Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 52
Það hafa allir skoðun á
þessum skóm.
Sindri Jensson,
eigandi tísku-
verslunarinnar
Húrra Reykjavík
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@
frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078:
Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Crocs-skór svokallaðir hafa
farið sigurför um tísku-
heiminn á síðustu misserum.
Þessir skór þykja ýmist vera
brandari eða hátískuvara
og svo virðist sem flestir
hafi skoðun. Sindri Jensson,
eigandi tískuverslunarinnar
Húrra, er einn af þeim, og
hann selur einnig skóna.
ninarichter@frettabladid.is
„Við byrjuðum með Crocs í sölu
í gær. Hátt í fimmtíu pör seldust
fyrsta daginn,“ segir Sindri Jensson,
eigandi Húrra Reykjavík á Hverfis-
götu. Hann segist hafa unnið að því
í nokkurn tíma að taka inn vöru-
merkið í sölu hjá versluninni.
Aðspurður hvað honum hafi
fundist um Crocs-skóna fyrir tíu
árum síðan, og hvort hann hefði
órað fyrir annarri eins tískubylgju í
kringum hina ávölu plastskó, svarar
hann neitandi.
„Nei, ég get ekki sagt það. Þetta
er ótrúlegur viðsnúningur hjá einu
vörumerki sem hefur gerst á undan-
förnu einu eða tveimur árum. En
samt haldið í sömu verð og sama
útlit,“ segir hann.
Sindri segir ástæðuna fyrir vel-
gengni Crocs á heimsmarkaði marg-
víslega.
„Samstarf við þekkta einstakl-
inga, áhrifavalda og annað hjá vöru-
merkinu Crocs. Svo hafa þau verið
í vöruþróun og enn stærri vörulína
er komin. Töff lur og aðrar vörur
til viðbótar við þessa hefðbundnu
klossa,“ segir Sindri. „Svo gerðu þau
þetta allt skemmtilegra. Eru með
samstarf við Disney, Coca-Cola og
hin og þessi vörumerki. Þau eru
með svona „charms“, sem er hægt
að skreyta skóna með. Það kveikti
enn þá meira í öllu hjá þeim.“
Íslenskir neytendur höfðu for-
vitnast um skóna í nokkurn tíma.
„Já, að einhverju leyti. Maður
heyrði þetta alltaf út undan sér. En
þetta er frekar ótrúlegt vörumerki
þegar maður spáir í þessu. Það hafa
allir skoðun á þessum skóm,“ segir
hann.
„Þannig að mörgum finnst þetta
bara hræðilegt og ógeðslega ljótt.
En staðreyndin er sú þegar maður
fer í þessa skó að það er eins og ein-
hver sé að nudda á þér iljarnar. Fólk
verður smá háð þessum skóm.“
Skórnir fást í ótal útgáfum og
Sindri segir Íslendinga sækja í lit-
Reykjavíkur-
dætur mælast
vel fyrir hjá
blaðamanni
tónlistartíma-
ritsins fræga.
MyND/SAGA SIG
Kræft Crocs-æði skekur
tískuheiminn á Íslandi
Crocs-skórnir hafa prýtt marga fræga fætur á samfélagsmiðlum síðustu árin
og hefur það skilað sér í metsölu og vinsældum. MyND/HELGI RúNAR
ninarichter@frettabladid.is
Tónlistarhátíðin Iceland Air waves
fær fjórar stjörnur af fimm í vefút-
gáfu Rolling Stone-tónlistartíma-
ritsins.
Blaðamaðurinn Nick Reilly kallar
Reykjavíkurborg töfrandi og segir
hátíðina skapa eina af sérstæðustu
tónlistarhátíðarupplifunum sem
fyrirfinnast.
Pönksveitin Sameheads er sögð
einstakur upphafspunktur hátíðar-
innar, eftir að blaðamaður sótti tón-
leika þeirra á Gauknum og bætir við
að greinilegt sé að stærri hlutir séu á
leiðinni hjá þessu bandi á komandi
ári.
Reykjavíkurdætur fá óspart lof
blaðamanns sem segir tónleikana
hreina ósvikna ánægju og lofar
þær fyrir vel heppnaðan pólitískan
gjörning til heiðurs baráttukonum
í Íran.
Þá segir blaðamaður að þó að
vangaveltur hafi verið á lofti síð-
ustu ár um framtíð Airwaves hafi
sannast í síðustu viku að hátíðin
sé við hestaheilsu. „Ómissandi ferð
fyrir tónlistarunnendur um alla
álfuna,“ skrifar hann og bætir við
að náttúrufegurðin og töfrar höfuð-
borgarinnar setji punktinn yfir i-ið.
Það má síðan skilja á lokaorðum
dómsins að Nick Reilly verði aftur í
Reykjavík á Airwaves 2023. n
Dæturnar lofaðar í Rolling Stone
ríkar útgáfur af skónum frekar en
svarta og hvíta. „Við erum að selja
mikið af bleiku og appelsínugulu
og ljósgrænu. Þessir litríku hafa
farið mjög vel af stað.“
Hann segir söluna vera þvert
á þjóðfélagshópa. „Það sem kom
mér á óvart er að þetta er allur
aldur. Fyrir lokun í gærkvöldi
komu nokkrir kokkar hérna inn,
þeir elska að vinna í þessum skóm.
Svo var ungt fólk að koma hérna,
háskólanemar.“
Sindri bætir við að mikið hafi
selst af skóm í gær sem hugsaðir
voru sem gjafir. „Mikið af gjöfum í
gær, þar fór hellingur. Svo komum
við í morgun og þá var hellingur af
pöntunum á vefsíðunni.“ n
32 Lífið 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRéttablaðið