Fréttablaðið - 08.10.2022, Side 86

Fréttablaðið - 08.10.2022, Side 86
Marcin Zawada er stjórnandi alþjóðlegu leiklistarhátíðar- innar í Kielce, sem er lítil borg í Póllandi með stóra menn- ingarlega drauma. tsh@frettabladid.is Um þessar mundir fer fram alþjóð- leg leiklistarhátíð, Kielce Interna- tional Theatre Festival, í borginni Kielce í Suðaustur-Póllandi. Þrátt fyrir að Kielce sé aðeins 18. stærsta borg Póllands er borgin á meðal framsæknustu borga landsins á listrænum vettvangi. Hátíðin er haldin í samstarfi við Stefan Żeromski-leikhúsið sem hóf nýlega nokkurra ára listrænt sam- starf við Þjóðleikhúsið. Hún stend- ur yfir í þrjár vikur og var blaða- maður Fréttablaðsins viðstaddur fyrstu dagana. „Við köllum þetta fjórðu útgáfu hátíðarinnar, ég er ekki góður í reikningi, en í raun er þetta sjötta árið,“ segir Marcin Zawada, list- rænn stjórnandi hátíðarinnar. „Vegna Covid þurftum við að aflýsa hátíðinni með aðeins viku fyrir- vara og fyrsta árið héldum við eins konar útgáfu núll í miklu smærri mynd.“ Fjölmörg leikhús víða um Pól- land taka þátt í hátíðinni í ár, þar á meðal Dramatyczny-leikhúsið í Varsjá, Wybrzeże-leikúsið í Gdańsk, Tadeusz Łomnicki Nowy-leikhúsið í Poznań, Wilam Horzyca-leikhúsið í Toruń og Szkéné-leikhúsið í Búda- pest. Heima frá ólíkum sjónarhornum Þema Kielce International Theatre Festival í ár er heima, séð frá ólíkum sjónarhornum, en Marcin segir það vera algengt umfjöllunarefni bæði yngstu og elstu kynslóðar pólskra leikstjóra um þessar mundir. „Heima sem hús og sem staður minninga, þetta er sameiginlegt umfjöllunarefni sýninganna,“ segir hann. Marcin nefnir sem dæmi sýn- ingarnar Remnants frá Wybrzeże- leikhúsinu í Gdańsk, sem byggir á skáldsögunum Stramer eftir Mikołaj Łoziński og The Emigrants eftir W.G. Sebald, og sýninguna Alte Hejm frá Tadeusz Łomnicki Nowy- leikhúsinu í Poznań, en báðar þessar sýningar fjalla um arf leifð og sögu Gyðinga í Póllandi. Þemað birtist einnig í ljósmynda- sýningunni Go Home Polish eftir pólska ljósmyndarann Michal Iwanowski, sem fjallað var um í Fréttablaðinu fyrr í þessari viku. „Sýningin er einn af gimsteinum hátíðarinnar,“ segir Marcin. Sameiginlegur grundvöllur Að sögn Marcin er þó ekki auðvelt að finna eitt þema sem sameinar svo víðtæka hátíð. „Ég myndi segja að það þurfi að finna einhvern sameiginlegan grundvöll fyrir sýningarnar en það er mjög erfitt að byrja á því að velja þema og leita síðan uppi sýningar sem passa inn í það. Til dæmis gæti maður ákveðið að þemað væri Guð og þú gætir kannski fundið þrjár góðar sýningar sem passa algjörlega inn í það þema en svo veistu ekki hvað verður frumsýnt í hinum leik- húsunum.“ Marcin nefnir einnig sérstaklega sýninguna Odyssey. A story for Hollywood, frá Nowy-leikhúsinu í Varsjá eftir leikstjórann Krzysztof Warlikowski. „Hann er stjarna og einn af þremur stærstu leikstjórun- um í Póllandi í dag,“ segir Marcin. Sýningin, sem blandar Ódys- seifskviðu Hómers saman við tvær skáldsögur pólska rithöfundarins Hanna Krall, hefur vakið athygli víða um Evrópu og meðal annars verið sýnd í Frakklandi, Þýskalandi og Grikklandi. Vilja verða menningarborg Eins og áður sagði er Kielce einkar framsýn borg þrátt fyrir að íbúar hennar séu aðeins um 192.000. Borgin er þegar byrjuð að undirbúa