Fréttablaðið - 28.09.2022, Qupperneq 6
Æðstu stjórnendur
félagsins höfðu haft
upplýsingar um þessi
mál í lengri tíma, án
þess að taka á þeim.
Anna Dóra Jónsdóttir
verið velkomin!
Kaffistjóri: Davíð Fjölnir Ármannsson
Málefni kvöldsins:
Orkan og gleðin í umhverfinu okkar - hvers
konar þéttbýli viljum við?
Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði fjallar um
sálfræðileg áhrif umhverfis á heilsu og vellíðan.
Hvernig er samspil umhverfis og fólks og hvaða áhrif hefur
náttúra og byggt umhverfi á heilsu og líðan almennings? Hvernig
getum við notað vísindalega nálgun á sviði sálfræði við skipulag,
hönnun húsa og hverfa til að tryggja að þetta samspil virki?
Rannís býður upp á Vísindakaffi þar sem vísindafólk
kynnir viðfangsefni sín á óformlegan hátt í þægilegri
kaffihúsastemningu. Markmiðið er að færa vísindin nær fólki
og segja frá rannsóknum sem skipta máli fyrir daglegt líf.
Vísindakaffi Rannís
Bókasamlaginu
skipholti 19
í kvöld kl. 20:00-21:30
Einstæð svefnrannsókn er
gerð á Akureyri. Ógreindur
kæfisvefn barns getur hamlað
þroska og námsgetu og aukið
líkur á offitu, sykursýki og
hjarta- og æðasjúkdómum.
Sterk tengsl eru milli kæfi-
svefns og ofvirkni og athyglis-
brests.
bth@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Ítarlegasta rann-
sókn sem gerð hefur verið á svefn-
gæðum og algengi kæfisvefns meðal
ungra barna stendur yfir á Akureyri.
Rannsóknin er gerð meðal fjög-
urra til átta ára barna. Niðurstöður
munu að sögn aðstandenda rann-
sóknarinnar hafa fyrirbyggjandi
áhrif á ýmis heilsufarsvandamál
síðar.
Þegar hafa 126 börn verið skráð
í rannsóknina. Ætlunin er að ná til
mun stærri hóps á næstu mánuðum.
Ógreindur kæfisvefn getur haft
mjög neikvæð áhrif á þroska og
hegðun barns, haft hamlandi áhrif
á getu til náms og færni þess í sam-
félaginu.
Einnig getur ómeðhöndlaður
kæfi svefn aukið líkur á offitu,
sykursýki og hjarta- og æðasjúk-
dómum síðar á lífsleiðinni, auk þess
sem tengsl kæfisvefns og ofvirkni
og athyglisbrests eru sterk. Mikið
vantar upp á rannsóknir hér á landi
um þetta alvarlega mál að sögn
aðstandenda.
„Við vitum að svefn er mikilvægur
og ef hann er einhvern tímann mikil-
vægari en ella er það þegar börnin
eru ung. Á fyrstu árum barnsins
eru svefnvenjur þess í örri þróun og
einnig þroski heila- og miðtauga-
kerfis,“ segir Sólveig Dóra Magnús-
dóttir læknir.
„Kæfisvefn og skert svefngæði hafa
áhrif á svefn barnsins með því að
brjóta upp hið eðlilega svefnmunst-
ur, styttir djúpsvefn og draumsvefn
og getur einnig minnkað súrefnis-
mettun í líkamanum,“ bætir Sólveig
við.
Algengasta orsök kæfisvefns í hópi
ungra barna er stórir háls- og nef-
kirtlar sem þrengja öndunarveginn
þannig að barnið getur átt erfitt með
að anda.
Þegar um mild einkenni er að
ræða hrýtur barnið. Í alvarlegri til-
fellum getur barnið hætt að anda í
stutta stund og er þá talað um kæfi-
svefn.
„Okkar rannsókn er einstök á
heimsvísu að því leyti að við erum
með heilbrigt þversnið eða þýði
barna, við mælum öll börn sem vilja
koma í mælingu. Engin sambærileg
þversniðsrannsókn hefur verið
gerð í heiminum,“ segir Gróa Björk
Jóhannesdóttir, forstöðulæknir
barnalækninga á Sjúkraahúsinu á
Akureyri.
