Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2022, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 08.10.2022, Qupperneq 2
Þetta eru hrein og klár meiðyrði og persónuníð. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Frískápur við Laugarneskirkju Séra Halldór í Holti segir for- mann Flokks fólksins veikan einstakling sem noti flokkinn í eigin þágu og fjölskyldu. Inga Sæland segist íhuga að höfða mál vegna ummælanna bth@frettabladid.is Stjórnmál Mikil átök hafa skap- ast eftir að Jón Hjaltason, sagn- fræðingur á Akureyri, birti skoð- anagrein í Fréttablaðinu í gær um Flokk fólksins. Jón skrifar að meint kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum í flokknum á Akureyri hafi ekki komið til tals fyrr en í byrjun september, löngu síðar en meint tilvik hafi átt sér stað. Hinn 14. ágúst síðastliðinn hafi Jakob Frímann Magnússon, þing- maður Flokks fólksins í Norðaustur- kjördæmi, stjórnað vel heppnaðri skemmtun f lokksins í Lystigarð- inum. Inga Sæland mætt norður og tekið lagið, allir verið glaðir. „Hún skrafar nokkra stund við undirritaðan og enn lengur við Hjörleif nokkurn Hallgríms,“ segir Jón og vísar þar til kosningastjórans sem Inga sem formaður f lokksins hefur vikið úr Flokki fólksins á grunni ásakana og ummæla hans um konurnar sem „svikakvendi“. „Enginn minnist á kynferðis- lega áreitni né heldur svæsið ein- elti,“ skrifar Jón, eitthvað hafi gerst þriðjudaginn 6. september. „Inga Sæland talar við mig í síma og úthúðar Brynjólfi Ingvarssyni [bæjarfulltrúa og oddvita f lokks- ins á Akureyri]. Fyrir honum vaki það eitt að sundra og grafa undan f lokknum, hann sé „andsetinn af Halldóri í Holti“ – hennar orð – en þeir tveir hafi bruggað henni laun- ráð um nokkurt skeið,“ skrifar Jón. Fréttablaðið ræddi við séra Hall- dór Gunnarsson í Holti vegna skrifa Jóns. Halldór segir að í bók sem sé að koma út eftir hann verði rakin átakasagan við Ingu. Spurður hvort kalt sé milli þeirra, svarar Halldór: „Ég lít á Ingu sem veika konu og ekki annað hægt er að vorkenna henni. Staða hennar er afskaplega gagnrýniverð. Hún notar flokkinn í eigin þágu og fjölskyldunnar.“ Inga segir þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Halldór níði af sér skóinn. Sú saga hafi byrjað eftir Klausturs- hneykslið þegar hún vék Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni úr flokknum.„Þú getur rétt ímyndað þér hvernig manni varð við þegar oddvitinn á Akureyri sendir neyðar- kall á Halldór í Holti,“ segir Inga. Hún telur ummæli Halldórs, að hún sé veik og misnoti aðstöðu sína, mjög alvarlega og segist áskilja sér fullan rétt til að bregðast við með höfðun meiðyrðamáls. „Það er hefnigirni sem skýrir þetta, hefnigirni, full af heilögum anda,“ segir Inga. Spurð hvort hún noti f lokkinn í eigin þágu og fjöl- skyldu, segir Inga það rakalausan þvætting og viðbjóð að halda slíku fram. „Við erum með 10-12 starfs- menn og ég kannast við tvo þeirra. n Inga íhugar meiðyrðamál vegna orða Halldórs í Holti Eldar loga í Flokki fólksins vegna ítrekaðra illinda Fréttablaðið/auðunn ljosid.is/ljosavinur Vildi að ég gæti átt venjulegan laugardags­ morgun með fjölskyldunni“ „ bth@frettabladid.is HúSavík „Já, menn eru að búa sig undir þennan hvell. Við höfum miklar áhyggjur af veðurspánni, hún er mjög slæm,“ segir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttar- félagsins Framsýnar á Húsavík. Á morgun verður kolvitlaust veður víða um land, verst á Norður- landi eystra samkvæmt spá Veður- stofunnar. Almannavarnir funda í dag. Um ræðir mjög hvassan vind með gríðarlegri úrkomu sem gæti fallið sem snjókoma. Veðurspá bendir til að hvass- ast verði á Tröllaskaga og austur á Vopnafjörð, stormur eða rok. Hin mikla úrkoma sem spáð er mun að líkindum skapa mestan usla á Akureyri, Sauðárkróki, Blönduósi og Húsavík, að sögn veðurfræðings. Almannavarnir hafa sent út boð til sauðfjáreigenda um að hýsa allt fé og að landsmenn um allt land haldi sig heima á sunnudag, enda geti verið stórhættulegt að vera á ferli. n Landsmenn skulu halda sig heima Spáð er vondu veðir um allt land og aftakaveðri víða á Norðurlandi. lovisa@frettabladid.is lÖGrEGlUm ál Aðeins einn af þremur sakborningum situr nú enn í varðhaldi hjá lögreglunni á Norð- urlandi eystra vegna manndráps á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hann er í varðhaldi til mánudags, ákveðið verður um helgina hvort farið verði fram á framlengingu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði vel og að einum hafi verið sleppt úr haldi í gær þar sem það þótti ekki spilla rannsóknarhagsmunum að sleppa honum. RÚV sagði að manneskjan sem sé nú laus sé eiginkona hins látna. Í tilkynningu lögreglunnar kemur jafnframt fram að heildarmynd málsins sé smám saman að skýrast en lögregla hefur tekið skýrslur af bæði vitnum og grunuðum. „Rannsókn af þessu tagi er umfangsmikil, f lókin og tímafrek. Hún heldur nú áfram með yfir- heyrslum og greiningu gagna. Enn eiga ýmsar réttarlæknisfræðilegar niðurstöður eftir að berast okkur.“ n Aðeins einn eftir í haldi á Ólafsfirði Einn maður situr enn í varðhaldi. Vegfarendur gægjast inn í nýuppsettan frískáp við Laugarneskirkju. Frískápar eru ætlaðir til deilingar með það að markmiði að minnka matarsóun með því að deila neysluhæfum mat á milli fólks. Öllum er frjálst að setja í og taka úr skápnum hvenær þeim sem þeim hentar en þó eru nokkrar reglur á borð við ekk- ert áfengi, engar opnar niðursuðudósir eða krukkur og að taka aðeins mat til eigin þarfa. Fréttablaðið/ernir 2 Fréttir 8. október 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.