umsókn sína um að verða menn- ingarborg Evrópu 2029 en þar mun hún keppa um titilinn við pólskar borgir á borð við Białystok, Lublin, Katowice og Sosnowiec, Słubice, Szczecin og Frankfurt (Oder) í Þýskalandi. Alþjóðlega leiklistar- hátíðin í Kielce er mikilvægur liður í þeirri vegferð en Marcin er partur af teyminu sem undirbýr umsókn- ina. „Ég held að það skipti ekki mestu máli að vinna, enda er samkeppnin mikil. Við erum að keppa við stórar og ríkar borgir. Mestu máli skiptir að fólk átti sig á því að við getum unnið að einhverju í sameiningu. Kannski sérstaklega fyrir fólk sem vinnur hjá ólíkum menningar- stofnunum. Við höfum á vissan hátt verið eins og aðskildar eyjar hérna,“ segir hann. Leikhús fyrir alla Marcin er enginn nýgræðingur í því að skipuleggja leiklistarhátíðir en hann stýrði áður leiklistarhátíð- unum Hajdpark í Varsjá og Demo- ludy hátíðinni í Olsztyn. Hann segir Kielce vera frábæran stað til að vinna á og segir það að miklu leyti vera að þakka starfi Michał Kotański, leikhússtjóra Stefan Żeromski-leikhússins sem hefur gjörbreytt listrænni sýn leikhússins á undanförnum árum. „Ég virkilega elska þennan stað af því hér á ég bæði kollega og vini. Það kom mér líka skemmtilega á óvart að nýja leikhúsið, nútíma- leikhúsið, er einnig vinsælt meðal áhorfenda hér þrátt fyrir að þeir hafi verið vanir gamanleikjum og försum í gamaldags stíl, jafnvel 19. aldar stíl. Strax frá fyrstu frumsýn- ingu kom Michał inn með stór, dýr nöfn og mjög skapandi fólk.“ Þá segir Marcin það einnig skipta miklu máli að vera með fjölbreytta dagskrá bæði í leikhúsinu og á hátíðinni sem henti öllum áhorf- endum. „Við erum með mjög listrænar sýningar eftir vinsæla leikstjóra en við þurfum líka að sýna farsa fyrir fólkið sem kemur aldrei að sjá list- rænu sýningarnar, þau eru áhorf- endur okkar líka.“ Að lokum segist Marcin vera kominn með hugmynd að þema fyrir næstu útgáfu hátíðarinnar sem hann gerir ráð fyrir að verði sam- bandið á milli barna og foreldra. n Við erum að fagna því að vefurinn er fimm ára og við erum búin að færa hann í nýtt og sterkara vefkerfi Björn stundaði rann- sóknir á íslenskri lista- sögu og lagði grunn að ritun sögu nútímalistar á Íslandi. Ég virkilega elska þennan stað af því hér á ég bæði kollega og vini. Marcin Zawada tsh@frettabladid.is Skáld.is boða til kvennafögnuðar í Gunnarshúsi í dag í tilefni þess að þau hafa opnað nýja og glæsilega vefsíðu. Skáld.is er vefur tileinkaður skáldskap kvenna þar sem birtar eru fréttir, umfjallanir og ljóð auk þess sem þar er að finna yfirgrips- mesta gagnabanka landsins um íslenskar skáldkonur. „Við erum að fagna því að vefur- inn er fimm ára og við erum búin að færa hann í nýtt og sterkara vef- kerfi sem auðveldar leit. Við erum búin að laga svolítið til í skálda- talinu okkar sem telur 420 konur og erum þarna líka með heilmikið greinasafn og ritdóma. Við erum náttúrlega bara þrjár sem stöndum að þessu og erum allar í fullri vinnu annars staðar og erum svolítið að bugast yfir því hvað þetta er mikið mál,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir, sem ritstýrir Skáld.is ásamt þeim Steinunni Ingu Óttarsdóttur og Jónu Guðbjörgu Torfadóttur. „Við erum að vonast til þess að með svona öf lugri kynningu þá fáum við styrktaraðila. Þá erum við kannski bara að tala um að fólk borgi 500 eða 1.000 krónur á mán- uði svo við getum hugsanlega ráðið manneskju í hlutastarf til að sinna þessu og efla enn þá meira.