á að:
n Auka styrk sinn að meðal
tali um 73 prósent á ári
n Auka jafnvægi um 77 pró
sent á fimm skiptum
n Minnka líkur á meiðslum
n Bæta líkamsstöðu
n Minnka verki í baki og liða
mótum
n Lækka langtíma blóðsykur
n Auka beinþéttni
Fyrir fólk á öllum aldri
OsteoStrong er byltingar
kennt æfingakerfi sem
hjálpar fólki á öllum aldri að
styrkja sig. Meðlimir Osteo
Strong mæta einu sinni í viku
og ná í 20 mínútna heimsókn
að þétta vöðva, sinar, liðbönd
og bein, bæta árangur og
fyrirbyggja meiðsl.
Það er eins og ég
hafi endurlífgast.
Ég var ekki í dauðadái en
ég var orðinn ónýtt
gamalmenni og hættur
að vera ég.
Haraldur Elfar Ingason
2 kynningarblað 28. september 2022 MIÐVIKUDAGUREFRI ÁRIN