Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 18
Við getum ekki valið
fimmtíu leikmenn í
þessu verkefni. Við
þurfum að búa til lið
og það þarf að búa til
sterkan grunn að
þessum hópi.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðs-
þjálfari í knattspyrnu
Ég er bjartsýnn en
jarðtengdur. Við erum í
dauðafæri á sögulegum
viðburði.
aron@frettabladid.is
Körfubolti Íslenska karlalands-
liðið hefur aldrei verið eins nálægt
því að tryggja sér sæti á Heims-
meistaramótinu í körfubolta og nú
og í kvöld getur liðið komist enn
nær því markmiði. Körfuboltasér-
fræðingurinn og fyrrverandi leik-
maðurinn Svali H. Björgvinsson er
bjartsýnn fyrir leik kvöldsins gegn
Georgíu.
Ísland er fyrir leikinn í þriðja sæti
síns riðils, einu stigi á undan Georg-
íu. Sigrar í næstu tveimur leikjum
gegn Georgíu og Úkraínu geta fleytt
Íslandi langleiðina að sæti á HM.
„Ég er bjartsýnn en jarðtengdur.
Við erum í dauðafæri á sögulegum
viðburði í íslenskri íþróttasögu,“
segir Svali við Fréttablaðið.
Það býr mikil reynsla í þessu
liði, bæði í aldri sem og víðtækri
reynslu inni á körfuboltavellinum.
Við erum að horfa á hóp landsliðs-
manna sem, þrátt fyrir að það vanti
Martin Hermannsson, hafa þjappað
sér saman og skarað fram úr.“
Öflugir ásar og tromp í kring
Íslenska landsliðið sé skipað mjög
frambærilegum leikmönnum sem
hafa myndað öfluga liðsheild.
„Við erum með vopn sem erfitt er
að stoppa. Elvar er leiðtoginn í þessu
liði sem hefur sýnt mikinn stöðug-
leika ásamt Tryggva Snæ Hlinasyni.
Þegar þú ert með öfluga ása á borð
við þá í liðinu þínu þá áttu að geta
raðað mönnum í kringum þá.
Þá erum við einnig með aðra
leikmenn sem eru á virkilega fínum
stað á sínum ferli og ég nefni sem
dæmi Jón Axel, Hauk Helga og
Kristófer Acox sem hafa verið að
spila á virkilega háu gæðastigi.
Nú reynir bara á að við nálgumst
verkefnið af stillingu. Ekki vera
eins og fermingardrengurinn sem
bugast undan pressunni við alt-
arið.“
Hann vill ekki sjá íslenska liðið
koma inn í leikinn með það sem
skjöld að bera virðingu fyrir and-
stæðingi kvöldsins, Georgíu, sem er
að sögn Svala ansi sterkur.
„Við eigum ekki að koma inn í
þennan leik með það að leiðarljósi
að bera virðingu fyrir þessu liði og
sjá hvað þeir gera. Staðreyndin er
sú að við erum með vopn sem erfitt
er að stoppa.“ n
Nánar á frettabladid.is
Dauðafæri á sögulegum árangri í íslenskri íþróttasögu
Elvar Friðriksson verður í stóru hlutverki í Laugardalshöll í kvöld.
Fréttablaðið/Sigtryggur ari
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari
A-landsliðs karla í knatt-
spyrnu, gekk heilt yfir sáttur
frá vináttulandsleiknum gegn
Sádi-Arabíu um síðustu helgi.
Hann er spenntur fyrir leik
dagsins gegn Suður-Kóreu en
býst við krefjandi leik gegn
afar sterkum andstæðingi.
hoddi@frettabladid.is
fótbolti Íslenska karlalandsliðið
tapaði 1-0 fyrir Sádi-Arabíu í Abú
Dabí síðastliðinn sunnudag. Nú
er liðið mætt til Seúl, þar sem það
mætir heimamönnum í Suður-
Kóreu í dag.
„Að mestu leyti var ég ánægður
með það sem ég sá. Við lögðum upp
með að loka á þá og gefa ekki mörg
færi á okkur og það tókst. Markið
sem við fáum á okkur er eitthvað
sem við eigum að geta komið í veg
fyrir,“ segir Arnar Þór Viðarsson
landsliðsþjálfari um tapleikinn við
Sádi-Arabíu.
„Í seinni hálfleik fannst mér við
betri á boltanum. Við sköpuðum
ekki eins mörg færi og við hefðum
viljað, sem er að vísu eðlilegt þegar
maður er að kalla saman lið og æfa
þrisvar saman. Þá er erfitt að æfa
alla þætti. En varnarlega vorum við
sáttir.“
Frábær reynsla fyrir leikmenn
Leikmannahópur Íslands í þessu
verkefni er töluvert breyttur frá því
sem vanalegt er. Hann er að mestu
skipaður leikmönnum sem eiga
almennt ekki greiða leið inn í lands-
liðið, margir hverjir koma úr Bestu
deildinni hér heima.
„Þetta er rosalega góður skóli fyrir
þessa stráka. Við erum með unga
stráka sem hafa verið að standa sig
vel í Bestu deildinni í sumar og eru
að taka næstu skrefin. Eins og með
Ísak (Snæ Þorvaldsson), það er gott
fyrir hann að sjá að næsta skref fyrir
ofan er töluvert stærra en deildin á
Íslandi,“ segir Arnar, en Ísak spilar
með norska stórliðinu Rosenborg á
næstu leiktíð.
