Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Blaðsíða 23
21
47.
GUÐRÚN GlSLADÓTTIR á Hæli var einu sinni
spurð að því, hvernig henni litist á mannsefni
stúlku einnar, sem þótti mjög myndarleg, en piltur-
inn var álitinn lítt að manni.
Guðrún svaraði:
,,Ef hann væri vettlingur og ég hefði prjónað
hann, þá mundi ég rekja hann upp.“
48.
J^OMMÚNISTI, er var í framboði í Rangárþingi,
kom á bæ einn í Fljótshlíð og snæddi þar miðdegis-
verð.
Hann spurði húsfreyjuna, hvort hún keypti ekki
Þjóðviljann.
„Nei, við notum klósettpappír," svaraði hún.
49.
pÁLL SVEINSSON menntaskólakennari var prúð-
menni mikið í orðum og framkomu.
Einu sinni var hann að hlýða Agnari Bogasyni
yfir í latínu og spurði, hvernig hann þýddi orðin:
,,Nauta sum,“ en það þýðir: „Ég er sjómaður.“
„Ég er skáld,“ svaraði Agnar.
Þá segir Páll:
„Það má svo sem vel vera, e.n það er nú ekki til
umræðu hér.“