Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Side 22

Skessuhorn - 21.09.2022, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 202222 Sumarbúðirnar Ölver eru stað­ settar við rætur Hafnarfjalls og hafa verið starfræktar frá því um miðja síðustu öld. Þar er hver dagur nýtt ævintýri, sambland af ómissandi hefðum, nýjum leikjum og uppá­ komum. Í starfinu er unnið með gildi Biblíunnar, mikið sungið og boðið upp á hollan og góðan heimalagaðan mat. Nýlokið er vel heppnuðu sumri í Ölveri þar sem boðið var upp á hina ýmsu leikja­ flokka fyrir stelpur á aldrinum 7­15 ára og má þar nefna flokka eins og Ævintýraflokk, Krílaflokk, Lista­ flokk og flokkinn Stelpur í stuði sem er sérstaklega ætlaður stelpum á aldrinum 11­13 ára sem eru með ADHD og aðrar skyldar raskanir. Þá var í þriðja skiptið haldið leikja­ námskeið í lok sumars fyrir stelpur og stráka á aldrinum sex til níu ára sem búsett eru á Akranesi, í Borgar­ nesi og nánasta umhverfi en vantað hefur svona námskeið fyrir krakka rétt fyrir skólabyrjun. Alls voru um 450 stelpur sem komu í Ölver í sumar og komust færri að en vildu og þá voru 30 krakkar á leikjanám­ skeiðinu. Bara notað fyrir brennó Blaðamaður Skessuhorns kom við í Ölveri í síðustu viku og ræddi þar við nokkrar hressar konur í stjórn Ölvers sem voru að funda um næstu skref. Aðalskálinn í Ölveri var tek­ inn í notkun árið 1952. Í honum er stór matsalur, eldhús, kvöldvöku­ salur, bænaherbergi, starfsmanna­ aðstaða, svefnherbergi stúlknanna og þvotta,­ salernis­ og sturtu­ aðstaða. Íþróttahúsið, eða Leik­ skálinn eins og hann er kallaður af starfsmönnum, er skammt frá aðal­ skálanum og var hann aðalmálefni fundarins. Þar er lítill íþróttasalur, leikherbergi og salerni en hann er að þeirra sögn mjög illa farinn og nánast ónýtur. „Það er okkar stóra verkefni núna og það sem við erum að fara að ræða á þessum fundi er að það þarf að rífa leikskálann, hann er ónýtur. Sjálfstæðisflokk­ urinn á Akranesi átti þetta hús upphaflega og það á sér langa og skemmtilega sögu. Það voru haldin böll hérna í gamla daga sem margir Skagamenn muna eftir. Meira að segja eftir að Kristrún Ólafsdóttir, stofnandi Ölvers og forstöðukona, hóf starfið hér þá voru enn böll á sama tíma og stóð hún þá vaktina. En við höfum aðallega notað húsið fyrir okkar þjóðaríþrótt í Ölveri sem er brennibolti eða brennó og höfum eiginlega bara notað það fyrir brennó. Það liggur mjög í rauninni á að fá nýtt húsnæði og við erum að láta okkur dreyma um fjölnota hús þar sem er ekki bara hægt að spila brennó, samt ekki beint íþróttahús því við erum ekki íþróttasumar búðir. Okkur langar í íþróttasal, hafa listasmiðju og rými fyrir alls konar spil.“ Stærsta verkefnið í langan tíma Hvernig fjármagnið þið svona verk efni? „Þetta er á byrjunarreit nema það að það er búið að safna fyrir þessu húsi í meira en 20 ár með stofnun Sveinusjóðs, sem er í höfuðið á Sveinbjörgu Heiðrúnu Arnmundsdóttur. Sveina gegndi lykil hlutverki í uppbyggingu sumar búðanna í Ölveri og var við­ riðin þær í tæp 70 ár allt frá stofnun þeirra. Það er búið að safna mjög lengi í þennan sjóð en það er ekki nóg að safna í sjóð, nú þarf eitt­ hvað að fara að gerast. Alls hafa safnast um og yfir 20 milljónir í þennan sjóð en við höfum þurft að taka úr honum til að viðhalda aðal­ skálanum. Stundum hefur verið hagnaður um nokkrar milljónir á ári og stundum mínus, það hefur vantað stöðugleika. Nú er hugur í okkur að byrja, við verðum að láta teikna húsið og við erum að vona og trúa að það gerist eitthvað. Það þarf að koma verkefninu af stað til að geta sótt um styrki hjá ríkinu og bæjar yfirvöldum. Við höfum verið ansi lánsöm með velgjörðarmenn í kringum okkur og stundum fengið gjafir og styrki úr óvæntustu áttum sem hafa algjörlega bjargað okkur. En þetta er okkar stærsta og viða­ mesta verkefni í langan tíma.