Fréttablaðið - 28.09.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.09.2022, Blaðsíða 36
Vocal Cords syngur um að það megi ekkert lengur á meðan kórsöngvararnir áreita aðra í auglýsingu þar sem vakin er athygli á alvar- legu málefni, kynferðislegri áreitni, með húmor. lovisa@frettabladid.is Rósa Hrund Kristjánsdóttir var listrænn stjórnandi og Snjólaug Lúðvíksdóttir texta- og hugmynda- smiður nýrrar auglýsingar VIRK þar kynferðisleg áreitni er tekin fyrir með húmorinn að vopni. Í auglýs- ingunni syngur kórinn Vocal Pro- jects „Það má ekkert lengur“ yfir ýmis atriði þar sem leikarar leika ólíkar tegundir kynferðislegrar áreitni. „Við höfum unnið með VIRK áður og þau komu til okkar í febrú- ar með þetta verkefni,“ segir Rósa Hrund og að beiðnin hafi komið í kjölfar nýrrar skýrslu sem sýndi að kynferðisleg áreitni er verulega algeng á vinnumarkaði á Íslandi. „Þeirra hlutverk er að grípa fólk sem dettur af vinnumarkaði og á sama tíma að koma í veg fyrir að það gerist. Vellíðan starfsfólks er þeim mjög mikilvæg. Þau langaði því að finna einhverja leið til að vekja athygli á málefninu og vekja fólk til umhugsunar,“ segir Rósa Hrund. Leist ekkert á hugmyndina fyrst Þær segja báðar að til að byrja með hafi tilhugsunin um að gera aug- lýsingar um þetta málefni verið smá ógnvænleg. Þetta sé f lókið og viðkvæmt málefni. „Við byrjuðum á nálgun sem var meira eins og fræðslumyndband,“ segir Snjó- laug og að þeim hafi ekki þótt það spennandi nálgun en eftir því sem þær hugsuðu málið betur hafi þær fundið leið sem gæti virkað og sú leið var að nota húmor. „Þó svo að þetta sé viðkvæmt málefni fannst okkur húmor alveg viðeigandi. Þetta er svart málefni en húmor er frábær leið til að ná til víðari hóps,“ segir Snjólaug. Rósa Hrund tekur undir það og telur að þetta hafi verið betri leið til að ná til f leiri. „Við erum að vona að með aug- lýsingunni sjái fólk hvað það er hallærislegt að segja þetta,“ segir Snjólaug. „Okkur langaði að skemma þessa setningu. Að áhrifin væru að þegar fólk segir þetta fái það aulahroll. Að það verði ekki töff lengur,“ segir Rósa Hrund. Snjólaug segir að þegar hug- my ndin haf i verið komin og samþykkt hafi þær fengið Reyni Lyngdal leikstjóra og Hannes Frið- björnsson framleiðanda með að borðinu. „Við lögðumst saman yfir text- ann og Reynir tók hugmyndina upp á næsta stig með útfærslunni,“ segir Snjólaug og þannig hafi hárréttur tónn verið sleginn í leikstjórn. Margir horfi enn í hina áttina Þær segja að við gerð auglýsingar- innar hafi þær lagst í mikla rann- sóknarvinnu. Það hafi margt gerst eftir #MeToo og margt hafi breyst til hins betra, en enn fái óviðeigandi hegðun að viðgangast og enn horfi allt of margir í hina áttina þegar þeir verða vitni að þessari hegðun. Við höfum öll heyrt þessa setningu, og jafnvel sagt hana í gríni, en það eru akk- úrat þessi viðbrögð sem eru svo hamlandi. Þessar litlu pillur sem gera lítið úr þeim sem eru að reyna að breyta samfélaginu. Rósa Hrund Kristjánsdóttir ser@frettabladid.is Þórarinn Hjálmarsson, f lotastjóri Icelandair, hefur stýrt sinni síðustu flugvél sem atvinnuflugmaður eftir nálega 45 ár í f lugbransanum – og varla er hægt að telja upp allar þær gerðir f lugfara sem hann hefur stjórnað á þeim tíma. „Þetta eru litlar rellur og upp í stærstu þotur,“ rifjar hann upp í samtali við Fréttablaðið og nefnir þar allt frá Skyhawk-vélum og Twin Otterum upp í Max-vélarnar sem hann hefur þjálfað f lugmenn Ice landair á, en þess á