Fréttablaðið - 28.09.2022, Side 28

Fréttablaðið - 28.09.2022, Side 28
Maður gerir aldrei upp á milli barnanna sinna. Ég ætla mér bara að njóta þessarar stundar. Arnór Guðjohn- sen, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður Arnór Guðjohnsen er í sér- stakri stöðu nú þegar nokkrir dagar eru þar til flautað verður til leiks í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Þar munu synir hans, Eiður Smári og Arnór Borg, mætast og berjast um bikarmeistaratitilinn. FH og Víkingur Reykjavík mætast í úrslitaleiknum á laugardaginn. Eiður Smári Guðjohnsen er þjálf- ari FH á meðan Arnór Borg, yngri bróðir hans, er leikmaður Víkings Reykjavík. „Óneitanlega er þetta sérstök staða en ég hef reynt að hugsa lítið út í þetta,“ segir Arnór Guðjohnsen við Fréttablaðið. „Maður veit nú ekki alveg hvorum megin maður verður en megi betri maðurinn eða betra liðið vinna, eins og sagt er.“ Arnór segir það ógjörning að gera upp á milli sona sinna. „Já, maður gerir aldrei upp á milli barna sinna. Ég ætla mér bara að njóta þessarar stundar, sjá tvo syni mína etja kappi hvor við annan. Það verður bara að hafa gaman af þessu, svo sjáum við bara hvernig fer.“ Eiður Smári lifir fyrir fótboltann Eiður Smári tók við FH í erfiðri stöðu í júní og reynir nú að bjarga liðinu frá falli en fyrst reynir liðið að næla í bikarmeistaratitilinn. „Það var alveg ljóst þegar hann tók við FH að verkefnið yrði gríðar- lega erfitt,“ segir Arnór um stöðu Eiðs Smára hjá FH. „FH-ingarnir höfðu farið mikið niður á við og það var ekkert að fara að stoppa það. Ég held raunverulega að Eiður hafi stappað í sig stálinu og tekið þessa ákvörðun, að taka við stjórn FH, til þess að koma sér enn betur í hringiðuna í fótboltanum. Eiður Smári lifir fyrir fótboltann, þetta er hans ástríða og má segja að það gildi einnig um okkur fjöl- skylduna, allavegana strákana. Íþróttin á hug okkar allan, við missum ekki af neinu.“ Arnór segir það alveg ljóst að FH þurfi að fara í endurskipulagningu. „Alveg sama hvernig þetta fer á yfirstandandi tímabili, það hljóta að verða róttækar breytingar. Það er þó eitt við FH,“ segir Arnór og bætir við: „Alveg sama í hvaða stöðu liðið er, þá er alltaf reynt að spila fót- bolta og gerir liðið það ágætlega. Það vill hins vegar vera þannig hjá liðinu til þessa að þegar komið er á fremsta hluta vallarins lýkur þessum f lottu aðgerðum. Þar hverfur trúin á því að gera mark eða mörk.“ Um erfitt tímabil sé að ræða hjá félaginu. „Það er hins vegar mín sýn á þetta að einn daginn mun félagið taka sig til og rísa upp aftur, þetta er það stórt félag. Það er metnaður þarna, viljinn er mikill en það er mikilvægt fyrir félagið að gera sér grein fyrir því í hvaða stöðu það er. Fara í gegnum það hvað vantar upp á og hvaða leið er best til þess að rísa upp aftur. Þetta hefur verið stórveldi í fótboltanum síðustu 15 til 20 árin. Þetta félag, eins og ég þekki til þarna, ég get ekki ímyndað mér að það verði unað við stöðu liðsins í dag. Það er hins vegar of boðslega mikilvægt að forráðamenn þess komist að rót vandans, hvað fór í raun og veru úrskeiðis og hvernig er hægt að fyrirbyggja að slíkt hið sama gerist aftur. Tímabilið gæti hins vegar tekið góða stefnu takist FH að vinna bikarmeistaratitilinn og um leið tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili.