Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2022, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 08.10.2022, Qupperneq 39
hagvangur.is Leitum að góðu fólki Við hjá Sjálfsbjargarheimilinu erum að leita að góðu fólki til að vinna með okkur. Sjálfsbjargarheimilið er endurhæfingarúrræði sem veitir þverfaglega einstaklingsmiðaða endurhæfingu fyrir hreyfihamlaða einstaklinga sem glíma við heila- og taugaskaða. Við sinnum endurhæfingu í dag- og sólarhringsþjónustu. Við erum svo lánsöm að hjá okkur er starfsaldur langur. Núna eru tímamót og starfsmenn að fara á eftirlaun. Við erum einnig að bæta við í okkar góða hóp starfsmanna. Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur fagfólks m.a. félagsráðgjafi, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfari, talmeinafræðingur auk fjölda annarra. Lögð er áhersla á að starfsfólki líði vel í vinnunni og að aðbúnaður sé góður. Við leggjum einnig áherslu á að starfsumhverfið sé fjölskylduvænt. Innleidd hefur verið full vinnutímastytting. Gildin okkar eru virðing, gæði og samvinna. Forstöðumaður eldhúss Áhersla er lögð á hollan og fjölbreyttan mat sem er eldaður frá grunni í samræmi við áherslur í endurhæfingu og almenn lýðheilsusjónarmið. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri. Starfssvið • Umsjón með daglegum rekstri eldhúss, þ.m.t. matreiðsla, innkaup og birgðahald • Ábyrgð og umsjón með mannahaldi • Gerð vaktaskipulags og mat á mönnum • Þverfagleg samvinna við aðrar einingar Menntunar- og hæfniskröfur • Sveinspróf í matreiðslu • Frumkvæði og faglegur metnaður til að elda hollan mat frá grunni • Reynsla af sambærilegu starfi • Færni í mannlegum samskiptum, snyrtimennska og jákvætt viðmót • Reynsla af ráðningum og mannahaldi • Mjög góð færni í íslensku Staðan er 100% dagvinnustarf. Sjúkraþjálfari Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt þar sem áhersla er lögð á góða teymisvinnu. Sjúkraþjálfari sinnir almennri sjúkraþjálfun á öllum stigum endurhæfingar. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar. Starfssvið • Metur og og skipuleggur íhlutun í samráði við þjónustuþega og aðra starfsmenn • Skráir og metur árangur sjúkraþjálfunar • Úthlutar verkefnum og ber faglega ábyrgð á framkvæmd þeirra • Veitir upplýsingar og ráðgjöf til þjónustuþega og aðstandenda Menntunar- og hæfniskröfur • Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari • Góð íslenskukunnátta • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni • Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu er kostur Staðan er 100% dagvinnustarf. Hjúkrunarfræðingur Leitað er að hjúkrunarfræðingi með reynslu og /eða áhuga á endurhæfingu. Áhersla er á þverfaglega teymisvinnu. Næsti yfirmaður er forstöðumaður hjúkrunar. Starfssvið • Meta þörf, skipuleggja og veita heildræna hjúkrunarmeðferð eftir þörfum hvers og eins • Styðja þjónustuþega í endurhæfingu • Skipuleggja og veita fræðslu til þjónustuþega og aðstandenda • Virk þátttaka í teymis- og umbótastarfi með öðrum heilbrigðisstéttum • Að stuðla að og þróa aðferðir til að bæta þjónustuna Menntunar- og hæfniskröfur • Íslenskt hjúkrunarleyfi • Reynsla af endurhæfingarhjúkrun er kostur • Fagleg vinnubrögð og frumkvæði í starfi • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni • Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð Staðan er 100% dagvinnustarf með möguleika á bakvöktum. Sérfræðingur á skrifstofu Leitað er að starfsmanni til að sinna bókhaldi og öðrum verkefnum á skrifstofu. Mikilvægt er að viðkomandi sé sveigjanlegur, drífandi og tilbúinn að koma að ólíkum verkefnum. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri. Starfssvið • Færsla bókhalds og afstemmingar • Útgáfa reikninga og innheimta • Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila • Almenn skrifstofustörf • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Reynsla af bókhaldi er skilyrði • Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi • Góðir samskiptahæfileikar, jákvæðni og frumkvæði • Góð þekking á DK bókhaldskerfi • Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð Staðan er 100% dagvinnustarf. Umsóknarfrestur er til og með 20. október nk. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Laun eru ákvörðuð samkvæmt kjarasamningum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og viðeigandi stéttarfélags.  Upplýsingar um störfin veita Jóhannes Þorkelsson, johannes@hagvangur.is, og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is. Sótt er um störfin á hagvangur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.