Fréttablaðið - 08.10.2022, Page 62

Fréttablaðið - 08.10.2022, Page 62
Við værum ekki búin að vera svona lengi hérna ef okkur liði ekki vel. Það eru bæði kostir og gallar við að búa hér. Það er ekkert hér sem ýtir okkur í burtu. Guðmundur Hilmarsson gummih @frettabladid.is Jónas Grani Garðarsson er sjúkraþjálfari og hefur starfað á Aspetar-sjúkrahús- inu í Doha í Katar frá árinu 2016. Aspetar er sérhæft bæklunar- og íþróttasjúkra- hús og þangað leita margir þekktir íþróttamenn til að fá bót meina sinna. „Þetta er búinn að vera áhugaverð- ur tími. Ég held að það sé óhætt að segja það,“ segir Jónas Grani. „Þetta hefur verið lærdómsríkur tími bæði hvað vinnuna varðar og samfélags- lega séð,“ bætir Jónas við. Hvað varð til þess að þú ákvaðst yfirgefa Ísland og halda alla leið til Katar? „Einar Einarsson, sem starfaði með mér á Íslandi, var aðalástæða þess að ég kom hingað en hann hefur starfað hjá Aspetar frá árinu 2014. Mig langaði að starfa erlendis en þó ekki í Skandinavíu. Það var einhver ævintýraþrá í mér og ég stökk á þetta. Ég ætlaði að prófa í eitt til tvö ár í mesta lagi en nú er ég búinn að vera hér í sex og hálft ár,“ segir Jónas Grani, sem er Hús- víkingur og gerði garðinn frægan á árum áður sem knattspyrnumaður. Hann hóf feril sinn með Völsungi á Húsavík og lék einnig með FH, Fram, Fjölni og HK en lagði skóna á hilluna eftir tímabilið með HK 2010. Hann lék alls 113 leiki í efstu deild og skoraði í þeim 45 mörk. Jónas varð markakóngur efstu deildar árið 2007 en hann skoraði þá 13 mörk fyrir Framara. Ekkert sem ýtir okkur í burtu Spurður hvort hann sé farinn að huga að heimför segir Jónas: „Ég hef sagt undanfarin tvö til þrjú ár að fyrst maður er búinn að vera hér svona lengi þá ætli ég að vera fram yfir HM. Og nú eru ekki nema sex vikur í að heimsmeistarakeppnin hefjist. Ég segi alltaf það sama. Það kemur bara í ljós. Ég hef ekki sett upp neinn tímaramma. Ég gerði það í byrjun en það fór á annan veg,“ segir Jónas sem býr í höfuð- borginni Doha ásamt sambýlis- konu sinni Vanessu Martinetti og sonum þeirra Birni Elí, þriggja ára, og Arnóri Elí, sem er níu mánaða gamall. „Við værum ekki búin að vera svona lengi hérna ef okkur liði ekki vel. Það eru bæði kostir og gallar við að búa hér. Það er ekkert hér sem ýtir okkur í burtu. Það er að mörgu leyti fínt að vera með fjölskyldu í Katar. Hér er barnvænt, það er lítið um glæpi og mikið öryggi,“ segir Jónas Grani en Vanessa er heima- Einhver ævintýraþrá í mér Jónas Grani og Vanessa Martinetti ásamt Birni Elí, syni þeirra, í sandinum í Doha í Katar. MYNDIR/AÐSENDAR vinnandi og sinnir strákunum á meðan Jónas er í vinnunni. Vinnutími Jónasar er frá átta til fjögur á daginn en sjúklingar hans á Aspetar er íþróttafólk úr hinum ýmsu íþróttagreinum. „Skráðir íþróttamenn geta komið í íþróttadeildina þar sem við Einar störfum. Þessir íþróttamenn sem koma til okkar í meðhöndlun eru skráðir í eitthvert samband, hvort sem þeir eru fótboltamenn, blakmenn eða stunda hokkí. Svo er annar partur á spítalanum sem tekur á móti almenningi,“ segir Jónas. Heimsþekkt íþróttafólk hefur nýtt sér aðstöðuna hjá Jónasi Grana og félögum og þá er mest tekið eftir fótboltamönnunum að sögn Jónasar. Þegar fiskað er eftir einhverjum nöfnum segir Jónas: „Ég get nefnt leikmann sem er mikið í sviðljósinu núna en það er Norðmaðurinn Erling Braaut Haa- land sem spilar með Man chester City. Hann kom hingað fyrir tveimur árum í miðju Covid. Það mátti enginn koma á þessum tíma en það þurfti bara eitt símtal fyrir hann. Það var eitthvert vesen með Bræðurnir Björn Elí og Arnór Elí í búningi lands- liðs Katar, gest- gjafa HM sem hefst í næsta mánuði. mjaðmirnar á honum sem leiddi til þess að hann gat ekki spilað nema í kringum 20 leiki á tímabili með Dortmund. Ég fékk að vísu ekkert að sinna honum en ég hef meðhöndlað meðal annars franska landsliðsmanninn Samuel Umtidi, sem er hjá Barcelona.“ Með miða á fjóra leiki á HM Flautað verður til leiks á HM í Katar þann 20. nóvember. Spurður hvernig stemningin sé í Katar fyrir keppninni og hvort hann ætli að fara á einhverja leiki segir Jónas: „Það er búið að vera að tala um HM síðan ég kom hingað og Doha hefur gjörbreyst. Hún hefur stækkað mjög mikið og samgöng- urnar orðnar mjög góðar. Núna snýst allt um HM og ekkert annað mun gerast fyrr en eftir HM. Ég er kominn með miða á fjóra leiki, Danmörk-Frakkland, England- Wales og tvo leiki í 16-liða úrslit- unum,“ segir Jónas, sem hefur ekki mikla trú á liði Katar. „Ég er hræddur um að Katar endi með ekkert stig og nái jafnvel ekki að skora. Katararnir hafa verið í vandræðum enda hafa þeir ekki spilað keppnisleik í hálft ár. Þeir hafa bara verið í æfingabúðum í nokkra mánuði og hafa bara spilað æfingaleiki,“ segir Jónas, nýkominn heim úr vinnunni og kominn út í garð að spóka sig í 35–37 stiga hita en hitastigið verður nær 30 stigum þegar HM fer af stað. „Við vorum heima á Íslandi í fimm vikur í sumar og það er alltaf gott að anda að sér hreinu og tæru lofti heima á Fróni.“ n 6 kynningarblað A L LT 8. október 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.