Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 4
Ríflega tvö hundruð laxar halda nú til í Árbæjarkvísl ofan stíflu í Elliðaárdal. Þau eru alltaf að lenda í nýjum erfiðum áskor- unum. Ólöf Salmon Guðmundsdótt- ir, meðstjórn- andi Amnesty á Íslandi Þá ættu að vera að hrygna þarna yfir hundrað laxar. Og það ætti aldeilis að vera saga til næsta bæjar. Jóhannes Sturlaugsson, líffræðingur hjá Laxfiskum ehf. Frá því lónið ofan Árbæjar- stíflu var tæmt til frambúðar haustið 2020 hefur laxa- stofninn í Elliðaánum fikrað sig inn á lendur sem ekki voru áður í boði. Um tvö hundruð laxar halda nú til í Árbæjar- kvísl og bíða hrygningar. gar@frettabladid.is NÁTTÚRA „Á heildina litið er þetta afskaplega jákvætt skref fyrir vist- kerfi Elliðaánna,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líf fræðingur, um þróun mála eftir að lónið ofan Árbæjarstíflu var tæmt. Jóhannes vinnur í gegnum fyrirtæki sitt Laxfiska að vökt- unarrannsóknum á fiskistofnum í Elliðaánum fyrir Orkuveitu Reykja- víkur, eiganda veiðiréttinda í ánum. Hann hefur fylgst með þeirri þróun sem orðið hefur frá því Orkuveitan ákvað að tæma miðlunarlónið ofan Árbæjarstíflu endanlega í október 2020, í ljósi þess að ekki er lengur framleitt rafmagn í gömlu virkjun- inni þar fyrir neðan. Þessa dagana má sjá fjölda laxa í þeirri kvísl Elliðaánna sem nær rennur Árbæ. Þar eru ekki lengur hindranir fyrir laxinn til að ganga upp. Jóhannes segir að í hylnum beint fyrir ofan stíf luna hafi hann talið yfir eitt hundrað laxa um miðjan október. Í hylnum neðan stíf lu séu einnig fáeinir tugir laxa. „Það hefur orðið sú breyting að laxinn hefur frjálst aðgengi að þessu svæði núna. Það var ekki í boði áður að vera þarna árið um kring. Þegar lónið var látið hverfa á braut þá náttúrlega fengust upp- eldis- og hrygningarskilyrði á staðnum sem lónið fyllti,“ segir Jóhannes. Hrygning laxins er rétt hafin, enda segir Jóhannes Elliðaárlaxinn hrygna fremur seint. Hann segir að frá veiðistaðnum Hundasteinum, sem er fyrir neðan gömlu brúna nærri Fylkisvellinum, og niður að stíf lu, séu ríf lega tvö hundruð laxar. Það sé kannski yfir 15 pró- sent af þeim 1.300 til 1.400 löxum sem gróft megi áætla að hafi gengið í árnar í sumar en eftir sé að yfirfara gögn úr teljaranum. „Það er ekki þar með sagt að allir hrygni í kvíslinni,“ bendir Jóhannes á. Miðað við mælingar í fyrra verði ríflega helmingur þeirra þó eftir og hrygni í kvíslinni. „Þá ættu að vera að hrygna þarna yfir hundrað laxar. Og það ætti aldeilis að vera saga til næsta bæjar,“ segir Jóhannes. Að því er Jóhannes segir mun enn taka tíma fyrir botnset og drullu að hreinsast úr árfarveginum neðan- verðum. „Þá verða alltaf betri og betri hrygningar- og uppeldisskil- yrði þar sem lónið var áður. Það er ekkert sem bendir til annars en að þetta sé mjög jákvætt fyrir laxa- stofninn. Þetta er virkilega spenn- andi.“ n Elliðaárlax nemur ný lönd í lónstæði Laxar eru komnir í hrygn- ingarstellingar á nýjum slóðum í Árbæjarkvísl Elliðaánna þar sem áður var lónstæði. