Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Qupperneq 1

Skessuhorn - 21.09.2022, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 38. tbl. 25. árg. 21. september 2022 - kr. 950 í lausasölu Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Heyrnarþjónusta s:534-9600 www.heyrn.is Opið alla daga ársins Þinn árangur Arion Horfst í augu við heiðarbúann Í fjárleit á Arnarvatnsheiði í fyrstu viku septembermánaðar sá Gunnar Bjarnason bóndi á Hurðarbaki hvar tófa skaust milli steina. Var hann þá staddur á Langajörfa sem er svæði austan við Réttarvatn, sem eins og Jónas kvað, er „efst á Arnarvatns­ hæðum.“ Tófan var þó ekkert á því að eiga of mikil samskipti við mannfólkið enda því óvön. Fann hún sér griðastað undir stór­ grýti. Komin í öruggt skjól að hennar mati horfðust þau í augu; tófan og Gunnar. Bóndi smellti þó mynd á símann sinn, áður en haldið var áfram för í leit að kindum. mm Miklar annir hjá þyrlusveitum Gæslunnar Fyrir og um síðustu helgi bárust Landhelgis gæslunni fjölmörg útköll til sjós og lands. Meðal annars voru a.m.k. tvö útköll á Vesturland. Föstudagur­ inn reyndist sérlega anna­ samur. Um morguninn var óskað eftir aðstoð sveitar­ innar vegna veikinda um borð í fiskiskipi sem var statt 80 sjómílur norður af Grímsey. Vegna fjarlægðar frá landi voru tvær þyrlur sendar norður, önnur ann­ aðist útkallið sjálft á meðan hin var til taks í Grímsey. Þá var ökumaður bíls sem lent hafði í árekstri sóttur á Mýrar. Raunar fóru tvær þyrlur í það útkall. Á leiðinni á vettvang slyssins bárust stjórnstöð Land­ helgisgæslunnar tvær beiðnir um aðkomu þyrlu­ sveitar til viðbótar. Annars vegar vegna göngumanns í sjálfheldu fyrir ofan Hofsós og hins vegar vegna slas­ aðs smala ofan við Mórudal á Barðaströnd. „Nokkuð óvanalegt er að þyrlusveitin annist jafn mörg útköll og raunin var á föstudaginn, en þó kemur það stöku sinnum fyrir,“ sagði í frétt á vef Gæslunnar. mm Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug á sunnudaginn til móts við sjúkrabíl sem flutti veikan einstakling úr Dölum. Lögregla lokaði bílastæðinu við Bauluna í Stafholtstungum þar sem þyrlan gat lent og tekið sjúklinginn um borð. Hér er hún að hefja sig til flugs að nýju. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.