Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 50
Þetta er til að safna fyrir hjálm- um og alls konar hlutum. Það er ekki verið að safna fyrir vopnum heldur hlutum sem bjarga manns- lífum. Áætlað er að hinn fjölhæfi Prince hafi samið um þúsund lög á ferlinum, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Þar má nefna Nothing Compares to You sem þekktast er í flutningi Sinéad O’Connor, og Manic Monday með The Bangles. Steinunn Eldflaug Harðar- dóttir er á leið í tónleika- ferðalag um Evrópu, þar sem ágóði tónleikahalds rennur til söfnunar fyrir hjálpargögnum í stríðshrjáðri Úkraínu. ninarichter@frettabladid.is dj flugvél og geimskip er sviðsnafn Steinunnar Eldf laugar Harðar- dóttur, sem leggur í ferðalag í næstu viku í samstarfi við úkraínska tón- listarmenn. Markmiðið er að spila víðs vegar um meginland Evrópu og safna fyrir hjálparsamtökin Safe and sound Ukraine, og Musicians help Ukraine. Fjöldi hljóðfæra kom í leitirnar Steinunn varð fyrir því óláni fyrir nokkrum vikum að öllum hljóð- færum hennar var stolið úr hljóð- veri. Þetta setti strik í reikninginn fyrir fyrirhugaða tónleikaferð og Steinunn kallaði eftir aðstoð og lofaði meðal annars súkkulaði- köku í verðlaun fyrir þann sem gæti aðstoðað. „Þetta hefur næstum því komið í leitirnar, nokkrum sinn- um,“ segir hún aðspurð um fram- gang málsins. „Ég frétti að það hefðu fundist alls konar hljóðfæri, svona random. Af því að allir voru að leita. Það komu fleiri hljóðfæri í leitirnar heldur en venjulega. Lögreglan fékk ábendingar um alls konar hljóðfæri sem fundust þá, sem voru ekki endi- lega mín hljóðfæri,“ segir hún og því leiddi umfjöllunin af sér að ýmsir tónlistarmenn endurheimtu hljóð- færi, þó að Steinunn hafi ekki verið ein af þeim. Eignaðist lífsreynslu „Út af þessu komst ég í samband við nokkra heimilislausa. Þeir höfðu frétt af því að hljóðfærin mín væru týnd og fóru að leita fyrir mig. Mér tókst að baka tvær súkkulaðikökur fyrir heimilislausa sem leituðu dag og nótt og borðuðu súkkulaði- kökur,“ segir Steinunn. „Þannig að þó að hljóðfærin hefðu ekki fundist kynntist ég alls konar fólki. Fólki úr undirheimum og morfínfíklum,“ segir hún. „Það vildu allir leggja hönd á plóg við að finna hljóðfær- in. Þó að ég hafi ekki enn þá fengið hljóðfærin eignaðist ég lífsreynslu. Þetta er fallegur heimur þegar allir reyna að gera sitt besta,“ segir hún. Steinunn heldur í jákvætt viðhorf. „Þó að hljóðfærin séu ekki komin þá varð mér svo hlýtt við allan stuðn- inginn frá fólkinu. Ég hugsaði: Þetta eru bara hljóðfæri. Við eigum lífið okkar og ástina,“ segir hún. Tónlistarbransinn tók sig saman og lagði hönd á plóg til aðstoðar Steinunni eftir að hún tjáði sig um málið í fjölmiðlum. „Hermigervill er búinn að bjóðast til að lána mér MPC-inn sinn til að taka upp bakk- öppin, hann var fyrstur til að hafa samband. Svo fékk ég lánaðan MPC- live frá Kára Einarssyni í hljóm- sveitinni aYia. Ég er búin að vera að vinna úr gömlum lögum, gera þau enn betri og maður lærir alltaf eitthvað af þessu,“ segir Steinunn glöð í bragði. „Ég fékk líka lánaða söngpedala frá pabba mínum sem hann er vanur að nota með hljóm- borði, en hann er í Apparat Organ Quartet. Úlfur Eldjárn lánaði mér líka söngpedal sem er upprunalega frá Unni Söru Eldjárn söngkonu.“ Evróputúr enn á dagskrá Steinunn segist því vera komin með fjölda hljóðfæra en þó séu þau helmingi færri en þau sem hún er vön að ferðast með. „Mér tekst að spila á þau og því er mun auðveldara að ferðast um en venjulega.