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK olafur@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Í nýrri húsnæðis- áætlun Reykjavíkur kemur fram að 16 þúsund íbúðir verði byggðar í borginni næsta áratuginn. Í október voru 2.541 byggingar- hæf lóð í borginni og gera borgar- yfirvöld ráð fyrir að á hverjum tíma verði lóðir fyrir á bilinu 1.500-3.000 íbúðir byggingarhæfar. Á fyrstu níu mánuðum ársins komu 773 nýjar íbúðir inn á mark- aðinn, þar af 372 af svokölluðu hagkvæmu húsnæði eða á vegum húsnæðisfélaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Í lok september voru 2.484 íbúðir í byggingu í Reykjavík og sam- kvæmt áætlunum gæti heildar- fjöldi nýrra íbúða á árinu orðið um 1.200. Þetta yrði fjórða árið í röð sem fjölgun íbúða væri yfir þúsund og í frétt á heimasíðu Reykjavíkur- borgar kemur fram að aldrei hafi fleiri nýjar íbúðir komið á markað- inn í Reykjavík en undanfarin ár. n Stefna að fjölgun íbúða í borginni Ráðgert er að byggja 16 þúsund nýjar íbúðir í Reykjavík næstu 10 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓSKAJÓGÚRT ÞJÓÐARINNAR SÍÐAN 1972 – Nýjar umbúðir, sama góða bragðið. Síung í hálfa öld. kristinnpall@frettabladid.is FLÓTTAFÓLK „Það var vonleysi og þreyta í loftinu því þetta eru ofboðslega erfiðar aðstæður. Annar drengurinn er með vöðvarýrnunar- sjúkdóm sem bindur hann við hjóla- stól og hann þarf aðhlynningu sem hann fær ekki í Grikklandi. Íslenska ríkið gat ekki sýnt kærleika með því að bjóða fjölskyldunni áfram- haldandi dvöl,“ segir Ólöf Salmon Guðmundsdóttir, meðstjórnandi Amnesty á Íslandi sem hitti íröksku fjölskylduna í Aþenu sem var f lutt nauðug frá Íslandi til Grikklands. Eins og fjallað hefur verið um síðustu daga var fimm manna fjöl- skylda meðal þeirra sem var vísað úr landi með valdi þann 2. nóvem- ber síðastliðinn. „Þarna er 47 ára móðir með börnin sín fjögur, faðir þeirra var myrtur í Írak árið 2017 og síðan þá eru þau búin að vera á hrakhólum. Þau eru alltaf að lenda í nýjum erf- iðum áskorunum,“ segir Ólöf og að við komuna til Grikklands hafi fjöl- skyldunni verið vísað út á götu. Ólöf segist gera sér grein fyrir því að Ísland geti ekki tekið við enda- lausum straumi flóttamanna en að það sé mannúðarsjónarmið að huga að fjölskyldunni. „Við komuna tók gríska lögreglan við fólkinu og sagði þeim í raun að fara út á götu. Þau fá Írakska fjölskyldan þreytt og ráðvillt í Aþenu í raun ekki neitt og virðast einfald- lega vera fyrir þarna úti. Þau fengu pappíra til að fara úr landi þegar þau vilja, það gefur þeim samt ekki neitt.“ Með velvild í huga tókst kennara við Fjölbrautaskólann við Ármúla, FÁ, sem kenndi stúlkunum, að útvega fjölskyldunni húsnæði til eins mánaðar en Ólöf segir að það sé ekki framtíðarúrræði. „Þau eru komin með húsnæði sem er ekki fyrir tilstilli íslenska né gríska ríkisins. Þetta var gert af hálfu kennara í FÁ. Henni þótti svo vænt um stúlkurnar og tókst að útvega skammtímahúsnæði, greiddi fyrir það og kom í veg fyrir að þau þyrftu að sofa á götunni.“ n benediktboas@frettabladid.is ÚKRAÍNA Bæjarráð Akureyrar lagði til í gær að bæjarstjórn Akureyrar slíti vinabæjarsamstarfi við Múr- mansk og að bærinn segi sig úr samtökunum Northern Forum, sem eru að stórum hluta samtök sveitar- félaga í Rússlandi. Bæjarráð vísaði tillögunum til umræðu í bæjarstjórn. Ekkert annað íslenskt sveitarfélag á vina- bæjarsamkomulag við rússneska bæi. Tromsö, sem var einnig vinur Múrmansk, sleit vinabæjarsam- starfi sínu ekki alls fyrir löngu. Árið 1994 undirrituðu fulltrúar Akureyrarbæjar og Múrmansk vinabæjarsamkomulag í von um að koma á fót samskiptum á sviði menningar, íþrótta, lista og við- skipta. n Vilja enda vináttu við Múrmansk 4 Fréttir 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.