Fréttablaðið - 08.10.2022, Síða 6
Þessi hækkun nú
eykur verðbólguna á
næsta ári.
Breki Karlsson, formaður Neyt-
endasamtakanna.
Neytendasamtökin gagnrýna
harðlega verðtryggingar-
ákvæði á gjaldtöku ríkisins
í fjárlagafrumvarpi næsta
árs og segja þetta bitna illa á
neytendum, valda aukinni
verðbólgu og hækka verð-
tryggð lán heimilanna.
olafur@frettabladid.is
NEYTENDUR Neytendasamtökin
senda að öllu jöfnu ekki umsögn
um frumvörp til fjárlaga, en gera
undantekningu í þetta sinn til að
gera athugasemd við verðtryggingu
krónutölugjalda, nefskatta og auka-
tekna ríkissjóðs.
Í umsögn samtakanna er bent
á að í 2. málsgrein, blaðsíðu 116,
í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið
2023 segir: „Í fjárlagafrumvarpinu
er gert ráð fyrir að svokölluð krónu-
tölugjöld, nefskattar og aukatekjur
breytist í samræmi við áætlaða
vísitölu neysluverðs í árslok …
Breytingin nær til áfengis-, tóbaks-,
bensín-, olíu-, kolefnis-, bifreiða- og
kílómetragjalds ásamt gjaldi í Fram-
kvæmdasjóð aldraðra, útvarps-
gjaldi og gjöldum sem falla undir
lög um aukatekjur ríkissjóðs …“
Í umsögninni segir að áætlað sé
að þessi verðtrygging skili ríkissjóði
6,4 milljörðum og leiði til hækk-
unar verðbólgu um 0,2 prósentu-
stig. Í frumvarpinu sé þó ósagt látið
að verðbólgutenging þessi leiðir
til hækkunar verðtryggðra lána
heimilanna (sem nemi rúmum
1.000 milljörðum) um rúmlega 2
milljarða, eða um þriðjung ávinn-
ings ríkissjóðs. Kostnaður neyt-
enda sé því ekki einvörðungu þær
umframálögur sem verðtrygging
gjaldanna leggur á herðar þeim,
heldur einnig kostnaður vegna
hækkunar lána heimilanna sem
og annar kostnaður sem hlýst af
minnkandi verðgildi krónunnar.
Að því er Neytendasamtökin fá
best séð er þetta í fyrsta sinn á síð-
ari tímum sem fjárlagafrumvarpið
er verðtryggt, en undanfarin ár
hafa þessi gjöld hækkað í takti við
verðbólgumarkmið Seðlabankans.
„Vísitölutenging tekna ríkissjóðs
er verðbólguhvetjandi aðgerð sem
leiðir af sér kuðungsferil sífelldra
hækkana og viðheldur vítahring
verðbólgu. Ríkissjóður er þar með
orðinn forkólfur í vexti og viðhaldi
verðbólgunnar, þvert á það sem vera
skyldi.
Það skýtur skökku við að stjórn-
völd ausi olíu á verðbólgubálið.
Neytendasamtökin telja þvert á
móti að stjórnvöld ættu að leita
allra leiða til að draga úr verðbólgu
og lækka vöruverð á nauðsynja-
vöru svo sem matvælum. Þar liggur
beinast við að draga úr og afnema
tollvernd með öllu.“
Breki Karlsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, segir að miðað
við forsendur fjárlagafrumvarpsins,
sem miðar við að vísitala neyslu-
verðs hækki um 7,7 prósent á þessu
ári, sé um þrefalda hækkun þessara
gjalda að ræða samanborið við ef
áfram hefði verið miðað við verð-
bólgumarkmið Seðlabankans, sem
er 2,5 prósent.
„Ekki nóg með það,“ segir Breki,
„þessi hækkun nú eykur verðbólg-
una á næsta ári og veldur því enn
frekari hækkun þessara gjalda við
fjárlagagerð fyrir 2024 og framvegis
verði þessi nálgun til frambúðar.
Þetta er endalaust, eins og hundur
sem eltir skottið á sér.“
Aðspurður hvort Neytendasam-
tökin hyggist aðhafast meira í þessu
máli, segist Breki eiga von á því að
samtökunum verði boðið að koma
á fund fjárlaganefndar til að ræða
þetta. „Fjárlaganefnd hlýtur að
hafa áhuga á að heyra sjónarmið
neytenda í þessum efnum. Það er
með ólíkindum að ríkisstjórnin
skuli grípa til aðgerða sem bein-
línis valda verðbólgu á sama tíma
og Seðlabankinn hefur keyrt hér
upp vexti til að reyna að ná tökum
á verðbólgunni,“ segir Breki. n
Mótmæla verðtryggingu
álaga í fjárlagafrumvarpinu
Breki Karls-
son formaður
Neytendasam-
takanna segir
verðtryggingar-
ákvæði í fjár-
lagafrumvarp-
inu þrefalda
hækkun ýmissa
gjalda og hækka
höfuðstól lána
heimilanna.
