Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Qupperneq 28

Skessuhorn - 21.09.2022, Qupperneq 28
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 202228 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna GJ málun ehf málningarþjónusta Akravellir 12 - Hvalfj arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár Ákveðið hefur verið að efna til stofn­ fundar Hollvinasamtaka Hamars­ hússins í Borgarnesi. Verður fund­ urinn haldinn í Hamars húsinu við golfvöllinn fimmtudaginn 22. sept­ ember kl. 20.30. Þeir Guðmundur Eyþórsson og Ingimundur Ingi­ mundarson eru skrifaðir fyrir stofn­ fundarboði, en þess má geta að Guðmundur átti hluta æsku sinnar í húsinu. Á fundinum verður m.a. borin upp tillaga að lögum félags­ ins og kosið í stjórn. Á stofnfund­ inn eru allir hvattir til að mæta sem vilja láta þetta áberandi kennileiti við hringveginn sig varða. Eitt helsta tákn Hamarsvallar er klúbbhúsið, gamli Hamarsbær­ inn. Í afmælisblaði golfklúbbsins kemur fram að húsið hafi verið reist árið 1926 en það er stein­ steyptur og tvílyftur burstabær. Húsið byggði Jóhann Magnússon sem ættaður var frá Glerárskógum í Dölum. Hann flutti í Borgarfjörð og keypti fljótlega eftir það jörðina Hamar og byggði bæinn og öll úti­ hús; fjós og fjárhús. Jóhann var á sinni tíð m.a. helsti hvatamaður að stofnun Sparisjóðs Mýrasýslu og stjórnarformaður hans frá stofnun og til dauðadags 1950. Til Hamars hússins sést víða að, ekki síst frá þjóðveginum, enda er það á Hamrinum svokallaða, sem völlur­ inn dregur nafn sitt af. Áður höfðu klúbbfélagar haft hug á að byggja sitt eigið klúbbhús, en frá því var horfið eftir að Borgarneshreppur, eigandi hússins, ákvað að færa klúbbnum það til afnota. Hreppur­ inn myndi að auki kosta allt efni við endurbætur gegn því að félagar í klúbbnum legðu til vinnu. Þeir einhentu sér í að lagfæra húsið og koma þar upp myndarlegri félags­ aðstöðu. Framkvæmdir stóðu yfir fram á vor 1979 og voru ófáar vinnustundir lagðar í verkið. Til marks um það hversu slæmt ástand var á Hamarsbænum má nefna að eitt herbergi þess var yfirfullt af hænsnaskít þegar endurbætur hófust og eyddu félagar mörgum klukkustundum í að moka skítnum út. Klúbbhúsið var loks tekið í notkun sumarið 1979. Síðan þá hafa margs konar endurbætur og breytingar verið gerðar á húsinu, sem félagarnir í golfklúbbnum hafa tekið þátt í með einum eða öðrum hætti. Hæst báru framkvæmdir á efri hæð hússins árið 1987 þegar þar var útbúin gistiaðstaða. Klúbburinn hefur m.a. haft golfskálann til útleigu á sumrin og hafa fjölmargir staðar­ haldarar rekið þar gistiheimili og veitingasölu. Í viðtali í Skessuhorni á síðasta ári sagði Guðmundur Eyþórs­ son frá því að hann hafi alist upp í gamla húsinu á Hamri og búið þar í 14 ár frá árinu 1960 með foreldrum sínum og systkinum. „Golfararnir voru byrjaðir hérna upp úr 1970 og þá á litlu svæði hérna úti á túni. En það er ekki fyrr en eftir að við förum héðan sem golfklúbburinn fær húsið árið 1978, en það hafði þá verið í niðurníðslu. Þetta er sko ekk­ ert í fyrsta skiptið sem ég er að leika mér hérna á hólnum,“ sagði Guðmundur sem nú stundar pútt af krafti. „Það var mjög gott að vera hérna sem krakki. Ég var í skóla í Borgarnesi og stundaði alla mína skólagöngu þar og gengum við iðulega í skólann hvernig sem viðraði.“ Í viðtalinu á síðasta ári sagðist Guðmundur hafa miklar áhyggjur af sínu æskuheimili og kvaðst von­ ast til að eitthvað verði gert í mál­ inu. „Mér finnst að það megi koma fram að það ætti fljótlega að fara að huga að því að bjarga þessu húsi því það er að láta á sjá bæði að innan sem utan enda orðið nær hundrað ára,“ sagði Guðmundur. Orðum fylgja oft efndir og nú hefur Guðmundur í félagi við Ingimund og fleiri ákveðið að láta verkin tala og stofna hollvinafélag um húsið. mm Boða stofnfund Hollvinasamtaka Hamarshússins í Borgarnesi Hamarshúsið var byggt árið 1926. Guðmundur Eyþórsson. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.