Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 68
Ég vil að allar stúlkur viti að kynjajafnrétti er, og ég er sannfærð um það, óumflýjan- legt. Sima Bahous tók við embætti framkvæmdastýru fyrir ári síðan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sima stýrði umræðum á viðburði í Reykjavík fyrr í mánuðinum ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Framkvæmdastýra UN Women segir það óumflýjan­ legt að kynjajafnrétti muni nást, en hefur áhyggjur af því að það verði ekki árið 2030, eins og stefnt hefur verið að, heldur árið 2330. Hún segir áskoranirnar fram undan þrenns konar, átök, loftslags­ vána og Covid. Sima Sami Bahous tók við embætti f ramk væmda­ stýru UN Women í fyrra og segir að fyrsta árið hafi verið verulega gefandi en á sama tíma hafi það verið erfitt. Sérstaklega með tilliti til heims­ faraldurs Covid, loftslagsvárinnar og átaka eins og eru í Úkraínu, Afganistan og annars staðar, sem hún segir að hafi að mörgu leyti markað stefnu stofnunarinnar síðasta árið. „En ég tók við þessu starfi til að gera betur og það gefur mér mikla orku og hvatningu að vita að ég hafi tækifæri til að leiða svo mikil­ væga stofnun og breytingar innan hennar.“ Spurð hvort margt hafi komið henni á óvart þetta fyrsta ár henn­ ar í embætti, segir hún að það hafi ekkert endilega komið á óvart en að hún hafi ekki búist við því sem gerðist í Úkraínu. Hún segist þó hafa lengi starfað í þróunaraðstoð og sé því vel með­ vituð um þau málefni sem liggja fyrir og það sem getur komið upp á. Enn langt í land UN Women er eina stofnun Sam­ einuðu þjóðanna sem vinnur alfar­ ið í þágu jafnréttis og þar með talið kynjajafnrétti. Hún segir að enn sé langt í land að ná því. „Við vorum langt frá því og Covid gerði það enn erfiðara. Það er misjafnt eftir löndum hversu langt þau eru komin og Ísland er eitt þeirra sem leiðir vegferðina,“ segir Sima og að það megi rekja til átaks kvennahreyfinga hér á landi og ýmissa bandamanna þeirra yfir langan tíma. „En alþjóðlega er staðan ekki góð.“ Hún segir að ef laust viti margir að leiðtogar heimsins hafi lofað að ná kynjajafnrétti árið 2030 í tengslum við Sjálf bærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna. „En samkvæmt okkar útreikn­ ingum og miðað við þróun mála eins og hún er í dag, mun það ekki taka átta ár heldur 300 ár. Það er óásættanlegt og allir, sama hvar þeir eiga heima, ættu að skamm­ ast sín fyrir það. Þetta er ekki bara vandamál kvenna og stúlkna. Þetta er vandamál okkar allra,“ segir Sima og að það sé skylda okkar allra að bregðast við þessu. Hún segir að án þess þá munum við aldrei geta tekist á við þær áskoranir sem eru fram undan og að ekki sé hægt að ná neinum fram­ förum án þess að helmingi mann­ kyns, konum, sé lyft hraðar upp. Þrenns konar áskoranir Spurð hverjar séu stærstu áskoran­ irnar fram undan þá segir hún þær þrenns konar. Þær varði átök um allan heim, loftslagsvána og svo Covid­19. „Það eru aldrei konur sem hefja átökin en það eru alltaf þær sem þurfa að taka á sig mestan kostnað vegna þeirra. Auk þess eru konur oft útilokaðar frá því ferli sem fer af stað þegar samið er um frið, á nákvæmlega sama tíma og í sögu­ legu samhengi þær hafa mest fram að færa,“ segir hún og að önnur áskorunin sé loftslagsváin. Það sé allt frá náttúruhamförum tengdum loftslagsbreytingum og þörfinni á því að aðlagast þeim breytingum sem eru fram undan, hraðar. Þrjú hundruð ár í að jafnrétti náist Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is „Sú þriðja er viðvarandi en hún er viðbrögð við Covid­heimsfar­ aldri. Við höfum greint viðbrögð ólíkra landa eftir efnahag þeirra og hvernig þau hafa farið að því að byggja sig aftur upp og við sjáum að það eru leiðir sem virka betur fyrir konur og leiðir sem virka verr,“ segir Sima og að fyrir öll lönd sé nauðsynlegt að skoða við­ bragðsáætlanir með tilliti til þess hvaða áhrif það hefur á bæði konur og karlmenn. Erum við að ganga í gegnum bak- slag? „Já, það er mörgum sem finnst þeim ógnað af framförum þegar kemur að kynjajafnrétti, en þau hafa yfirleitt rangt fyrir sér því aukið kynjajafnrétti gagnast okkur öllum. En sumu fólki er ógnað og það er að reyna að ýta okkur