Fréttablaðið - 08.10.2022, Side 4

Fréttablaðið - 08.10.2022, Side 4
Bíldudalur Neskaupstaður Flateyri Siglufjörður Ólafsfjörður Bolungarvík Ísafjörður 70 prósent hjúkrunar- fræðinga hafa íhugað að hætta störfum. Ástæðan er mikið álag í starfi og launakjör. 13.000 fólksbílar hafa selst í ár. Það er rúmlega þrjú þúsund bílum meira en á síðasta ári. 15 þúsund bókum frá bókasafni Myllubakka- skóla var fargað eftir að rakaskemmdir þar ollu myglu. 27.000 manns mættu á Mið- næturopnun í Smára- lind á miðvikudaginn og var mikil stemning í húsinu. 9,3 gráður á Cel- síus var meðal- hiti í Reykjavík í september. Það er 0,8 stigum yfir meðaltali. JEEP.IS • ISBAND.IS PLUG-IN HYBRID FÆRÐIN ER ALLTAF GÓÐ EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Leyfðu Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid að spreyta sig á krefjandi slóðum. Leiðin verður rafmögnuð. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 n Tölur vikunnar Dráttur hefur orðið á hættu- mati byggðarlaga vegna snjóflóðahættu. Siglfirð- ingar þurftu að rýma níu hús í fyrra. Byggja má á svæði sem gæti orðið hættusvæði. kristinnhaukur@frettabladid.is NÁTTÚRUVÁ Bæjarstjórn Fjalla- byggðar er ósátt við að endur- skoðað hættumat fyrir svæðið undir Stóra-Bola í suðurhluta Siglu- fjarðar skuli dragast. Íbúar þar hafi áhyggjur enda hafi þurft að rýma nokkur hús á síðasta ári. Forsagan er sú að eftir snjóflóðin á Flateyri í janúar árið 2020 ákvað Veðurstofan að endurmeta hættuna fyrir sex byggðarlög. Ástæðan er sú að á Flateyri f læddi yfir svokallaða leiðigarða sem áttu að beina f lóði ákveðna leið. Auk Flateyrar eru þetta Bíldudalur, Ísafjörður, Siglu- fjörður, Ólafsfjörður og Neskaup- staður þar sem eru leiðigarðar. Seinna var ákveðið að bæta þver- görðum í Bolungarvík og Neskaup- stað við. Í október árið 2021 fékk Fjalla- byggð þau svör að endurskoðað hættumat yrði ekki tilbúið fyrr en haustið 2022 sem bæjarráð lét bóka að væri óásættanlegt vegna hugs- anlegra framkvæmda á svæðinu. Ármann Viðar Sigurðsson, deildar- stjóri tæknideildar hjá Fjallabyggð, segir að bærinn hafi nýlega fengið „þunnt svar“ frá Ofanflóðasjóði um að Veðurstofan myndi ekki klára hættumatið á þessu ári. Ármann segir þennan drátt óásættanlegan. „Íbúarnir sem búa undir fjallinu hafa áhyggjur. Það hefur þurft að rýma nokkur hús þegar aðstæður urðu varhuga- verðar,“ segir hann. Þann 20. janúar árið 2021 var Íbúar á Siglufirði hafa áhyggjur af töfum á nýju snjóflóðahættumati Rýma þurfti níu hús á Siglufirði vegna snjóflóðahættu í janúar árið 2021. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. gripið til þess að rýma níu hús á Siglufirði í nokkra daga. Þá var mikil snjósöfnun, óhagstæð vind- átt og snjóflóð hafði fallið fyrr um daginn í Héðinsfirði, austan við Siglufjörð. „Mér finnst rétt að fá þetta endur- mat því við vitum ekki hvort það sé í lagi með okkar varnir eða hvort það þurfi að bæta þær,“ segir Ármann. Eftir að nýtt bráðabirgðaendurmat fyrir Flateyri leit dagsins ljós var hættusvæðið þar stækkað til muna. Enn sem komið er er svæðið undir Stóra-Bola ekki á hættusvæði og það má byggja á svæðinu. „Það er búið að úthluta lóðum þarna og engin tilskipun komin um að svæðið sé á neinu snjóflóðahættusvæði,“ segir Ármann. Það gæti hæglega breyst með endurskoðuninni. Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir það rétt að vinnan við endurskoðun hafi dregist en hún sé langt komin fyrir alla staðina. Unnið sé samhliða að hættumati fyrir alla staðina. Ástæðurnar fyrir drættinum séu tæknilegar. „Ein af ástæðunum fyrir því hvað þetta hefur tekið langan tíma er að yfirflæði varnargarðanna er að hluta til fyrirbæri sem ekki er vel skilið og ekki tekið tillit til í þeim forsendum sem lagðar eru til grund- vallar hönnunar garðanna,“ segir Tómas. Garðarnir séu hannaðir á löngu tímabili og þróun hafi orðið í líkana reikningi snjóf lóða sem lenda á fyrirstöðum. „Það var ákveðið að byggja þetta endurmat varnargarða á nýrri kynslóð líkana sem er betri en þau sem við höfum haft möguleika á að nota til þessa,“ segir Tómas. En elstu garðarnir eru frá árinu 1997. „Við vonumst til að þessu ljúki í vetur,“ segir hann. n Endurskoðun hættumats vegna snjóflóða n Þrjú í fréttum Valdimar Jóhannsson trésmiður smíðaði og gaf nýju Miðgarða- kirkjunni í Grímsey nýjan skírnarfont. Til stendur að vígja kirkjuna næsta vor en hún kemur í stað kirkjunnar sem brann fyrir rúmu ári. Valdimar, sem er 95 ára, fékk hugmyndina að skírnarfont- inum stuttu eftir að kirkjan brann og byrjaði á teikningum strax í september 2021. Alma Björk Hafsteins- dóttir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir spilakassa eina hörðustu og skaðlegustu leið sem hægt sé að fara í fjár- öflun. Hún segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir öllum fjáröfl- unarleiðum Rauða krossins í ljósi landssöfnunar sem fram fór í gær. Sigurður Örn Ragnarsson járnkarl var fyrstur Íslendinga til að vinna alþjóðlega keppni í járn- karli þegar hann kom fyrstur í mark af 1.611 þátttakendum í Barcelona. Sigurður kom í mark á átta klukkutímum, 42 mínútum og einni sekúndu, sex mínútum á undan næsta manni. Þetta var fyrsti járnkarl Sigurðar Arnar og einnig í fyrsta sinn sem hann hljóp heilt maraþon. En heilt maraþon er heilir fjörutíu og tveir kílómetrar. 4 Fréttir 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.