Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 21 Félagsmenn hjá Skotfélagi Snæ­ fellsness hafa heldur betur verið með ermarnar upp brettar undan­ farin misseri. Nýjasta viðbót við aðstöðu hjá félaginu er 75 fermetra skothús sem hefur risið á svæði félagsins í Kolgrafafirði. Skothúsið er af fullkomnustu gerð með ell­ efu skotlúgum og þar af eru fimm skotlúgur hugsaðar fyrir skotfólk í hjólastólum. Jón Pétur Pétursson er formaður félagsins og hefur staðið í ströngu ásamt öðrum félagsmönnum. „Félagið var stofnað 1987 og er eitt elsta skotfélagið á Íslandi,“ segir Jón Pétur í stuttu spjalli við Skessu­ horn. „Félagsmenn eru á þriðja hundraðið og eru af öllu Snæfells­ nesi og víðar.“ Æfingasvæði félags­ ins er innarlega í Kolgrafafirði rétt innan við Grundarfjörð. „Svæðið sem við höfum er eitt það besta á landinu frá náttúrunnar hendi og er riffilbrautin ein sú lengsta,“ segir formaðurinn. Bogfimi verður ný deild Innan félagsins eru þrjár deildir starfandi en það eru riffildeild, haglabyssudeild og skammbyssu­ deild og nú er einnig verið að setja bogfimideild á laggirnar sem verður fjórða deildin hjá félaginu. „Skotíþróttir eru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar og henta því fjöl­ breyttum hópi fólks. Margir hafa fundið skotíþróttina sem sameig­ inlegt fjölskyldusport þar sem ung­ lingarnir, mamma og pabbi og jafnvel amma og afi, stunda sam­ eiginlegt áhugamál í stórkostlegu umhverfi,“ bætir Jón Pétur við. Starfsemi félagsins hefur verið mjög fjölbreytt en þar má nefna unglingakvöld, konukvöld, fræðslu­ kvöld, skotsýningar og að sjálfsögðu skotmót ásamt ýmsum öðrum skemmtilegum viðburðum. „Með fjölbreyttri starfsemi náum við að höfða til fjölda fólks á öllum aldri. Auk þess bjóðum við upp á ýmsa þjónustu við skotfólk eins og hrein­ dýraskotpróf, skotvopnanámskeið og þess háttar.“ Þá nefnir hann að lögregluembættið á Vestur landi nýti svæðið reglulega til skotæfinga og hefur gert um árabil. Skotið flesta daga ársins Æfingasvæði félagsins er vel sótt og kemur fólk víða að. „Það eru stund­ aðar skotæfingar hérna flesta daga ársins en skotfólk kemur úr öllum landshlutum til að stunda skotæf­ ingar eða taka þátt í viðburðum hjá okkur,“ segir Jón Pétur. „Við höfum fengið mikla og góða athygli víðs vegar að fyrir aðstöðuna hjá okkur og drifkraftinn í félaginu.“ Mikill hugur er í félagsmönnum og stefna þeir ótrauðir á að bjóða upp á eitt besta skotæfingasvæði lands­ ins. „Erlend skotfélög hafa sýnt því áhuga á að koma og halda alþjóðleg skotmót hjá okkur og vonandi ger­ ist það í nánustu framtíð,“ segir Jón Pétur að lokum. Hægt er að fræðast nánar um félagið á heimasíðunni www.skot­ grund.is en þar eru allar helstu upplýsingar og hægt að skrá sig í félagið. tfk Mikið um að vera hjá Skotfélagi Snæfellsness Séð yfir svæði félagsins en næst er nýja skothúsið þar sem riffilbrautir eru bæði innandyra og svo utandyra. Fjær eru svo kastvélar fyrir leirdúfur og svo eldra félagshús Skotfélags Snæfellsness. Unnsteinn Guðmundsson og Birgir Guðmundsson æfa skotfimi með skammbyss- um sem þykir ansi krefjandi. Loftur Árni Björgvinsson festi nýverið kaup á boga og er vaxandi áhugi á að koma upp bogfimideild hjá félaginu. Hluti af stjórn félagsins. F.v. Unnsteinn Guðmundsson, Dagný Rut Kjartansdóttir og Jón Pétur Pétursson. Félagsmenn æfa sig í riffilskotfimi í nýja skothúsi félagsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.