Fréttablaðið/
anton brink
stofnhus.is
Kuggavogur 26
Opið hús 15. og 16. október
Glæsilegt fjölbýlishús með fallegri
náttúru allt um kring
Kl. 13:00-17:00
Nýtt
í sölu
lovisa@frettabladid.is
ÚTLENDINGAMÁL Fimm einstakl-
ingum hefur verið fylgt til Grikk-
lands frá 29. september á þessu ári
samkvæmt verkbeiðnum hjá stoð-
deild Ríkislögreglustjóra. Engin
börn voru í þeim hópi. Á sama tíma
hefur 17 einstaklingum verið fylgt
til annarra landa. Til stendur að vísa
35 einstaklingum til Grikklands á
næstu vikum en í þeim hópi er ein
fjölskylda, þar af tvö börn.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ríkislögreglustjóra hafa 35 fengið
endanlega niðurstöðu í sínu máli
hjá Útlendingastofnun og er stoð-
deildin því að undirbúa f lutning
þeirra til Grikklands, þar sem þau
hafa áður hlotið vernd. Samkvæmt
upplýsingum frá ríkislögreglustjóra
er unnið að því að upplýsa þessa 35
einstaklinga um að það eigi að fylgja
þeim úr landi en átta hafa ekki
fundist í búsetuúrræðum eða ann-
ars staðar og gætu mögulega verið
farin úr landi.
„Unnið er að f leiri fylgdum á
næstunni en heildartala um fyrir-
hugaðar fylgdir á næstu mánuðum
liggur ekki fyrir og er háð breyting-
um. Þá gefur stoðdeild einstakling-
um ávallt kost á því fyrst að yfirgefa
landið án lögreglufylgdar,“ segir
Gunnar Hörður Garðarsson sam-
skiptastjóri hjá Ríkislögreglustjóra.
Rauði krossinn, Kven réttinda fé-
lag Ís lands, Unicef á Ís landi, Barna-
heill, Mann réttinda skrif stofa Ís-
lands og Ör yrkja banda lagið, sendu
í vikunni frá sér á kall vegna brott-
vísunarinnar, þar sem þau kalla á
stjórn völd að virða mann réttindi
barna á f lótta og hætta við endur-
sendingar á þeim til Grikk lands.
Í á kallinu for dæma sam tökin
fyrir hugaðar endur sendingar og
kalla eftir því að þessu fólki verði
boðin vernd hér á landi.
„Við teljum að hags munir barna
séu ekki metnir á heild stæðan
hátt og að á kvarðanir um endur-
sendingar til Grikk lands skapi
börnum hættu sem ís lensk stjórn-
völd beri á byrgð á, eins og í trekað
hefur verið bent á. Hafa ber í huga
að ís lensk stjórn völd hafa hingað til
ekki sent börn frá Ís landi til Grikk-
lands,“ segir í á kallinu. n
Vísa tveimur börnum til Grikklands
Til stendur að
vísa 35 ein-
staklingum til
Grikklands á
næstu vikum.
Fréttablaðið/
valli
Unnið er að fleiri
fylgdum á næstunni.
Gunnar Hörður Garðarsson, sam-
skiptastjóri hjá
Ríkislögreglustjóra
arnar@frettabladidþis
BRETLAND Eurovision-keppnin
verður haldin í ensku borginni Liver-
pool á næsta ári. Úkraína bar sigur
úr býtum í vor með laginu Stefania
en ekki er unnt að halda keppnina í
landinu vegna innrásar Rússlands.
Fjöldi breskra borga lýsti yfir
áhuga á að fá að halda keppnina en
að endingu stóðu Liverpool og Glas-
gow eftir. Nú hefur verið staðfest
að söngvakeppnin fer fram í Bítla-
borginni.
Breska ríkisútvarpið mun skipu-
leggja keppnina með aðstoð frá
ríkisútvarpi Úkraínu og Samtökum
evrópskra sjónvarpsstöðva. Þetta er í
fyrsta sinn í 25 ár sem Bretland hýsir
keppnina. n
Eurovision verður í Liverpool
Liverpool þótti fýsilegust borga
sem buðu sig fram.
6 Fréttir 8. október 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið