Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2022, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 08.10.2022, Qupperneq 10
Fólk er að uppgötva þetta svæði. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum Álagðir fasteignaskatt- ar sveitarfélaganna hækkuðu um 50,2 prósent á hvern íbúa á árunum 2015-2021. Byggingarland fyrir íbúðir í nágrenni Voga dugar til að svara allri íbúafjölgun Íslands, að sögn bæjarstjóra. Íbúabyggð er skipulögð fyrir tugþúsundir landsmanna. bth@frettabladid.is VOGAR Sveitarfélagið Vogar er framkvæmdaglaðasta sveitarfélag landsins þessa dagana er kemur að nýbyggingum á íbúðarhúsnæði. Magn íbúða í smíðum í Vogum nemur um 22 prósentum af fjölda allra íbúða í sveit ar fé lag inu. Þar er þó ekki öll sagan sögð, því í burðar­ liðnum eru 800 íbúðir í 1.500 íbúða hverfi í svokallaðri Grænubyggð. Enn frekari áætlanir um ný og stór hverfi eru í bígerð. Gunnar Axel Axelsson, bæjar­ stjóri í Vogum, segir að skráðir íbú­ ar í sveitarfélaginu séu um 1.400. Gert sé ráð fyrir tvöföldun íbúa á næstu árum, jafnvel margföldun síðar. Ekkert annað en innviðaupp­ bygging standi í vegi fyrir að Vogar og nágrannasveitarfélög á Suður­ nesjum geti tekið við allri mann­ fjölgun Íslendinga næstu áratugi. „Til langrar framtíðar erum við að tala um að hér verði skipulögð íbúa­ byggð fyrir tugþúsundir íbúa. Hér er nægt landrými, mikil atvinnuupp­ bygging og stutt í allar áttir,“ segir Gunnar. Hann segir að landsvæði á Reykjanesi séu óplægður akur sem gæti svarað íbúðaþörf allra lands­ manna í framtíðinni. „Fólk er að uppgötva þetta svæði.“ Gríðarlegt byggingarland sé í nágrenni Voga og byggðir muni smátt og smátt þéttast í átt að höf uð borgarsvæðinu . Hafnar­ fjörður horfi til svipaðra landsvæða í uppbyggingu. Ein lykilástæða fjölgunar íbúa í Vogum er munur á fasteignaverði miðað við höfuðborgarsvæðið. Gunnar segir að í hans nágrenni þurfi fólk heldur ekki að greiða himin hátt verð fyrir lóðir líkt og þekkist á höfuðborgarsvæðinu. Kostur sé að sveitarfélagið sé mjög stutt frá öðru þéttbýli. Spurður hvort það sé þver­ sögn að mestur vöxtur Íslands sé í sveitarfélagi sem samkvæmt jarð­ vísindum gæti orðið fyrir áhrifum af Reykjaneseldum, segir Gunnar mikilvægt sé að gera reglulega nýtt áhættumat með tilliti til jarðvár. „Við þurfum að skoða fleiri hluti sem geta ógnað byggð í landinu. Hætta og varnir vegna mögulegra sjávarflóða er eitt sem þarf að setja á dagskrá með sama hætti og við höfum gert með góðum árangri á sviði ofanflóðavarna,“ segir Gunnar. „En nei, ég held að jarðeldar standi ekki í vegi fyrir uppbyggingu á Reykjanesi. Okkar sérfræðingar eru sammála um að það sé hægt að bregðast við eldgosum með til­ heyrandi vörnum ef hraunf læði ógnar byggð.“ n Áforma tugþúsunda byggð Í burðarliðnum eru 800 íbúðir í hverfinu Grænubyggð. MYND/AÐSEND bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Bjarni Már Magnús­ son, prófessor í lögum við Háskól­ ann á Bifröst, segir svör yfirlög­ fræðings Landhelgisgæslunnar staðfesta að mál séu í skralli hvað varði réttar heimildir Gæslunnar til að sinna löggæslustörfum. Bjarni hélt fram í Fréttablaðinu í gær að gloppa í lagatexta ylli því að Landhelgisgæslan hefði ekki haft vald til að beita lögregluvaldi í hundruðum mála á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Ákvæði í lögum um lögregluvald Landhelgisgæsl­ unnar vísi til efnahagslögsögu en ekki annarra hafsvæða sem skil­ greind séu sem starfssvæði Gæsl­ unnar í lögum um hana. Í svari yfirlögfræðings Land­ helgis gæslunnar segir að dómstólar hafi aldrei dregið í efa að Gæslan fari með lögregluvald innan þeirrar línu sem marki ytri mörk efnahags­ lögsögu Íslands, jafnt innsævis sem landhelgi. Efnahagslögsaga sé skil­ greind með öðrum hætti í lögum nr. 41/1979, það er sem svæðið utan landhelgi og út að ytri mörkum. „Í fjölmörgum öðrum lögum er heitið