Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Qupperneq 11

Skessuhorn - 21.09.2022, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 11 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Bílás, Smiðjuvöllum 17, 301 Akranes www.bilas.isbilas@bilas.is 431 2622 Við tökum vel á móti þér... Mikið úrval af nýjum og notuðum bílum Það kostar ekkert að skrá bílinn hjá okkur Bjóðum gott pláss á bílaplani Bíláss fyrir sölubíla Við erum umboðsmenn fyrir bílaumboðin Öskju og Heklu Mikil sala og gott kaffi Við erum með bílinn fyrir þig! Umhverfis­ orku­, og loftslags­ ráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingu á raforku­ lögum nr. 65/2003. Frumvarpinu er ætlað að skýra lagaheimild dreifi­ veitna til að innheimta viðbótar­ kostnað sem tenging nýs viðskipta­ vinar hefur í för með sér svo hann falli ekki á aðra notendur dreifi­ kerfis. Þannig er stefnu raforkulaga um gegnsæi í gjaldskrármálum og jafnræði notenda raforkukerfisins framfylgt, eins og segir í tilkynn­ ingu frá ráðuneytinu. Sambæri­ leg heimild er til staðar í lögunum fyrir tengingar flutningskerfis og er því með frumvarpinu, verði það að lögum, gætt samræmis í raforku­ kerfinu öllu varðandi heimild til innheimtu viðbótarkostnaðar. Nú er það svo að ef ný eign er tengd dreifikerfi raforku er fast gjald innheimt fyrir tengingu, óháð raunkostnaði við tenginguna og tækjabúnað sem til þarf. Sé t.d. pöntuð heimtaug fyrir sumarhús í skipulögðu svæði greiðir notandinn nú um 400 þúsund krónur, en upp­ hæðin er helmingi hærri ef húsið er statt fjarri öðrum mannvirkjum. Í frumvarpsdrögunum er bætt setn­ ingu, þar sem segir: „Standi vænt­ anlegar tekjur dreifiveitu af nýjum viðskiptavini ekki undir eðlilegum stofn­ eða rekstrarkostnaði er heimilt að krefja hann um greiðslu viðbótarkostnaðar. Sama á við hafi forsendur viðskipta breyst veru­ lega.“ Samvæmt þessu má reikna með að stofngjald fyrir tengingu rafmagns í nýjar eignir margfald­ ist í verði, notandinn greiði raun­ kostnað við tenginguna og aðrir notendur dreifikerfisins hætti að niðurgreiða kostnaðinn. Frestur til að skila inn umsögnum um frumvarpsdrögin er til og með 27. september 2022. mm Fyrirtækjakönnun landshlutanna gefin út Í liðinni viku var fyrirtækjakönnun landshlutanna gefin út fyrir árið 2022. Hún var framkvæmd á fyrri hluta ársins, í mánuðunum janúar til mars. Rúmlega 1600 fyrirtæki tóku þátt, þar af tæplega 200 af Vesturlandi. Könnunin var síðast framkvæmd haustið 2019 og svip­ aður fjöldi fyrirtækja tók þá þátt. Glæður eru fréttabréf SSV sem Vífill Karlsson hagfræðingur ritar, en þar var í síðustu viku fjallað um helstu niðurstöður könnunar­ innar fyrir Vesturland. Hér verður gripið niður í Glæður. Starfsmannamál og fjárfestingar Á Vesturlandi höfðu hlutfallslega fleiri fyrirtæki hug á að ráða fólk til starfa en árið 2019. Vesturland var í meðallagi borið saman við aðra landshluta utan höfuðborgarsvæð­ isins. Það sama má segja um hug fyrirtækja á Vesturlandi til fjár­ festinga. Þegar þessar tölur voru brotnar upp eftir atvinnugreinum á landinu öllu kom í ljós að mestur hugur var í fiskeldisgreinum, sístur í