Þær Sólveig Dóra og Gróa Björk
segjast stefna á að birta fyrstu niður-
stöður á vormánuðum. n
Ógreindur kæfisvefn barna
sagður geta leitt til ADHD
Svefnmælingartæki frá SleepImage er notað við rannsóknina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Gróa Björk
Guðnadóttir,
forstöðulæknir við
SAk
Sólveig Dóra
Magnúsdóttir,
læknir
jonthor@frettabladid.is
FÉLAGASAMTÖK Anna Dóra Jóns-
dóttir tilkynnti í gær um afsögn
sína sem forseti Ferðafélags Íslands.
Sagði hún í færslu á Facebook að
ástæðan fyrir ákvörðun sinni væri
sú að í félaginu ráði stjórnarhættir
ríkjum sem fari þvert gegn hennar
eigin gildum.
Nefndi Anna Dóra sem dæmi
mál er varði kynferðisof beldi og
áreitni. „Æðstu stjórnendur félags-
ins höfðu haft upplýsingar um þessi
mál í lengri tíma, án þess að taka á
þeim,“ sagði Anna.
Stjórn Ferðafélagsins gaf í kjöl-
farið út yfirlýsingu og vísaði lýsing-
um Önnu á bug. Þá var því haldið
fram að samskiptavandamál hefðu
verið til staðar innan félagsins og að
þau væru vegna framgöngu Önnu
sjálfrar.
Málin sem Anna vísar til varða
meðal annars lögfræðinginn Helga
Jóhannesson sem sagði sig úr stjórn
Ferðafélagsins í fyrra. Að sögn Önnu
Deilur í stjórn í Ferðafélags Íslands
benediktboas@frettabladid.is
T R YG G I N G A M Á L E ndu rk r öf u r
vátryggingafélaga á ökumenn vegna
tjóns sem þeir ollu af ásetningi eða
stórkostlegu gáleysi námu rúm-
lega 171 milljón króna í fyrra. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu.
Hæsta krafan nam 6,5 milljónum
króna en sú næst hæsta 5,9 millj-
ónum. Alls bárust þriggja manna
nefnd sem Bjarni Benediktsson,
f jármála- og efnahagsráðherra,
skipaði 175 mál til úrskurðar. Af
þessum málum samþykkti nefndin
endurkröfu að öllu leyti eða að hluta
í 158 málum.
Í þeim 80 tilvikum, þar sem mælt
var fyrir um endurkröfu vegna ölv-
unar á árinu 2021, reyndust 75 öku-
menn, eða rúm 80 prósent þeirra,
vera með svo mikið vínandamagn
í blóði að þeir töldust með öllu
óhæfir til að stjórna ökutækinu.
Ökumenn, sem voru 25 ára og
yngri er þeir ollu tjóni, áttu hlut að
um 23 prósentum mála á árinu.
Á árinu 2021 voru ástæður endur-
kröfu oftast ölvun eða í 93 tilvikum.
Lyfjaáhrif var næst algengasta
ástæða endurkröfu. Voru þau tilvik
53. Í 12 málum voru ökumenn end-
urkrafðir vegna ökuréttindaleysis.
Fimm voru krafðir um endurkröfu
vegna ofsa- eða glæfraaksturs, einn
vegna stórkostlegs gáleysis, einn
vegna brots á varúðarreglu og notk-
unar farsíma, og sex vegna stórfellds
vanbúnaðar ökutækisins eða farms
þess.
Umferðarlög mæla svo fyrir, að
vátryggingafélag, sem greitt hefur
bætur vegna tjóns af völdum öku-
tækja, eignist endurkröfurétt á
hendur þeim, sem tjóni olli af ásetn-
ingi eða stórkostlegu gáleysi.
Í nefndinni sitja lögfræðingarnir
Helgi Jóhannesson, formaður, Edda
Andradóttir og Jóna Björk Guðna-
dóttir. n
Flestar kröfur vegna
ölvunar eða lyfjaáhrifa
Þar sem mælt
var fyrir um
endurkröfu
vegna ölvunar
2021 töldust 80
prósent óhæf til
aksturs.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON
reyndi annar stjórnarmeðlimur að
fá Helga aftur í stjórn Ferðafélags-
ins.
Greint var frá því á RÚV í gær að
umræddur stjórnarmeðlimur væri
læknirinn Tómas Guðbjartsson,
sem síðar um daginn gaf einnig
út yfirlýsingu. Þar hafnaði hann því
að hafa lagt til að Helgi myndi aftur
koma í stjórn félagsins heldur hafi
hann farið fram á að mál hans yrði
tekið fyrir formlega. n
Anna Dóra
Jónsdóttir, frá-
farandi forseti
Ferðafélags
Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
6 Fréttir 28. september 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