Fréttablaðið - 08.10.2022, Side 33

Fréttablaðið - 08.10.2022, Side 33
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 8. október 2022 Eftir mikla sjálfsskoðun og sálfræðitíma komst Halldóra Sif að því að hún væri með ADHD. Hún segir það hafa verið ótrúlega góða tilfinningu að fá greining- una því þá öðlaðist hún betri skilning á sjálfri sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sköpunin reyndist rétta hillan Halldóra Sif Guðlaugsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína undir merkinu Sif Benedicta. Hún fékk umfjöllun í danska Elle og Vogue sem er heiður og viðurkenning. 2 Hulda Bjarnadóttir er forseti Golf- sambands Íslands. MYND/GSÍ gummih@frettabladid.is Golfsamband Íslands hefur hafið leitina að sjálfboðaliða ársins nú þegar golfvertíðinni er að ljúka. Í stefnu Golfsambandsins er lögð áhersla á að vakta og skrá sjálfboðavinnu og er valið á sjálfboðaliða ársins hluti af því að undirstrika hve mikil- vægt sjálfboðaliðastarfið er fyrir hreyfinguna. „Þið þekkið örugglega öll ein- hvern sem helgar líf sitt þessari frábæru íþrótt og er alltaf mættur á vaktina á vellinum, í klúbb- húsinu eða í kringum keppnir og æfingaferðir. Í eigin frítíma. Nú er tækifærið að tilnefna viðkomandi eða hnippa í klúbb viðkomandi og minna á þessa framúrskarandi sjálfboðaliða,“ skrifar Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands, á Facebook-síðu sína en Hulda tók við forsetaembættinu í nóvember á síðasta ári af Hauki Erni Bragasyni. Árný fyrir valinu í fyrra Í fyrra varð Árný Lilja Árnadóttir úr Golfklúbbi Skagafjarðar fyrir valinu sem sjálfboðaliði ársins en Golfsamband Íslands hefur staðið fyrir valinu frá árinu 2014. Golf- sambandið óskar eftir tilnefn- ingum á sjálfboðaliða ársins og eru golfklúbbar út um allt land hvattir til að senda tilnefningar á net- fangið soley@golf.is. Skilafrestur er til 20. október. n Leita sjálfboðaliða ársins í golfinu QUICK CALM Vellíðan - skerpa Fæst í Fjarðarkaup, www.celsus.is FLJÓTVIRKT FRÁBÆR MEÐMÆLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.