sjávarútvegi, á meðan ferðaþjón­ ustan var þar mitt á milli. Eðlilega var viðsnúningurinn mestur hjá ferðaþjónustunni á milli kannana. Horfur í efnahagsmálum Fyrirtæki á Vesturlandi skáru sig ekki marktækt frá öðrum fyrir­ tækjum á landsvísu er varðar sýn þeirra á horfur í efnahagsmálum fyrir komandi vetur. Hins vegar voru þau mun bjartsýnni heldur en árið 2019 og þar var viðsnún­ ingurinn einna mestur á landsvísu. Ferðaþjónustan skar sig úr hvað bjartsýni varðar og þá sérstak­ lega á Vesturlandi þar sem hún jókst mest á milli kannana. Ekki var ljóst hvað orsakaði þann land­ fræðilega mun. Skapandi greinar Minnst fer fyrir skapandi greinum á Vesturlandi í samanburði við aðra landshluta, ef marka má niður­ stöðu fyrirtækjakönnunarinnar. Sú niðurstaða byggir á svörum við spurningunni: „Að hve miklu leyti hefur fyrirtæki þitt tekjur af menn­ ingu, listum, hönnun og öðrum hugverkum sem kalla mætti skap­ andi greinar?“ Einungis 3% af tekjum fyrirtækja á Vesturlandi byggja á skapandi greinum. Með­ altal könnunarinnar var 6%. Höf­ uðborgarsvæðið mældist hæst með 10% hlut skapandi greina. Það er lækkun á alla vegu frá árinu 2019 þegar Vesturland mældist með 4,5% og var þá nokkurn veginn fyrir miðju meðal landshlutanna. Nýsköpun á Vesturlandi Í könnuninni var spurt út í atriði sem tengjast nýsköpun. Þegar spurt var um vöruþróun komu fyr­ irtæki á Vesturlandi mjög svipað út og aðrir landshlutar. Hins vegar mældist Vesturland lægst þegar spurt var um tekjur af skap­ andi greinum, eins og áður sagði. Einnig þegar spurt var um tekjur af nýjum vörum og þjónustu. Heildartekjur Þegar spurt var hvort tekjur fyrir­ tækjanna væru meiri eða minni en á yfirstandandandi ári kom í ljós að þær voru lítið eitt meiri hjá fyr­ irtækjum á Vesturlandi. Hins vegar voru þær minni en hjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Samanburður við síðustu könnun leiddi í ljós að svör við þessari spurningu voru hag­ felldari á Vesturlandi en árið 2019. Þörfin fyrir vel þjálfað starfsfólk Þörf fyrirtækja Vesturlands fyrir faglært vinnuafl var í meðallagi snemma árs 2022 en jókst á milli kannana. 30% fyrirtækja taldi sig vera í þörf fyrir menntað vinnu­ afl. Athygli vakti hvað iðnaður á Vesturlandi skar sig úr hvað þetta varðar en hann var í sérstaklega mikilli þörf fyrir menntað vinnu­ afl en 50% allra fyrirtækja taldi sig vanta menntað fólk til starfa. Orðaský sem unnið var fyrir landið allt bendir til að þar sé sérstaklega vöntun á fólki með iðnmenntun. Í könnuninni var einnig spurt hvort fyrirtækin vantaði fólk með aðra færni sem fæst í hinu hefðbundna skólakerfi. Í ljós kom að 19% fyr­ irtækja á Vesturlandi vantaði slíkt starfsfólk. Það var heldur lægra hlutfall en á landinu öllu (24%) en ekki marktækt lægra. Ferðaþjón­ ustan taldi sig í mestri þörf á Vest­ urlandi, af þeim þremur atvinnu­ greinum sem tölfræðilega var unnt að draga út (27%). vaks Fyrirtæki í ferðaþjónustu telja sig í mestri þörf á Vesturlandi eftir að ráða faglært fólk til starfa. Ljósm. mm. Dýrara verður að fá nýja eign tengda við raforkukerfið

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.