Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 45

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 45
43 92. JJJÖRG HÚSFREYJA var skapstór og setti stund- um óþyrmilega ofan í við Guðjón bónda sinn. Einu sinni sat hann að matborði með gestum, en varð það á að hella niður úr sósuskál á borðið. Þá rauk húsfreyja upp og sagði: „Alltaf er það eins með þig, Guðjón! Þú átt hvergi heima að borða nema með hundunum.“ 93. fiJÖRN JÓNSSON „keyrari" á Siglufirði ók einu sinni Jakobi Havsteen kaupmanni á Akureyri og nokkrum öðrum heldri mönnum frá skipsfjöl upp að Hvanneyri í Siglufirði. Á leiðinni spurði Jakob: „Keyrið þér síld?“ „Já, — og þorska," svaraði Björn. Þeir þögðu. 94. SR- BJARNI JÓNSSON var settur biskup um skeið. Pétur Ottesen alþingismaður hringir þá eitt sinn til hans og spyr, hvort hann tali við biskupinn yfir íslandi. Sr. Bjami spyr á móti, hvort hann hafi heyrt söguna af telpunni, sem var að hlusta á útvarp og sagði við móður sína: „Þulurinn var að tala um lægð yfir Grænlandi og

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.