Fréttablaðið - 28.09.2022, Page 15

Fréttablaðið - 28.09.2022, Page 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 28. september 2022 Silja var sannkölluð hlaupadrottning á árum áður. Hún er nýkomin frá Ítalíu þar sem hún tók þátt í hálfum járnkarli. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Smitaðist af vinkonum sínum Silja Úlfarsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum og afrekskona með meiru á árum áður, skráði nýjan kafla í íþróttasögu sína á dögunum þegar hún tók þátt í þríþrautar- keppni á Ítalíu, hálfum járnkarli, ásamt 150 öðrum Íslendingum. 2 Vindur er dansverk í vinnslu. MYND/PATRIK ONTKOVIC sandragudrun@frettabladid.is Á morgun verður sýning á dans- verkinu Vindi í Dansgarðinum Grensásvegi 14. Vindur er verk í vinnslu með dönsurum dans- hópsins FWD og gríska danshöf- undinum Athanasia Kanellopo- ulou. Verkið er afrakstur fjögurra vikna vinnustofu. Aðstandendur verksins segja að það veki upp spurningar um styrk og við- kvæmni kvenlíkamans, í heimi þar sem við sjáum og upplifum á allan hátt kúgun í garð kvenna. Þar er velt upp spurningunni: Hvernig notum við rödd okkar til að breyta heiminum? Einnig verður sýning á verðlaunastuttmyndinni Nadja – Hver er ég? eftir sama höfund og dansverkið. Í kjölfarið verða opnar umræður. Tækifæri fyrir unga dansara Forward with dance er danshópur fyrir dansara á aldrinum 18-30 ára, sem hafa góðan grunn í dansi, hafa lokið framhaldsbraut í listdansi og/ eða hafa áhuga á að þróa sig sem danslistamenn. Með Forward geta ungir dansarar haldið áfram að þróa tæknina. Þeir geta auk þess þróað kunnáttu sína í skapandi vinnu og þróað nýjar aðferðir með því að semja og dansa með ólíkum danshöfundum. Danshópurinn er rekinn af Dansgarðinum sem býður upp á fjölbreytta danskennslu og hefur það hlutverk að gera dans- kennslu og dansviðburði aðgengi- lega fyrir börn og ungt fólk. n Dansverk í vinnslu  ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.