“ Soffía Auður bætir því við að Skáld.is hafi fengið góða styrki í fyrra, þar á meðal úr menningar- sjóði Jóhannesar Nordal, og hafi í kjölfarið getað ráðið tvo starfsmenn í tímabundið hlutastarf. Kvennafögnuðurinn fer fram í Gunnarshúsi, húsnæði Rithöfunda- sambandsins, að Dyngjuvegi 8 og hefst klukkan tvö. „Þar mun fara fram kynning á vefnum, svo verða konur að lesa ljóð og svo bara skálað og skrafað,“ segir Soffía Auður. Skáldin Ragnheiður Lárusdóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir og Jóna Guð- björg Torfadóttir munu stíga á stokk og flytja fáein ljóð, en að því loknu er hverri konu frjálst að lesa upp ljóð eftir sig. Þá eru skáldkonur hvattar til að koma með bækur sínar og bjóða til sölu á góðu verði eða skiptast á bókum. Eins og er fjallar vefurinn Skáld. is alfarið um skáldskap kvenna en Soffía Auður segist þó ekki útiloka að karlarnir fái að vera með síðar meir. „Það er mín persónulega sýn að það verði gert og að þetta verði bara öflugasti bókmenntavefur landsins, sem hann kannski er í raun og veru orðinn,“ segir hún. n Stefna að því að verða öflugasti bókmenntavefur landsins Steinunn Inga, Soffía Auður og Jóna Guðbjörg tóku við styrk úr menningar- sjóði Jóhannesar Nordal fyrir Skáld.is í fyrra. MYND/AÐSEND tsh@frettabladid.is Í dag efnir Listfræðafélag Íslands til málþings í Safnahúsinu við Hverfis- götu í tilefni af 100 ára fæðingar- afmæli rithöfundarins og fræði- mannsins Björns Th. Björnssonar (1922-2007). Á málþinginu verður vakin athygli á brautryðjandastarfi Björns á sviði listfræði og velt upp vangaveltum um arf leifð hans. Björn miðlaði þekkingu sinni á listasögunni með greinaskrifum, kennslu, útvarps- og sjónvarps- þáttum. Hann stundaði rannsóknir á íslenskri listasögu og lagði grunn að ritun sögu nútímalistar á Íslandi auk þess sem hann skrifaði fjölda sögulegra skáldsagna. Málþingið hefst með inngangs- erindi Auðar Övu Ólafsdóttur, rit- höfundar, listfræðings og fyrrver- andi samstarfsmanns Björns. Aðrir fyrirlesarar eru Hlynur Helgason, dósent í listfræði við Háskóla Íslands, sem fjallar um listfræðirannsóknir Björns, Guðni Tómasson, listfræð- ingur og dagskrárgerðarmaður á RÚV, sem ræðir um fjölmiðlamann- inn, Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og ritstjóri, sem fjallar um ritstörf Björns, og Margrét Elísabet Ólafsdóttir, prófessor við Listaháskóla Íslands og dósent við Háskólann á Akureyri, sem fjallar um kennslustörf Björns í listasögu. Fundarstjóri er Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listfræðingur. Við- burðurinn fer fram á milli 13 og 15 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. n Málþing til heiðurs Birni Rithöfundurinn og fræðimaðurinn Björn Th. Björnsson hefði orðið hundrað ára í ár. MYND/EINAR FALUR INGÓLFSSON Lítil borg með stóra drauma Marcin Zawada, listrænn stjórnandi, alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar í Kielce er enginn nýgræðingur í leikhúsheiminum. MYND/MICHAŁ INGAR 54 Menning 8. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 8. október 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.