milli hafa komið við sögu DC-8 farþegaþotur og Boeing-vélar af misjafnlega breiðu tagi. Stórum hluta starfsævinnar hefur Þórarinn varið inni í f lughermi sem þjálfunarflugstjóri hjá Icelandair, „en flugtímarnir í háloftunum eru líklega orðnir rösklega 16 þúsund talsins,“ segir hann. Byrjaði 18 ára í bransanum Flugævintýri Tóta, eins og hann er gjarnan kallaður af vinum og starfsfélögum, byrjaði þegar hann var ráðinn 18 ára gamall til Arnarflugs sem áhafnabílstjóri og aðstoðarmaður við það sem til féll á vellinum. Hann vann á símanum, í farmiðabókunum og á frívöru- lagernum uns hann var svo ráðinn sem atvinnuflugmaður hjá Arnar- f lugi 21 árs gamall í innanlands- f lugið og síðar á Boeing 737-vélar félagsins. Eftir tæpan áratug lá leiðin svo til Flugleiða og Icelandair þar sem hann stýrði í fyrstu DC-8 og Boeing 727, en síðasta aldarfjórðunginn hefur hann svo verið þjálfunarflug- stjóri félagsins á seinni tíma far- þegaþotum Boeing, auk þess að gegna stöðu f lotastjóra félagsins fyrir Max-vélarnar þar sem hann hefur haft yfirumsjón með innleið- ingu þeirra og þjálfun á þær síðast- liðinn áratug. Flugeðlisfræðin lítið breyst En hver hefur verið stóra breytingin í f luginu á þessum tíma? „Það er nú svo skrýtið að f lug- eðlisfræðin hefur svo til ekkert breyst á öllum þessum áratugum sem liðnir eru frá því ég tók fyrst í stýrið,“ segir flugstjórinn sem talar. „En annarri tækni hefur f leygt fram, svo sem hvað siglingafræðina varðar. Í byrjun var stuðst við vita á jörðu niðri, en núna er allt inn- byggt í sjálfa vélina. Svo eru þær orðnar miklu eyðslugrannari en áður og munar þar afar miklu,“ segir Þórarinn og bendir jafnframt á þá gríðarlegu vinnu sem farið hafi í það á þessum tíma að auka flugöryggi á allan máta. Og ferlinum er lokið, allt hefur sinn tíma. „Já, blessaður vertu, þar gilda nú landslögin, hvorki meira né minna, ég er kominn á tíma,“ svarar hann sæll í bragði eftir far- sælan feril. n Tóti leggur flugstjórahúfuna á hilluna Bára Alexandersdóttir, eiginkona Þórarins, fagnar með karli sínum lokafluginu á dögunum. Þórarinn Hjálmarsson á fyrstu árum sínum hjá Icelandair. MYND/AÐSEND Skjáskot úr auglýsingunni. MYND/HVÍTA HÚSIÐ Vildu skemma setninguna „Okkur langaði að ná til gerenda, til þeirra sem líta undan og til þeirra sem gera lítið úr þessu. Við höfum öll heyrt þessa setningu, og jafnvel sagt hana í gríni, en það eru akkúrat þessi viðbrögð sem eru svo hamlandi. Þessar litlu pillur sem gera lítið úr þeim sem eru að reyna að breyta samfélaginu.“ Þær segja báðar að það hafi verið þeim mjög mikilvægt að fara rétta leið að þessu málefni og áður en auglýsingin var frumsýnd var hún borin undir fjölda manns, bæði hjá VIRK en líka utan þess, eins og hjá Stígamótum og Vinnueftirlitinu. Þær segja að það hafi verið vanda- samt verk að velja hvers konar of beldi yrði lögð áhersla á. Í aug- lýsingunni eru bæði konur og karl- menn gerendur og segja þær báðar að það hafi verið mikilvægt að sýna fram á það, vitandi þó að meirihluti gerenda samkvæmt rannsóknum séu karlmenn. „Við vildum frekar hafa bæði. Við erum ekki að ráðast bara á karl- menn heldur samfélagslegt viðhorf sem er ekki bundið við eitt kyn.“ n Snjólaug skrifaði auglýsinguna og Rósa Hrund sá um listræna stjórnun en Vocal Projects syngur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 24 Lífið 28. september 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 28. september 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.