Sem fyrr segir á Arnar von á erf-
iðum leik gegn Suður-Kóreu. Skær-
asta stjarna liðsins er Heung-Min
Son, leikmaður Tottenham í ensku
úrvalsdeildinni.
„Við eigum von á mjög krefjandi
verkefni. Við spiluðum við þá í janú-
ar og þeir eru bara með mjög gott
lið. Þeir eru rosalega góðir í pressu,
mjög fljótir í að finna pláss sóknar-
lega, sækja hratt inn fyrir. Þeir sem
þekkja Son hjá Tottenham geta
margfaldað það með öllum hinum
leikmönnunum, þeir eru allir mjög
svipaðir, þetta er þeirra DNA.“
Á betri stað núna
Ísland mætti Suður-Kóreu einnig í
janúar á þessu ári. Þá þurftu strák-
arnir okkar að sætta sig við 5-1 tap.
„Ég er búinn að sjá marga leik-
menn taka góð skref frá því í janúar.
Svo erum við að koma úr keppnis-
tímabilinu núna svo við erum í leik-
formi. Ég er svolítið spenntur að sjá
hvort við getum minnkað bilið frá
því í janúar, því ég tel að leikmenn
séu á betri stað en þá, sem og við
sem A-landslið karla að öllu leyti.“
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson tók þátt í leiknum gegn
Sádi-Arabíu en hann verður ekki
með í Seúl. „Aron bauðst til að koma
til Abú-Dabí og vera með okkur þar.
En af því hann er að koma aftur til
Litáen f laug hann bara heim eftir
það. Það var frábært að fá hann í
þennan eina leik.“
Það er nóg að gera hjá íslenska
karlalandsliðinu og starfsfólkinu í
kringum liðið um þessar mundir.
Eftir annan vináttuleikinn í vik-
unni gegn Suður-Kóreu í dag heldur
hópurinn til Litáen og tekur þar þátt
í Eystrasaltsbikarnum. Þar mætir
Ísland heimamönnum á miðviku-
dag. Hluti starfshópsins fer í frí eftir
leik dagsins og aðrir koma inn fyrir
næsta verkefni.
„Þetta er mjög langur tími. Við
erum að vísu búin að skipuleggja
þetta þannig að hluti af starfsfólk-
inu fer heim. Þannig að við fáum
ferskar hendur, til dæmis í sjúkra-
þjálfunina. En það eru sex í starfs-
mannahópnum sem fara alla leið,“
segir Arnar.
Reynsluboltarnir mikilvægir
Leikmannahópurinn gegn Litáen
verður skipaður leikmönnum sem
eru öllu hærra skrifaðir en þeir
sem taka þátt í vináttuleikjunum
nú. Menn á borð við Jóhann Berg
Guðmundsson og Sverri Inga Inga-
son snúa þá aftur í liðið. Meira en
ár er síðan þeir spiluðu síðast fyrir
Íslands hönd.
„Ég lít á þetta sem mjög mikilvægt
verkefni og er mjög ánægður með að
fá alla þá leikmenn sem við höfum
fengið inn í þessum glugga. Það er
mjög sterkt að fá Sverri og Jóhann
inn aftur. Við höfum verið að taka
rétt skref,“ segir landsliðsþjálfarinn
í Seúl.
Eyst ra sa lt sbik a r inn verðu r
síðasta verkefni landsliðsins fyrir
undankeppni Evrópumótsins 2024,
sem hefst í mars á næsta ári.
„Þetta voru leikir sem við urðum
að spila samkvæmt samningum
við UEFA. Ég vildi ekki fá of sterka
andstæðinga þarna af því þetta
er lokaundirbúningur okkar fyrir
undankeppnina sem hefst í mars.
Það er mikilvægt að ná einni viku
og tveimur góðum leikjum með
hópnum aftur. Við erum að fá Sverri
og Jóhann inn og þá erum við búnir
að fá alla þá leikmenn sem við vilj-
um fá inn á þessu ári í verkefni með
okkur. Þá vita allir hvað við erum að
gera og hvert við erum að stefna.“
Reyndari leikmenn hafa verið að
tínast inn í landsliðið á nýjan leik
eftir fjarveru. Það hefur reynst afar
mikilvægt.
„Við sáum það í september að
þegar þessir reyndu leikmenn koma
inn þá er ákveðinn hluti af púslu-
spilinu sem fellur aðeins betur á
borðið. Grunnurinn að þessum
hópi er alltaf að verða augljósari. Við
töluðum um það í lok árs í fyrra að
við þyrftum að vanda valið á leik-
mönnum í ár. Við getum ekki valið
fimmtíu leikmenn í þessu verkefni.
Við þurfum að búa til lið og það þarf
að búa til sterkan grunn að þessum
hópi. Mér finnst við vera að nálgast
það með þennan hóp. Við erum
komnir mjög langt í þeirri vinnu,“
segir Arnar Þór Viðarsson. n
Grunnurinn að verða klár fyrir næsta ár
Arnar Þór Við-
arsson lands-
liðsþjálfari segir
að grunnurinn
fyrir næsta ár
sé að verða
tilbúinn. Frétta-
blaðið/EPa
18 Íþróttir 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURÍþRóTTiR Fréttablaðið 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR