Fréttablaðið - 08.10.2022, Page 32
Guðbjörg Gissurardóttir er
frumkvöðull þegar kemur
að sjálfbærum lífsstíl en hún
og eiginmaður hennar hafa í
tólf ár gefið út tímaritið Í boði
náttúrunnar og standa fyrir
umhverfis- og heilsuveislu í
Hörpu um helgina.
Ég man í raun ekki nákvæm-
lega hvenær eða af hverju
ég fór að hugsa u m
umhverfismálin. Í upp-
hafi var ég fyrst og fremst
að hugsa um heilsuna. Þegar ég bjó
í New York um síðustu aldamót þá
vildi svo vel til að þegar ég kom úr
lestinni á Union Square beið mín
þrjá daga vikunnar frábær bænda-
markaður þar sem maður gat keypt
ferskt grænmeti og fleira, beint frá
býli,“ segir Guðbjörg, aðspurð hve-
nær hún hafi orðið fyrir vitundar-
vakningu varðandi umhverfis-
vænan lífsstíl.
Þetta voru aðallega lífrænir bænd-
ur og fór Guðbjörg þá að veita líf-
rænni framleiðslu mun meiri athygli.
„Samfara auknum áhuga mínum
á heilsu var ég líka með fyrsta barn-
ið í maganum og gerði því allt í mínu
valdi til að forðast mat sem innihélt
hin ýmsu eiturefni. Í dag er kjöt-
neysla mikið umhverfismál vegna
kolefnissporsins sem það skilur eftir
sig og lífræn ræktun á allra vörum.“
Fyrir tæpum tveimur áratugum
gaf Guðbjörg út matreiðslubókina
Hristist fyrir notkun, skapandi
matargerð með það sem til er í eld-
húsinu.
„Í dag sé ég að hún snýst í raun um
að minnka matarsóun. En þá var
enginn að pæla í slíku,“ segir hún og
hlær. „Þetta hefur því komið svolítið
náttúrulega hjá mér.“
Í nábýli við náttúruna
Guðbjörg er gift Jóni Árnasyni og
eiga þau fjögur börn og segir Guð-
björg í léttum tón það ekki alltaf
vinsælt að vera „lífræn mamma,“
eins og dóttir hennar hafi stundum
kallað hana.
„Það var þegar henni of bauð öll
þessi hollusta sem ég var að reyna
að fá hana til að borða, eða laukinn
sem ég rak upp að nefinu á henni
þegar hún fékk kvef. Það getur verið
erfitt að fá aðra á heimilinu á sama
bát og maður sjálfur en maður finn-
ur þá bara aðrar leiðir. Til dæmis að
mauka grænmeti og fela það í mat
krakkanna og svo skellti ég bara
lauknum á koddann þegar þau voru
sofnuð.“
Fjölskyldan hefur lengst af búið í
mikilli nálægð við náttúruna.
„Krakkarnir fóru öll í Waldorf-
skólann í Lækjarbotnum sem er
alger náttúruparadís og svo keyri
ég í vinnuna upp í Heiðmörk þar
sem ég hef verið með skrifstofu fyrir
útgáfuna frá upphafi,“ segir Guð-
björg, en henni fannst staðsetningin
viðeigandi.
Breytt útgáfuumhverfi
Fyrsta tölublað Í boði náttúrunnar
kom út fyrir tólf árum síðan en Guð-
björg segist aldrei hafa talið tölu-
blöðin enda sé hún í „slow“-útgáfu
og aðeins þrjú til fjögur tímarit
komi út ár hvert.
Aðspurð hvað hafi helst breyst frá
því hún byrjaði að reyna að vekja
athygli á heilbrigðum og umhverfis-
vænum lífsstíl fyrir rúmum áratug
segir hún það helst vera að mikil vit-
undarvakning hafi orðið í þessum
málum.
„Sem er frábært. En útsölustöðum
fyrir tímarit hefur farið fækkandi.
Þau fá ekki sama pláss við kassann
og áður svo við leggjum í dag meiri
áherslu á áskriftarsölu heldur en
smásölu. Einnig er unga fólkið meira
á netinu og er vefurinn okkar ibn.is
einnig mjög vinsæll. En þau blöð í
heiminum sem eru í vexti eru blöð
sem eru meira í ætt við bók en tíma-
rit um sérhæft efni. Ég fór til dæmis
á erlendan markað með matar-
blaðið Fæða | Food sem gekk mjög
vel. Fyrir Covid var það komið í 120
Lífræna mamman
ekki alltaf vinsæl
Grænu skref heimilinna
Hvað hakið þið í mörg box?
n Við heimilisfólkið höfum sett okkur það mark-
mið að gera heimilið okkar umhverfisvænna
og nýta grænu skrefin sem leiðarvísi í þeirri
vegferð.
n Við erum farin að skipta út og nota meira af
LED-perum á heimilinu því þær spara orku, lifa
lengur og innihalda ekki nein skaðleg efni.
n Við slökkvum ljósin í þeim herbergjum sem
við erum ekki að nota og þegar við förum að
sofa nema einhver sé myrkfælinn.
n Við erum með þrjár vel merktar flokkunar-
tunnur inni á heimilinu og höfum farið vel
yfir hvert allt á að fara. Plast, pappír/pappi og
skilagjaldsumbúðir.
n Við notum niðurbrjótanlega poka (til dæmis
maíspoka) í tunnur fyrir lífrænan og almennan
úrgang.
n Við skilum prenthylkjum, smáraftækjum, raf-
hlöðum, málningarafgöngum og ljósaperum
til endurvinnslu.
n Við höfum skoðað plastnotkunina okkar.
(Hægt að mæla gróflega á repurpose.global/)
og sett fram hugmyndir um hvernig við getum
minnkað plastið. Allt frá tannburstanum til
minni gosdrykkjaneyslu.
n Við höfum sett niður hugmyndir um hvernig
við getum dregið úr matarsóun en meðalfjöl-
skyldan hendir 30% af matnum sem kemur inn
á heimilið. Til dæmis með því að gera matseðil
fyrir vikuna, nota afganga í nesti daginn eftir
og svo framvegis.
n Við notum eingöngu margnota borðbúnað,
svo sem diska, glös, rör, hnífapör, bolla, ílát og
svo framvegis.
n Við höfum 80% af hreinlætisvörum og sápum
heimilisins lífrænar og/eða umhverfisvott-
aðar. Þvottaefni, gólfsápa, handsápa, upp-
þvottalög og fleira.
n Við notum fjölnota poka við öll innkaup.
n Við héldum fræðslukvöld þar sem við horfð-
um á heimildarmynd eða skoðuðum ýmislegt
á netinu sem tengist umhverfismálum.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
verslanir í Bandaríkjunum og Bret-
landi. En það fór allt á ís í Covid.“
Fyrir þá sem fíla Ísland
Guðbjörg segir útgáfuna strax í upp-
hafi hafa fengið mikinn meðbyr,
bæði hvað varðar áskrifendur og
auglýsendur.
„Bæði vegna þess að við vorum
að fjalla um ræktun og sjálf bærni
rétt eftir hrun og allir heima að
rækta garðinn sinn og eyddu meira í
heilsuna. Allt íslenskt var kúl. Fyrsta
slagorðið okkar var meira að segja
„Fyrir þá sem fíla Ísland,” segir Guð-
björg og hlær.
Hún segir mikilvægt að efni
blaðsins sé tímalaust.
„Fólk grípur blað úr bunkanum
sínum og það er ekki útrunnið,
ef svo má segja. Það er vandað,
prentað á bókapappír og mikið lagt
í hönnunina og myndefnið. Enda
eru áskrifendur tryggir og sá hópur
vex hægt en örugglega. Það sama má
segja um auglýsendur.“
Nú um helgina stendur Guðbjörg
fyrir umhverfis- og heilsuveislunni
Lifum betur í Hörpu.
„Ég man eftir að hafa farið um tíu
ára á Heimilissýninguna í Laugar-
dalshöll og sú minning er enn mjög
lifandi í mínum huga,“ segir Guð-
björg, sem á heimleiðinni spurði
móður sína hvenær næsta sýning
yrði.
„Eftir eitt ár, svaraði hún. Það var
eins og heimurinn hryndi … ég gat
ekki beðið svona lengi!“ segir hún
með áherslu.
„Í lífi tíu ára krakka er eitt ár auð-
vitað eins og heil eilífð,“ rifjar Guð-
björg upp og hlær að skemmtilegri
minningunni.
Kolefnis- og rusllaus viðburður
„En það var á tíu ára afmælisári
tímaritsins að ég ákvað að slá til
og skapa viðburð þar sem fólk gæti
stigið inn í grænan og heilbrigðan
heim yfir heila helgi, nært anda og
líkama og komið út aðeins grænna
en það fór inn.“
Guðbjörgu, sem hafði upplifað
slíka viðburði í New York, langaði
að geta gert það hér heima líka.
„Svo er bara að vona að Íslend-
ingar séu tilbúnir fyrir slíka veislu.
Hlaðborðið samanstendur af 20
fyrir lestrum, 50 sýnendum og
örnámskeiðum sem allt miðar að
því að gera okkur, heimilin og heim-
inn heilbrigðari. Vissir þú til dæmis
að það er til græn hárgreiðslustofa,
plastlaus verslun, þaradrykkur,
þarmatest, íslensk umhverfisvæn
dekk og íslensk veski úr leður-
jökkum?“ spyr hún og blaðamaður
verður að viðurkenna að hún hafi
ekki heyrt af þessu öllu en þetta eru
allt aðilar sem koma að sýningunni.
Viðburðurinn í Hörpu er bæði
auglýstur sem kolefnisjafnaður og
rusllaus.
„Ég hef núna í sex ár gróðursett
tré fyrir hvern áskrifenda einu sinni
á ári hér í Heiðmörk. Þarna byrjaði
maður að hugsa um kolefnisjöfnun
þó að hún sé ekki gerð á mjög vís-
indalegan hátt.“
Þegar hún heyrði hvað svona sýn-
ingar skilja marga gáma af rusli eftir
sig fannst henni ekki hægt annað en
að taka stefnu á rusllausan viðburð.
„Allir sýnendur eru meðvitaðir
um að það má ekki bjóða upp á neitt
sem ekki er hægt að endurvinna eða
jarðgera. Það verða sem sagt engar
tunnur með almennu rusli. Þetta
þýðir að gestir verða einnig að hugsa
sig um þegar þeir henda hlutum og
hvet ég alla til að koma með marg-
nota poka með sér. Svo munum við
einnig kolefnisjafna að viðburði
loknum. Enda er það framtíðin. Við
verðum að stefna á kolefnishlut-
laust líf ekki seinna en 2050. Annars
erum við í vondum málum.“
Hægt er að kaupa miða á veisluna
í Hörpu eða á Tix.is. n
Guðbjörg gróðursetur árlega eitt tré fyrir hvern áskrifanda Í boði náttúrunnar. MYND/AÐSEND
Guðbjörgu líður best í nálægð við náttúruna.
32 Helgin 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