Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 30
Selena Gomez Selena Gomez er með Rare Beauty en fljótandi kinnalitur hennar þykir einstakur. „Andlitið lifnar við.“ Kylie Jenner Hálfsystir Kardashian- systra, Kylie, er með eigin vörulínu og þar hefur Lip Kits-kinnalitur slegið í gegn sem ber nafnið Winter Kissed. Lady Gaga Lady Gaga er nafnið á bak við fljótandi eyelinerinn Haus sem hefur fengið ótrúlega góða dóma á Amazon. Einfalt að gera skarpa línu kattaraugans og svo er auðvelt að hreinsa burt eftir daginn. Frægustu stjörnur heimsins eru duglegar að koma á markað ýmsum snyrti- vörum sem þær mæla með. Ilmvatnið hennar Rihönnu er til dæmis afar vinsælt og sömuleiðis hársprey sem kennt er við Jennifer Aniston. elin@frettabladid.is Mjög algengt er að snyrtivöru­ merki séu kennd við stórstjörnur þótt vörurnar séu vissulega mis­ vinsælar á markaðnum. Stundum eru nöfnin fengin að láni en oftar eru það stjörnurnar sjálfar sem setja vöruna á markað og þeim fer fjölgandi. n Stjörnum prýddar snyrtivörur Victoria Beckham Victoria Beckham er með snyrtivörumerki undir eigin nafni þar sem hún sameinar hreinar formúlur og sjálfbærar umbúðir í lúxusvöru. Vörulínan hefur verið vinsæl, sérstak- lega húðvörur, maskari og augnskuggar að ógleymdum Posh-varalitnum sem endist lengi og hefur að geyma vönduð litarefni. Þessi vöru- lína er komin til að vera en svo er ekki um allar stjörnuvörurnar. Alicia Keys Alicia Keys setti Soulcare á markað. Þetta eru húðvörur sem þróaðar eru með húðsjúkdóma- lækni og auglýstar sem hreinar vörur. Kremið Skin Transform- ation hefur fengið góð meðmæli en það hjálpar til við að auka raka í húðinni. Drew Barrymore Drew Barrymore setti förðunar- vörur á markað árið 2013 sem hún nefnir Flower Beauty. Hún hefur sett á markað fjölda vara undir þessu nafni en uppáhald margra er púðurkinnalitur sem hefur slegið í gegn. Jennifer Aniston Það er ekkert skrítið þó að nafn Jennifer Aniston komi upp í hugann þegar hárvörur eru annars vegar. Fyrsta varan sem hún setur á markað er LolaVie sem á að skila mjúku, glansandi og silki- mjúku hári. Stjörnurnar keppast við að vera með hrein innihaldsefni og Jennifer er þar engin undantekning. Kim Kardashian Kim Kardashian setti KKW ilm- vatnið á markað sem hefur notið geysimikilla vinsælda. Hún hefur þó lokað vefsíðu sinni með þessu ilmvatni og kynnir nýtt nafn til leiks. Hún boðar enn frekara vöruframboð á nýju síðunni og segist leggja hjarta sitt og sál í hverja ilmvatnsflösku. Gwyneth Paltrow Gwyneth Paltrow setti á markað kremið GoopGlow Microderm Instant Glow Exfoliator sem hefur náð miklum vinsældum. Sjálf segir leikkonan: „Þetta er kraftmikil andlitsmeðferð í lítilli krukku. Húðin er mýkri, sléttari og bjartari og áhrifin koma fljótt í ljós.“ Hágæða virk og hrein innihaldsefni. Allar vörur Gwyneth hafa náð miklum vinsældum. Jessica Alba Stjörnurnar eiga það sameiginlegt að leggja mikið upp úr því að varan sé hrein og náttúruleg. Það á líka við um Honest Company sem Jessica Alba stendur fyrir. Hún framleiðir marg- verðlaunan maskara sem er EWG-vottaður, gerður úr hreinum náttúruefnum er skilar mjög góðum árangri í að lengja augnahárin. Ný upplifun í maskara, segja þeir sem hafa reynt. Til að fá EWG þarf að stand- ast ströngustu staðla varðandi notkun á aukefnum. Michelle Pfeiffer Henry Rose ilm- vatnið hennar Michelle Pfeiffer skorar hátt af ilmvatns- línum fræga fólksins. Það er með staðfesta EWG-vottun sem þýðir að það sé hrein vara án allra auka- og eitur- efna. Doktor Lára G. Sigurðardótt- ir læknir er höfundur Húð- bókarinnar ásamt Sólveigu Eiríksdóttur, sem semur uppskriftir. Í bókinni eru ýmsar æfingar fyrir húðina, uppskriftir að hollum mat og einfaldar uppskriftir að húðvörum. elin@frettabladid.is „Maður getur orðið þurr á mann­ inn af ýmsum ástæðum, eins og þegar fólk er með leiðindi eða lítur stórt á sig. Svo getur maður mögulega orðið þurr á manninn ef maður er lengi með þurra húð, því það getur verið ferlega óþægilegt,“ segir Lára og bætir við að húðin sé alsett taugaendum sem skynja minnsta veikleika og senda skila­ boð til heilans líkt og langlínusím­ tal frá geðillri tengdamömmu. „Taugakerfið skynjar pirringinn og bregst við með því að segja húðinni að framleiða hraðar horn­ frumur, sem taka ekki út fullan þroska. Með því getur vítahringur skapast því ysta húðlagið verður veikbyggðara, sem veldur því að húðin tapar enn meiri raka,“ segir hún. Ofþornun eða skert starfsemi „Tvær meginástæður geta legið að baki húðþurrki. Húðin getur orðið fyrir ofþornun, til dæmis eftir að við svitnum mikið, drekkum of lítið vatn og jafnvel samhliða því að þamba þvaglosandi drykki (til dæmis kaffi, koffíndrykki, grænt te, gos eða áfengi). Slíkur þurrkur er venjulega tímabundinn. Síðan getur þurrkur komið fram í húð sem hefur skerta starfsemi, eins og með hækkandi aldri þegar fitu­ kirtlum fækkar og rakaefni tapast.