Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2022, Qupperneq 10

Ægir - 01.06.2022, Qupperneq 10
10 „Við höfum verið að breyta útgerðar- mynstrinu hjá okkur, úrelda línuskip- in Sturlu, Tómas og Hrafn, en í stað- inn kom togbáturinn Sturla, sem áður hét Smáey (Vestmannaey). Þetta gerðum við meðal annars vegna þessa mikla niðurskurðar sem verið hefur í þorskinum undanfarin ár, rúmlega 20%. En við erum að byggja skip, sem á að koma eftir tvö ár, svo við vonum að þorskstofninn verið farinn að rétta úr kútnum þegar skipið kemur. Við getum leyft okkur að vonast eftir betri tímum. Strax á síðasta ári færð- um við kvóta milli ára til að reyna að mýkja samdráttinn í veiðinni eins og við getum. Þá höfum við lengt sumar- stoppin, þau voru lengri nú í ár en í fyrra og hitteðfyrra.“ Þetta segir Gunnar Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík um stöðuna nú um kvótaáramótin. Fyr- irtækið hefur staðið í miklum aðgerðum til hagræðingar á undanförnum árum. „Nú gerum við út einn línubát, Valdi- mar, togbátinn Sturlu og frystitogarana Hrafn Sveinbjarnarson og Tómas Þor- valdsson. Það er því orðin allmikil breyt- ing frá því sem var, þegar þrjú fyrirtæki, Þorbjörn, Fiskanes og Valdimar í Vogum  Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, segir að allir fiskmarkaðir séu góðir um þessar mundir. Úr sextán skipum í fjögur Sjávarútvegsfyrirtækið Þorbjörn í Grindavík hefur á undanförnum árum hagrætt verulega í starfseminni

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.