Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Blaðsíða 7
5
*' 7.
JJALLGRÍMUR HALLDÓRSSON hét maður og var
stundum kallaður Kúa-Hallgrímur. Hann var uppi
á síðara hluta 19. aldar, fæddur í Biskupstungum.
Hann var af góðu bergi brotinn, sæmilega gefinn,
en mesti letingi og lagðist snemma í flakk. Hann
var kunnur að hnyttilegum svörum, sérstaklega ef
veitzt var að honum.
Einu sinni kom Hallgrímur til Björns á Brekku
í Biskupstungum. Björn var ekki heima, en kom
heim bráðlega og var þá kenndur.
Þegar Björn sér Hallgrím liggjandi uppi í rúmi,
segir hann:
„Húsgangsmenn og betlarar, sem ekki vilja vinna,
eiga ekki mat að fá.“
„Stendur þetta í sjötta boðorðinu?“ segir þá
Hallgrímur, en svo stóð á, að Björn hafði þá nýlega
átt bam fram hjá konu sinni.
8.
JJALLGRÍMUR kom eitt sinn til sr. Magnúsar
Helgasonar á Torfastöðum og var þá nýlega kom-
inn austan úr Rangárvallasýslu.
Sr. Magnús spurði hann, hvort hann hefði komið
á stórbæina Kirkjubæ og Móeiðarhvol.
„Ekki neita ég því,“ svaraði Hallgrímur. „Var
varð ég við bæði Heródes og Pílatus."
En á þessum bæjum bjuggu þá Grímur og Þor-
steinn, bræður frú Steinunnar, konu sr. Magnúsar,