“ Tvenns konar rakaefni „Húðin hefur tvenns konar raka­ efni sem auka mýkt húðarinnar og gefa fyllingu. Fyrst eru svokölluð NFM­rakadræg efni í yfirhúð, en þau draga að sér raka. Nýmyndun þeirra getur minnkað við ýmsar aðstæður eins og að liggja lengi í baði eða baða sig í sól eða ljósa­ bekkjum. Erfðir geta átt í hlut og þekkt er að genabreytileiki getur valdið skorti á rakaefni þessu, sem eykur líkur á þurrki, exemi, nikkel­ viðkvæmni og óþoli gagnvart efnum í húðvörum. Að hafa þennan genaveikleika veldur þó ekki alltaf húðþurrki því margir eru með hann án þess að þjást af húðþurrki. Síðan erum við með hýalúrónsýru­rakaefni í leðurhúðinni en þau geta bundist vatni sem nemur þúsundfaldri þyngd sinni.“ Tíu leiðir til að bæta húðina „Allir geta upplifað þurrk í húð sem verður gróf, mött og minna eftirgefanleg. Til að halda húðinni heilbrigðri skiptir máli að huga að næringu og venjum sem bæta raka­ ástand húðarinnar, því húðþurrkur getur ýtt undir bólgu og öldrun,“ segir Lára og gefur hér góð ráð. n Verndaðu húðina gegn kulda með því að klæðast hlýjum fatnaði og bera feitt krem á óvarða húð utandyra. Heitir drykkir upp að 60°C geta hjálpað að ná upp líkamshita. n Hugaðu að sólarvörn og láttu ekki blekkjast af sólarleysi því UVA-geislar lenda á húðinni allt árið um kring og valda ótíma- bærri öldrun sem er aðalorsök þurrks. n Þú þarft amínósýrur til að fram- leiða rakaefni og því hjálpar að borða fjölbreytt próteinríkt fæði, sérstaklega beinasoð og skinn. Kollagen-fæðubótarefni hafa reynst bæta raka sam- kvæmt rannsóknum. n Þar sem hýalúrónsýru er aðal- lega að finna í bandvef dýra færðu hana til dæmis með því að borða beinasoð. Sem fæðubótarefni (120 mg) getur hýalúrónsýra mögulega bætt rakaástand. n Þú þarft líka C-vítamín, sink og magnesíum til að framleiða hýalúrónsýru. Sítrusávextir, grænt grænmeti, möndlur, kasjúhnetur, baunir og kjúkl- ingur innihalda þessi næringar- efni. Eins eru vísbendingar um að góðgerlar með L. brevi og L. plantarium auki raka í húð eftir tólf vikna inntöku. Aftur á móti eykur sætindaát líkur á þurrki í húð. n Húðin þarf einnig góð fituefni (til dæmis ómega-3 fitusýrur, kólesteról, seramíð) og E-víta- mín til að innsigla rakann. Feitur fiskur (til dæmis lax og lúða), sardínur, hampfræ, hörfræ, ólífuolía og avókadó gefur þér góðan skammt. n Drekktu vel af vatni svo rakaefnin hafi eitthvað til að halda í. Stutt og volg sturta fer betur með húðina þó að það sé freistandi að fara í langt heitt bað. Heita vatnið getur fjarlægt náttúrulega húðfeiti og valdið enn meira rakatapi. Ágætt er að miða við fimm til tíu mínútur í senn og bera rakakrem strax á eftir að þú þerrir þig til að inn- sigla rakann í húðinni. Gættu þess líka að ofnota ekki sápu sem fækkar rakaefnum. n Góð rakakrem gera sitt gagn og mörg hver innihalda NMF- rakaefni (til dæmis urea, lactate, amínósýrur) eða hýalúrónsýru. Hýalúrónsýra getur þó haft þveröfug áhrif ef hún liggur utan á húðinni (þegar sameindir eru stórar) því þá dregur hún til sín vatn úr húðinni. n Rakatæki geta hjálpað ef and- rúmsloftið er þurrt og þá er það stillt á um 60%. Þetta á sérstak- lega við þegar kalt er úti og við skrúfum upp ofna. Ef þú gerir mataræðisbreytingar getur tekið tvo til þrjá mánuði að sjá árangur. Ef engin ráð duga skaltu ráðfæra þig við í lækni. Sjúk­ dómar eins og vanvirkur skjald­ kirtill, sykursýki og ýmsir húðsjúk­ dómar geta valdið húðþurrki. n Góð ráð frá lækninum fyrir húðina Lára og Solla hafa gefið út bók um húðina þar sem margt fróðlegt er að finna. mynd/aðsend Nokkrar algengar ástæður húðþurrks n Útfjólublá geislun n Öldrun n Ofhreinsun n Löng heit böð n Sterk þvottaefni og mýkingarefni n Næringarskortur n Sum lyf n Þurrt og kalt andrúmsloft n Reykingar n Retínóíð húðkrem n Vanstarfsemi í skjaldkirtli n Estrógenskortur n Erfðir 8 kynningarblað 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURSnyrtivörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.