Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 27
25
57.
I BYRJUN síðari heimsstyrjaldar var tekin upp
skömmtun á kolum hér á landi, eins og kunnugt
er.
Á Akureyri hafði Páll Einarsson, fulltrúi bæjar-
fógeta, á hendi að gefa út leyfi til kolakaupa.
Skömmtun þessi var svo felld niður, en skömmu
síðar tekin upp á ný. Mun þá hafa verið í einhverri
óvissu, hver ætti að hafa á hendi leyfaveitingarnar,
en leitað var til Páls sem fyrr.
Ekki var Páll heldur viss um, hvort þetta væri nú
í hans verkahring, en honum hefur jafnan verið
óljúft- að láta menn bónleiða frá sér fara, sé annars
kostur.
Hann skrifaði því fyrir einn, er leitaði á náðir
hans:
„Tryggvi Jónsson, Ránargötu 7, má fá 250 kg.
af kolum — fyrir mér.
Páll Einarsson.“
58.
MAÐUR NOKKUR ferðaðist langa leið til þess að
vera við jarðarför móðurbróður síns, er Björn hét.
Hann mun hafa byrjað erfisdrykkjuna full-fljótt
og var orðinn all-vel drukkinn, þegar hann kom á
heimili hins látna.
Er hann hafði heilsað heimafólki, sagði hann:
„Jæja, er nú Björn frændi heima?“