Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Blaðsíða 13
11
son. Var talið, að hann héldi við dóttur Ingimundar,
Guðrúnu að nafni.
Hún varð þunguð, og var altalað, að sr. Þórður
ætti barnið,. en hefði fengið mann nokkurn til að með-
ganga það fyrir sig.
Einu sinni sem oftar gisti sr. Þórður í Norðurkoti
og svaf þar í baðstofu með heimilisfólkinu.
Um morguninn sagði Ingimundur við prest:
„Ég hefði nú orðið skelkaður í nótt og allt mitt
heimafólk, ef ég hefði ekki haft prestinn undir
mínu þaki, því að ég sá engil, bláan að neðan og
hvítan að ofan, fara upp í til hennar Guðrúnar, dótt-
ur minnar."
24.
J£ONA NOKKUR undir Eyjafjöllum kom í heim-
sókn til hjóna, er bjuggu þar eystra.
Hún virðir börn hjónanna fyrir sér og segir:
„Mikið eru börnin myndarleg. Þau eru ekkert lík
ykkur. Þau eru líka heppin með það.“
25.
(^NEFNDUR MAÐUR sat með kunningja sínum
á Hótel Borg og drakk fast, en var þó dapur í
bragði.
„Af hverju ertu svona sorgmæddur á svipinn?“
spurði kunningi hans.
„Og minnztu ekki á það,“ svaraði hinn. „Ég er
að drekka til þess að gleyma konunni minni, en svo
sé ég hana bara tvöfalda, þegar ég kem heim.“