Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 46
Bækur Saknaðarilmur Höfundur: Elísabet Jökulsdóttir Fjöldi síðna: 138 Útgefandi: JPV Kristján Jóhann Jónsson Saknaðarilmur eftir Elísabetu Jök- ulsdóttur er sjálfssaga. Nöfnum per- sóna er ekki breytt og lesandi hlýtur að álykta sem svo að hér sé Elísabet Jökulsdóttir að skrifa um samskipti sín og móður sinnar. Höfundur er þó greinilega meðvitaður um að hann er að túlka og skálda en það er einmitt einkenni hinnar svokölluðu skáldævisögu eða sjálfssögu. Samskipti þeirra mæðgna ein- kennast af stöðugum átökum um tilfinningar. Báðar sýna með jöfnu millibili ofstopa sem í frásögn Elísa- betar virðist hvorki röklegur né rétt- lætanlegur. Ekki kemur skýrt fram að hve miklu leyti neysla áfengis eða lyfja hefur áhrif á f r a m k o m u n a . El ísabet ger ir það alveg ljóst að hú n bæði ótt ast móður sína og óttast um hana, elskar hana og hatar. Úr bernskunni birtast minn- ingar um til- finningakulda móðu r inna r, grimmd og lítt skiljanlegan fauta- skap en einnig dregur Elísabet fram nokkuð augljós dæmi um ást móðurinnar á dóttur sinni og skiln- ingsleysi sitt á ást móðurinnar. Í því nýtir hún sér frásagnarfjarlægð þegar sú Elísabet sem talar í bókinni rifjar upp atburði frá fyrri tímum í sögu sinni og móðurinnar. Dauði föður og móður Þessi skáldsaga er ekki skrifuð í samfellu eins og síðasta bók Elísa- betar. Þó er nærtækt að hafa þær báðar í huga. Aprílsólarkuldi fjallar um dauða föðurins en Saknað- arilmur um dauða móðurinnar. Báðar fjalla þær svo einnig um særð- ar tilfinningar, áföll og geðveiki. Bókin Saknaðarilmur er brotin upp í margar stuttar sögur sem að langmestu leyti snúast um Elísabetu og móður hennar, kaflarnir fá sjálf- stæðar fyrirsagnir en standa samt sem brot, nokkurs konar prósaljóð. Stíll þessara stuttu sagna er sterkur eins og jafnan í bókum Elísabetar, ögrandi og líklegur til þess að ýta við túlkandi lestri lesenda. Það er sennilega ekki síst vegna þess hversu samtaka mæðgurnar í sög- unni eru í því að skilja og skilja ekki hvor aðra á víxl, allt eftir því hvernig vindurinn blæs. Átök þeirra hljóta stundum að verða spaugileg í augum okkar hversdagslegra manna. Einhvern tímann kallar mamma hennar hana lufsu fyrir að sofa hjá strák sem hún þekkti ekki og Elísabet reiðist svo að hún fer út í garð og klifrar upp í tré, mamma hennar eltir hana út í garðinn, en ekki upp í tréð að vísu, til þess að endurtaka þetta með lufsuna. Í annað skipti býður móðirin henni með til Sýrlands. Dóttirin hefur þá af því þungar áhyggjur að þegar þangað komi muni móð- irin grafa hana l i fandi í eyði- mörkinni. Þráin eftir ást Fleir i d æmi a f þessu tagi mætti nefna en kjarni málsins er líklega sá eins og Elísabet segir að hún getur ekki treyst geðheil- brigði sínu og þess veg na v itum v ið lesendur ekki alltaf hvort Elísabet sjálf er að tala eða ein- hver önnur persóna sem býr innra með henni. Þetta setur tilfinningalegt uppgjör sögunnar í nokkurt upp- nám. Venjulegt fólk treystir vitund sinni og dregur línur milli röklegra og tilfinningalegra viðhorfa. Sé það nú ekki hægt vandast málið og við dauðlegir vitum ekki lengur hvort við erum að koma eða fara. Þar í liggur líka styrkur þessarar sögu. Þegar valdajafnvægið milli tilfinn- inga og rökhyggju raskast fylgir því mikill ótti og harmur. Sú Elísa- bet sem lýst er í sögunni Saknað- arilmur þráir ást móður sinnar en með dauða hennar verður þeirri þrá aldrei fullnægt. Eftir standa sorg og reiði. Í frásögninni gerir hún móðurina líka sér en við vitum ekki hvort það er hluti af þránni eftir ást móðurinnar. n Niðurstaða: Áhugaverð og sterk saga um margbrotið sálarlíf. Þráin og andúðin Guðrún Eva Mínervudóttir segist finna hjá sér þörf til að stugga aðeins við skáldsagnaforminu. Fréttablaðið/Ernir Útsýni er ellfta og nýjasta skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Bókin segir frá Sigurlilju, ungri konu með dularfullan hæfileika, og var skrifuð á miklum umbrota- tímum í lífi höfundarins. tsh@frettabladid.is Guðrún Eva Mínervudóttir sendi nýlega frá sér sína elleftu skáldsögu sem ber heitið Útsýni. Bókin segir frá Sigurlilju, ungri konu sem þarf að ferðast norður á Bakkafjörð eftir að frænka hennar deyr til að ganga frá dánarbúinu. „Bókin er bæði hefðbundin í forminu og ekki. Ég finn alveg hjá mér þörf fyrir að stugga aðeins við skáldsagnaforminu. Ekki með þeim hætti að ég týni athygli lesandans,“ segir Guðrún Eva. Aðalpersóna bókarinnar, Sigur- lilja, er með dularfullan og óvenju- legan hæfileika sem einfaldar ekki líf hennar, sem er að geta séð út um augu annarra. „Hún fer inn í annað fólk og er það í smástund, oft á einhverjum ögurstundum lífs þess. Það sem var kannski mesta áskorunin við að skrifa sögu með svona aðalper- sónu er að hún vill ekkert og það er dálítið lögmál skáldskaparins að persónurnar verða að vilja eitthvað, það er það sem knýr söguna. Af því hún getur séð út um augu annarra þá er hún fráhverf mannlegri reynslu fyrir sjálfa sig og hefur engan metnað því hún er bara með of mikið útsýni,“ segir Guðrún Eva. Kom til hennar í draumi Síðustu tvær bækur Guðrúnar Evu, Aðferðir til að lifa af og Ástin Texas, voru kjarnaðar í hversdagsleika, Útsýni er það líka að vissu leyti en kannar þó einnig yfirnáttúrulegar slóðir. „Ég held að þetta hljóti að flokk- ast undir að vera einhvers konar fantasía. Ég bara hef svo mikinn smekk fyrir hvoru tveggja, bæði sem lesandi og höfundur, og mér finnst best að blanda því dálítið saman,“ segir Guðrún Eva. Skáldsögur þínar eru gjarnan drifnar áfram af sterkum karakt- erum, hvernig ferðu að því að skapa karakter eins og Sigurlilju? „Ég vona að þetta hljómi ekki ósvífið en mér finnst alltaf bara að þeir komi til mín. Sigurlilja gerði það sannarlega, kom til mín mjög sterkt í tveimur ólíkum draumum og það snerti mig svo djúpt að ég varð að gera eitthvað við það. Mér fannst eins og það ætti erindi.“ Öll með dass af þessum hæfileika Hvaðan kemur hugmyndin að sjá í gegnum augu annarra, er þetta eitt- hvað sem þú hefur upplifað sjálf? „Ekki beinlínis, en við höfum náttúrlega öll dass af þessum hæfi- leika, kannski í mismiklum mæli og þá er það bara spurning um að nota ímyndunaraflið. Ég man ekki lengur hvernig sú hugmynd kom til mín en hins vegar þá finnst mér alltaf þetta eina sjónarhorn sem við höfum mjög takmarkað og takmarkandi. Það myndi bæði vera gaman og gera okkur gott ef við gætum skroppið í annarra manna ham. Við gerum það náttúrlega að einhverju leyti með því að segja sögur, lesa sögur og horfa á bíómyndir. Svo náttúrlega bara með því að ímynda okkur að við séum í sporum annarra.“ Að sögn Guðrúnar Evu getur þessi hæfileika Sigurlilju einnig verið svo- lítið ógnvekjandi enda verður hún oft vitni að mjög erfiðum aðstæðum fólks. „Hún fer inn í rosalega sárs- aukafullar og ógnvekjandi aðstæður, skýringin á því kemur kannski undir lokin. Við fáum allavega í gegnum hana að upplifa hluti sem enginn vill upplifa á eigin skinni. En það er samt eitthvað sem við viljum kynn- ast. Hún fær að kynnast svo ótrúlega mörgu án þess beinlínis að þurfa að taka afleiðingunum. Það fáum við lesendur líka í leiðinni í gegnum hennar augu,“ segir hún. Skrifuð á umbrotatímum Í lok bókarinnar er þakkarlisti þar Þakklætið flæddi yfir barma sína sem höfundur þakkar öllum þeim sem hafa „stutt, borið og leitt mig í gegnum þessa umbrotatíma lífs míns til að þessi bók mætti fæðast“. Var erfitt að skrifa þessa bók? „Ekki beint að skrifa bókina, það hafa bara verið miklir umbrota- tímar í mínu persónulega lífi allt síðasta ár og rúmlega það. Mig hefur alltaf langað til að skrifa svona þakkar lista og ég hef aldrei þorað því fyrr en nú af því ég hef verið svo hrædd við að gleyma einhverjum og fundist það svo hræðilegt. En nú tók ég bara sénsinn og ég varð að gera það, vegna þess að þakklætið flæddi einhvern veginn yfir barma sína. Það voru bara svo margir sem studdu við þessa bók og hjálpuðu mér að láta hana verða til.“ Guðrún Eva segist hafa lagst í nokkra rannsóknarvinnu við skrif bókarinnar enda hafi hún að mörgu leyti verið að hætta sér út fyrir sitt svið. Á meðal þess sem hún gerði var að fara í niðursoðið flugnám og læra að sigla smábát. „Ég kann ekki að sigla trillu og ég kann ekki að f ljúga lítilli f lugvél, ég hef aldrei búið á norðaustur- horni landsins þó að ég hafi dvalið þar talsvert. Ég þurfti bara á því að halda að fólk segði mér til. En ég er líka bara búin að þurfa mikinn stuðning síðustu mánuði og yfirleitt virðist það vera þannig að ef maður treystir lífinu, treystir heiminum og samfélaginu í kring og lætur sig gossa, þá er maður gripinn.“ n Yfirleitt virðist það vera þannig að ef maður treystir lífinu, treystir heiminum og samfélaginu í kring og lætur sig gossa, þá er maður gripinn. 26 Menning 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFréttablaðiðmenninG Fréttablaðið 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.