“ Stefnan á að ljúka verkinu eftir fimm ár Áætlað er að bygging nýs leikskála muni kosta á bilinu 60 til 100 millj­ ónir króna, en hvað verður gert á meðan þær framkvæmdir eru í gangi? „Við myndum reyna að finna einhverja lausn á því en þetta þarf að ganga hratt og vel fyrir sig. Stefnan er sú að vera búin með þetta þegar Sveina hefði orðið 100 ára sem er árið 2027. Nú er hugur í fólki og nú fer þetta af stað. Þetta hefur verið lengi á byrjunarreit og nú þarf að fara að ýta þessu úr vör.“ Aðalskálinn í Ölveri er í ágætis ásigkomulagi en í vor var skipt um þak á öllu húsinu og var það mjög stórt verkefni. Fyrir fjórum árum síðan var öll neðri hæðin tekin í gegn, öll herbergin endurnýjuð og sturtuaðstaðan bætt fyrir starfs­ fólk. „Við erum einnig með vetrar­ leigu því hér er fín aðstaða fyrir hópa að koma hérna og leigja skál­ ann á veturna. Það skiptir máli fyrir okkur að fá inn vetrarleigu og þessi staður leynir á sér. Það koma hér hópar ár eftir ár en salurinn tekur um fimmtíu manns og hentar vel til að mynda fyrir fermingarveislur. Nýlega var haldin hin árlega kaffi­ sala Ölvers þar sem komu um 300 manns og heppnaðist mjög vel.“ Þær segja að lokum að Ölver sé dásamlegur staður og hálfgerð falin perla í fallegri náttúru. „Þetta er staður sem hefur gert svo margt fyrir marga og margir hafa miklar taugar til Ölvers. Við erum með frábæra starfsemi, frábært starfsfólk yfir sumarið og það er góður andi og stemning í húsinu.“ vaks Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi er árlegt samstarfsverk­ efni Landgræðslunnar og Skóg­ ræktarinnar sem hófst árið 2020. Fræsöfnun hefst með formlegum hætti fimmtudaginn 22. septem­ ber. „Mikið fræ er nú á birki víða um land og alls staðar er eitthvað hægt að finna. Mest er þó af fræi þetta árið á Norður­, Austur­ og Suðausturlandi,“ segir í tilkynn­ ingu frá hlutaðeigandi en að baki verkefninu stendur öflugur sam­ starfshópur fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka ásamt stofnununum tveimur. Nú í haust verður enn efnt til söfnunar og sáningar á birkifræi. Til þess að vel takist til er þátttaka almennings lykilatriði. Nú hafa stjórnvöld sett sér það markmið að við lok ársins 2030 hafi heildarút­ breiðsla birkis náð 5% af flatarmáli landsins sem er ríflega þreföldun á núverandi útbreiðslu. Þetta er liður í alþjóðlegu átaki, svokallaðri Bonn­ ­áskorun, um aukna útbreiðslu skóga í þágu náttúrunnar og samfé­ laga fólks. Verkefnið Söfnun og sáning á birkifræi hefur ekki eingöngu það markmið að efla útbreiðslu birkis. Reynslan hefur sýnt að þátttaka almennings og skilningur á mikil­ vægi landbótaaðgerða er lykillinn að árangri. Verkefnið gefur almenningi færi á að leggja sitt af mörkum til landbótastarfs og stuðlar þannig að auknum skilningi á mikilvægi land­ bótastarfs í baráttunni gegn lofts­ lagsbreytingum. Ítarlegar upplýsingar um verk­ efnið er að finna á vefsíðunni birkiskogur.is, meðal annars leið­ beiningar um hvernig best er að bera sig að við bæði söfnun á birkifræi og sáningu. Tekið er á móti fræjum í öllum verslunum Bónus og Olís. mm Söfnun og sáning á birkifræi hefst í vikunni Hyggja á byggingu nýs leikskála í Ölveri Aðalskálinn í Ölveri. Ljósm. vaks Leikskálinn er kominn til ára sinna. Eins og sjá má er leikskálinn mjög illa farinn og nánast ónýtur. Það er ósjaldan fallegt útsýnið frá Ölveri.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.