“ Evróputúrinn er enn á dagskrá og Steinunn leggur af stað 14. nóvem- Bakar kökur fyrir heimilislausa og heldur í Evróputúr Steinunn Eld- flaug fylgir úkraínskum kollegum sínum á tónleikaferða- lagi til Frakk- lands, Hollands og Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR ber og spilar með úkraínsku tónlist- arfólki víðs vegar um álfuna 15.-22. nóvember. „Ég á vini frá Úkraínu sem ég kynntist þegar þau komu til Íslands að spila fyrir nokkrum árum. Við erum á samningi hjá sama fyrirtæki úti í Hollandi og ég var á leiðinni til Úkraínu að spila þegar stríðið skall á. Þau lögðu af stað frá Kænugarði, þar sem þau eiga heima, og héldu fyrstu tónleikana í fyrradag. Þau hafa gefið sér þrjá sólarhringa til að komast til Póllands. Við ætlum að hittast í Berlín og æfa þar lag sem við erum að vinna að saman. Við hittum þrjár úkraínskar hljóm- sveitir á leiðinni sem við ætlum að vinna með, samhliða því að við hittum úkraínska tónlistarmenn,“ segir hún. Ekki verið að fjármagna vopn „Við förum til Frakklands, Hollands og Sviss. Ég fer með þeim til þessara landa og svo halda þau áfram til Tékklands. Svo held ég að þau fari aftur til Póllands. Eins og staðan er held ég að þau þurfi að fara aftur heim til sín.“ Um er að ræða hljómsveitina PreeTone. „Ástæðan fyrir því að þau fá að fara, er að þau fengu sér- stök rafræn skjöl frá yfirvöldum.“ Að sögn Steinunnar er verið að safna fyrir hjálpargögnum. „Þetta er til að safna fyrir hjálmum og alls konar hlutum. Það er ekki verið að safna fyrir vopnum heldur hlutum sem bjarga mannslífum. Vasaljós- um og bílum til að komast á milli staða og útvörpum af því að sums staðar er ekki rafmagn,“ útskýrir hún. Hjálmar sem bjarga mannslífum Úkraínska hljómsveitin Love'n'joy stofnaði hjálparsamtökin. „Þeim tókst á fyrstu mánuðunum að safna yfir sjö milljónum króna. Þau eru búin að vera að fá skilaboð frá vinum sínum, sem eru tónlist- armenn. Hlutir á borð við: Ég var með hjálminn minn í gær og það var sprenging og ég lifði af út af þér og því sem þið eruð að gera,“ segir Steinunn. „Þau eru búin að fá mörg svona skilaboð. Þetta er svakalegt en líka gott af því að þetta sýnir líka að allir geta gert eitthvað. Maður þarf ekki að láta hugfallast. Allir geta fundið sinn kraft og hjálpað.“ n Hvað er besta lag sem þú hefur heyrt og hvers vegna? Svala Björgvinsdóttir tónlistarkona „Það er alveg erfitt að koma með eitt lag. Það fyrsta sem mér dettur í hug er Purple Rain með Prince. Í fyrsta lagi þá ólst ég upp við að hlusta á Prince, út af eldri frænda mínum. Þetta lag er ótrúlega mikil æska og nostalgía fyrir mér,“ segir Svala. „Svo sá ég hann tvisvar spila í LA á tónleikum. Þetta lag er svona hin fullkomna popp-power ballaða,“ segir Svala. „Hann samdi og spilaði og pródúseraði lagið og var algjör snillingur.“ Aðspurð hvort að Svala hafi einhvern tímann sungið lagið sjálf, svarar hún: „Ég hef aldrei tekið þetta live nefnilega. Mig hefur alltaf langað að gera einhverja kreisí flotta dívu-útgáfu af því. Ég sá Jennifer Hudson taka það í LA, og það var alveg geggjað.“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince gaf út Purple Rain ásamt sveit sinni Revolution árið 1984. Lagið er titillagið af samnefndri plötu frá 1984, sem aftur er safnplata með tónlist úr sam- nefndri kvikmynd frá sama ári með Prince í aðalhlutverki. Lagið er svokölluð kraftballaða sem sameinar rokk, R&B, gospel og popp. Prince lést árið 2016, 57 ára að aldri. n n Lykilspurningin Prince hafði gríðarlega breitt raddsvið. 30 Lífið 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.