Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 24
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652. TARAMAR hefur þróað kynngi- mögnuð efni úr íslenskri náttúru sem draga úr sýnilegum áhrifum öldrunar í húð. Það er aldrei of seint að draga úr sýnilegum áhrifum öldrunar, segir Guðrún stofnandi TARAMAR. „Viðskipta- vinir okkar eru á öllum aldri, bæði ungar konur og unglingar sem og konur og karlar sem eru komin á háan aldur (90+). Við fáum alltaf öðru hvoru póst frá konum sem héldu að þær væru komnar yfir markið og að ekkert gæti hjálpað, en eru svo yfir sig ánægðar með TARAMAR og sjá mun frá hverri viku til annarrar. Breytingarnar geta verið svo miklar að vinir og vandamenn taka eftir þeim og fara jafnvel að spyrja um hvaða yngingarmeðal viðkomandi sé að nota,“ segir Guðrún og hlær. Sterkari og heilbrigðari húð Ekki er eingöngu ánægjulegt að sjá húðina verða sléttari og fallegri á litinn, heldur er einnig ótrúlega góð tilfinning að finna húðina verða sterkari og þéttari og betri viðkomu, bætir Guðrún við. „Þannig hafa margir í raun endur- byggt húðina með því að taka góðan tíma í að nota TARAMAR vörurnar eingöngu á húðina.“ Hreinleikinn og snilldarleg samsetning varanna veldur því að fólk með alls konar vandamál, eins og þurrk, rósroða og exem, getur notað þessar vörur og í mörgum tilvikum hafa tilteknir kvillar minnkað mikið eða jafnvel horfið. „TARAMAR kremin eru ofnæmis- prófuð og rannsóknir hjá óháðum aðilum í Frakklandi hafa sýnt að miklar breytingar verða á húðinni fyrstu 1-3 mánuðina við notkun varanna. Húðin verður þéttari með meiri þéttleika af kollageni, sléttari með minni hrukkur, rakameiri og tekur á sig ljóma og fallegan lit.“ Húðin fer í gegnum breytingar þegar við eldumst Þegar við eldumst rofna tengingar á milli húðlaga og stoðvefirnir verða gisnari, að sögn Guðrúnar. „Húðin missir þéttni og fer að síga. Aðrar breytingar eiga sér líka stað. Þannig hægir á efnaskiptum í húðfrumunum, húðin tapar vökva og verður þurr, blóðrásin hægir á sér og fíngerðar æðar, til dæmis í kringum augun, geta lekið út blóð- vökva þannig að baugar myndast undir augunum.“ Kollagenþræðirnir missa auk þess styrk og verða krumpaðir, húðin missir teygjanleika og línur og hrukkur myndast. „Ytri og innri þættir eins og sólarljós, stress, tilfinningalegt álag og hormónaó- jafnvægi geta hraðað þessu ferli.“ Allar þessar breytingar eru ákaflega áhugaverðar, að sögn Guðrúnar sem segir starfsfólk TARA MAR hafa mikla ánægju af þeim áskorunum sem felast í því að búa til húðvörur sem draga úr hraða þessara breytinga og vinna á móti þessum nei- kvæðu ferlum í húðinni. Lífvirkar ferjur gera húðina betri TARAMAR vör- urnar byggja á langtímarannsóknum á lífvirkum innihalds- efnum, bæði fyrir matvæli og húðvörur. „Þannig hefur þróunin á TARAMAR vörunum nýtt sér rannsóknaniðurstöður úr matvælarannsóknum við Háskóla Íslands á fæðubótarefnum og líf- virkum efnum úr náttúru Íslands, svo sem ómega-olíum og kítíni og þá sérstaklega rannsóknir er snúa að flutningi þessara efna inn í líkamann með náttúru- legum örferjum. Þessar náttúrulegu ferjur eru notaðar í TARAMAR vörunum til að ferja lífvirku efnin djúpt inn í húðina þar sem þau nýtast til að koma af stað heilbrigðum efnaskiptum, draga úr oxun, fjarlægja sindur- efni, styrkja frumuhimnur og endurbyggja tengingar á milli húðlaga.“ Til að ná jafnvægi húðar þarf vöru sem er í jafnvægi Guðrún segir að eitt það mikilvægasta við samsetningu TARAMAR húðvaranna, hafi verið rannsóknirnar á því hvernig hægt væri að ná fullkomnu jafn- vægi í formúlunum og vernda lífvirknina, sem er í raun tengd náttúrulegri tíðni efnanna. „Það Lífvirku kremin frá TARAMAR sökkva hratt inn í húðina og aðstoða húð- frumurnar við að ná upp heilbrigð- um efnaskiptum og réttri virkni. Finna má augnkremið og serumið á mjög góðum afslætti þann 11. nóvember á taramar.is. Næturkremið tekur þátt í lífeðlisfræði- legum ferlum húðarinnar og endurbyggir hana á meðan þú sefur. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Augnkremið byggir á lífvirkni þangs og alparósar sem þéttir húðina og dregur úr fellingum þar sem húðin er farin að síga. ætti að vera öllum ljóst að það er erfitt að framkalla jafnvægi í húð með kremum sem eru ekki sjálf í jafnvægi. Með því að raða saman innihaldsefnum sem mynda sam- hljóm í vörunni, þá náum við fram virkni sem er einstök. Margir finna þetta strax bara við það að bera kremin á sig, en með notkun þeirra fylgir djúp tilfinning fyrir full- komnu jafnvægi sem við teljum að framkalli það besta í húðinni.“ Rannsóknir TARAMAR í fram- tíðinni munu beinast að þessum þáttum þar sem starfsfólk mun auka skilning sinn á því sem er að gerast í húðinni og hvernig það tryggir virkni lífvirku efnanna og auðveldi upptöku þeirra. „Þannig munum við skilja betur og betur mikilvægi þess að formúlan sé í jafnvægi og hvaða efni vinna best saman og hvernig við pökkum þeim inn í náttúrulegu ferjurnar sem færa þau inn í húðina þar sem þau styrkja lífeðlisfræðilega ferla og bæta heilsu húðarinnar.“ Í tilefni af degi einhleypra er hægt að kaupa TARAMAR augn- kremið og serumið á 30% afslætti í vefversluninni á taramar.is. n Ímyndaðu þér húð- vöru sem er svo hrein að það mætti borða hana. Guðrún Marteinsdóttir 2 kynningarblað 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURSnyrtivörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.