“ Mikilvægur leikur fyrir bæði lið Arnór og Eiður Smári hafa báðir mjög litla reynslu úr íslensku bikar- keppninni þar sem þeir fóru báðir snemma út í atvinnumennsku á sínum ferli. Aðspurður hvort um ákveðna gulrót sé að ræða fyrir Eið Smára að næla í bikarmeistara- titilinn sem þjálfari svarar Arnór því játandi. „Það hlýtur að vera og ég er alveg viss um að hann mun gera allt sem í hans valdi stendur til þess að ná í úrslit á laugardaginn. Við vitum alveg stöðuna hjá FH í Bestu deild- inni og þar af leiðandi getur maður horft á þennan leik og séð að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir félagið. Í raun er um gríðarlega stóran leik að ræða fyrir bæði félög því Víkingur getur unnið þennan titil þriðja skiptið í röð og staða FH gerir það að verkum að leikmenn þurfa að leggja allt í sölurnar því þarna er Evrópusæti í boði.“ Liðin tvö, Víkingur Reykjavík og FH, eru í gjörólíkri stöðu fyrir leik- inn ef horft er til árangursins í Bestu deildinni á tímabilinu. Víkingar að berjast við toppinn á meðan FH er í fallbaráttu. Arnór kominn af stað á ný Barst þá talið að yngsta syni Arnórs, nafna hans Arnóri Borg Guðjohn- sen, leikmanni Víkings Reykjavík. Hann segir son sinn á fínum stað til þess að þróa sinn feril áfram eftir krefjandi tíma. „Hann hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli og verið mikið meiddur. Það hefur verið rosalegur eltingarleikur að finna út hvað var raunverulega að plaga hann. Það tók langan tíma að greina það loksins.“ Um nokkurra ára meiðslasögu er að ræða hjá Arnóri Borg sem virðist loks hafa tekið enda og er hann far- inn að ná að tengja saman mánuði hjá Víkingum. „Þetta hafði mikil áhrif á hann andlega,“ segir Arnór um meiðsla- tíma sonar síns. „Að vita ekki hvað það var sem var í raun og veru að plaga hann. Maður er dálítið svekktur og þá hann náttúrulega sérstaklega því það hefði verið hægt að greina þessi meiðsli fyrr. Það voru alls konar rannsóknir gerðar á honum, myndatökur og fleira, en ekkert virtist vera að. Svo loksins þegar það er farið út í nákvæmari greiningar kemur það í ljós hvað var að plaga hann. Það ferli eitt og sér tók einhverja fjóra til fimm mánuði sem náttúrulega setti tímabil hans hér heima í mikið uppnám. Það þýðir hins vegar ekkert að væla yfir því núna og ég held hann sé bara virkilega kátur hjá Víkingum og með hausinn við fót- boltann eins og er raunin í þessari fjölskyldu.“ Tilhlökkun fyrir leiknum Arnór segir fjölskylduna ætla að fjölmenna á Laugardalsvöllinn um helgina og gera sér glaðan dag. Það ríki mikil tilhlökkun fyrir leiknum. Þá sé mikilvægi leiksins og rígurinn ekki að hafa áhrif á samskipti feðg- anna. „Nei, það er sko engin fjarlægð á milli okkar þessa dagana. Við tölum mikið um þennan úrslitaleik. Auð- vitað tel ég mig vita að Eið Smára langar mikið í þennan bikar og það sama gildir einnig um yngri soninn. Þetta verður spennandi.“ Þá segir hann engin skot f lakka á milli bræðranna þessa dagana. „Nei, alls ekki. Menn gera sér fylli- lega grein fyrir stöðunni og þeir ræða saman á góðum nótum þó svo að þeir séu sitt á hvorum endanum þegar á hólminn er komið. Svona er lífið bara. Menn hittast á vígvell- inum.“ n 16 Íþróttir 28. september 2022 MIÐVIKUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 28. september 2022 MIÐVIKUDAGUR Bræður munu berjast um bikarmeistaratitil Eiður Smári Guðjhonsen er þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu Liðið getur á laugardag náð sér í Evrópu- sæti en sum- arið hefur verið erfitt í Kapla- krika. Liðið situr í fallsæti Bestu deildarinnar nú þegar úrslita- keppnin fer af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Aron Guðmundsson aron @frettabladid.is Arnór Borg Guð- johnsen, leik- maður Víkings Reykjavík

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.