efnahagslögsaga hins vegar notað sem samheiti yfir innsævi, landhelgi og efnahagslögsögu og getur það vissulega valdið misskiln­ ingi,“ sagði í svörum Gæslunnar. Bjarni segir ekki skrýtið að dóm­ stólar hafi ekki dregið í efa þetta vald þar sem dómstólar hafi aldrei fjallað um atriðið. Dómstólar ættu að fjalla um málið af sjálfsdáðum. Þá segir Bjarni afhjúpandi að vísa til ósamræmis á orðalagi í lögum. Það sýni í raun að mál séu í skralli. „Að mínu mati er það risavaxið mál, því annars vegar eru réttindi ríkja mismunandi í hverju og einu lögsögubelti og hins vegar vegna þess að málefni hafsins skipta gríðarlega miklu fyrir íslenska hags­ muni.“ n Svörin sýni mál í skralli hjá Gæslunni gar@frettabladid.is ÞJÓNUSTA Áform Lyfju ehf. um að breyta fyrirkomulagi lyf ja­ afgreiðslu í Laugarási og ná samn­ ingi um að lyfjaafgreiðsla færist inn á heilsugæsluna og í hendur starfs­ fólks þar veldur heimamönnum áhyggjum. „Með þessu breytta fyrirkomu­ lagi er hætt við að þjónusta við notendur heilsugæslunnar verði skert, til dæmis hvað það varðar að fá lyfseðilsskyld lyf afgreidd í beinu framhaldi af læknisheim­ sókn,“ bókar sveitarstjórn Gríms­ nes­ og Grafningshrepps og hvetur til þess að lyfjaafgreiðsla verði með óbreyttu sniði í Laugarási. „Um mikilvæga þjónustu er að ræða fyrir íbúa alls svæðisins, sem sækja þjónustu heilsugæslu í Laugarási.“ n Óttast skerta lyfjaþjónustu í Laugarási Bæjarstjórnin hvetur til þess að lyfjaafgreiðsla verði með óbreyttu sniði. gar@frettabladid.is FJÁRMÁL „Útreikningur fasteigna­ mats er ógegnsær og uppfyllir ekki þá einföldu kröfu að skattgreið­ andinn skilji hvernig skatturinn er reiknaður út,“ segir í áskorun á ríki og sveitarfélög að hindra að gífur­ legar verðhækkanir á fasteignum skili sér í hækkun fasteignagjalda. Félag atvinnurekenda, Hús­ eigendafélagið og Landssamband eldri borgara segja í sameiginlegri áskorun að ríki og sveitarfélög þurfi að ná saman um leiðir til að breyta „óskiljanlegu og ósanngjörnu kerfi þar sem skattlagning fólks og fyrir­ tækja eltir sveif lur í eignaverði“. Fasteignamat hafi hækkað um 9,9 prósent milli ára og án aðgerða leiði sú hækkun til samsvarandi hækk­ unar fasteignaskatta og ­gjalda. „Álagðir fasteignaskattar sveitar­ félaganna hækkuðu um 50,2 pró­ sent á hvern íbúa á árunum 2015­ 2021. Það var rúmlega tvöföld hækkun neysluverðsvísitölu á sama tíma, sem nam 24 prósentum,“ er bent á. Eldri borgarar séu í sérstak­ lega viðkvæmri stöðu því þeir geti yfirleitt ekki sótt sér auknar tekjur til að mæta hærri skattbyrði. „Fasteignamatið er aðallega gjaldstofn fyrir ýmsar opinberar álögur en er að öðru leyti til lítils gagns. Mikla peninga og mannafla kostar að halda því úti, sem skýtur skökku við á meðan fjármálaráð­ herra boðar einföldun og fækkun stofnana í ríkisrekstrinum. Auðvelt væri að nota annan gjaldstofn, til dæmis brunabótamat, fermetra­ fjölda eða aðra viðmiðun sem fylgir ekki sveif lum í fasteignaverði og dregur þannig á eftir sér sjálfvirka röð hækkana,“ segir í áskorun fyrr­ nefndra aðila. „Hú seigendafélag ið, Lands­ samband eldri borgara og Félag atvinnurekenda skora á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála að beita sér fyrir viðræðum við sveitarfélögin og hagsmunaaðila um að breyta lögum um fasteignamat og tekjustofna sveitarfélaga og koma á gegnsærra og sanngjarnara kerfi.“ n Vilja fá sanngjarnari fasteignagjöld Skorað er á ráðherra sveitarstjórnamála og fjármálaráðherra að beita sér gegn hækkun fasteignagjalda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Georg Lárus- son, forstjóri Landhelgis- gæslunnar, telur skýrt að Gæslan hafi vald til valdbeitingar. Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. 595 1000 www.heimsferdir.is Alicante Flug aðra leið í október til 19.950 Flug aðra leið frá Flugsæti 10 Fréttir 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.