aftur á bak,“ segir Sima og að það sé eðli­ legt að fólki líði eins og það séu ekki framfarir heldur afturför. Sérstak­ lega þegar litið er til Afganistan þar sem yfirvöld hafa aftur takmarkað réttindi stúlkna og þegar litið er til landa á Norðurslóðum þar sem mörg lýðræðisleg gildi og réttindi kvenna eru í hættu og sæta árás. Kynjajafnrétti er rétt Hún segir að á sama tíma megi þó ekki gleyma því að að mörgu leyti stöndum við framar nú en áður. „Heimurinn er óneitanlega fram­ ar í dag en hann var fyrir einni kyn­ slóð eða tveimur. Raunveruleikinn er sá að okkar málstaður mun fara áfram. Við höfum upplifað bakslag og mótvind áður og við munum gera það aftur, en sagan hefur sýnt okkur að það getur ekkert stoppað okkur. Því við höfum rétt fyrir okkur. Konur og stúlkur, með karlmenn og drengi sér við hlið, hafa skuldbundið sig til að vinna að jafnrétti og munu aldrei gefast upp,“ segir Sima ákveðin. Spurð hvað sé hægt að gera til að mæta mótvindi segir hún að ein lausn sé hreinlega að halda áfram með vinnuna, að gefast ekki upp. „Við vitum að það sem virkar best er að setja framgang kvenna í forgang, að tryggja þátttöku þeirra, bæði almennt og í gegnum sértæk úrræði eins og kynjakvóta, stefnu­ mótun sem tekur þarfir kvenna og stúlkna sérstaklega til greina og með því að skilgreina fjármagn sem fer í verkefni sem styðja við konur og að koma þeim í leiðtogastöður. Við höldum áfram með þetta.“ Fordæmi leiðtoga mikilvægt Hún segir að annað sem sé mikil­ vægt sé að leiðtogar taki réttar ákvarðanir fyrir konur og séu þann­ ig réttum megin sögunnar. „Það fordæmi sem leiðtogar setja um allan heim er ákaflega mikil­ vægt, og orð þeirra líka. Við þurfum fleiri leiðtoga, bæði karla og konur, sem styðja við jafnrétti og tryggja þannig að ekki fari á milli mála að þau séu fulltrúar þjóðar sinnar og þess fjölbreytileika sem má finna innan hennar,“ segir Bahous og að þess vegna verði að fjárfesta í for­ ystu kvenna. Hún var hér á landi fyrr í mánuð­ inum til að taka þátt í leiðtoga­ fundi kvenna hér á Íslandi og stýrði, ásamt forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, umræðum. Sima segir fundinn hafa verið góða áminningu um öfluga fjölbreytni, skuldbindingu, sérþekkingu og afrek kvenleiðtoga. „Eftir því sem fleiri og fleiri konur taka meiri ábyrgð sem leiðtogar í bæði einkageira og hinum opinbera, er ég viss um að ganga okkar að jafn­ rétti mun ganga hraðar.“ Óumflýjanlegur veruleiki Hvað er mikilvægast fyrir stúlkur í dag? „Ég held að það sem er mikil­ vægast fyrir stúlkur í dag sé að hafa tilfinningu fyrir því að þær geti sjálfar haft áhrif á líf sitt, um leið og þeim líður eins og þær séu partur af stærri heild og byltingu. Stúlkur verða að vita að þær eiga tilkall til sömu mannréttinda og allir aðrir; til menntunar, til samfélagslegrar þátttöku og til að ráða sjálfar yfir eigin líkama. Það verður að styðja stelpur og fræða þær svo þær viti að þessi réttur er þeirra, að þær stjórna eigin lífi og að það er alltaf óásættanlegt að takmarka réttindi þeirra að einhverju leyti. Þó veg­ ferð hverrar konu og stúlku sé ein­ stök þá stendur engin þeirra ein. Kvennahreyfingar eru fjölbreyttar, stórar, síbreytilegar og alltaf í þróun. Sérhver stúlka getur verið partur af hreyfingunni sem þátttakandi, við­ takandi eða leiðtogi,“ segir Sima og heldur áfram: „Ég vil að allar stúlkur viti að kynjajafnrétti er, og ég er sannfærð um það, óumflýjanlegt. Og þær fá tækifæri til að taka þátt í að koma því á.“ UN Women starfar bæði á alþjóðavísu en á einnig landsnefnd hér á Íslandi. Sima segir að UN Women á Íslandi sé dýrmætur sam­ starfsaðili en landsnefndin á Íslandi sendi í fyrra út til UN Women hæsta fjárframlag allra tólf landsnefnda sjötta árið í röð, óháð höfðatölu, og er því einn helsti styrktaraðili verk­ efna UN Women á heimsvísu. Mán­ aðarlega styrkja nærri tíu þúsund Íslendingar starf UN Women. „Samstarf okkar á Íslandi er tví­ þætt. Fyrst verð ég að nefna tengsl okkar við íslensku ríkisstjórnina sem alltaf hafa verið sterk. Íslenska ríkisstjórnin hefur ekki aðeins styrkt okkur fjárhagslega heldur einnig í stefnumótun og hefur þann­ ig margfaldað áhrifin og hefur sýnt gott fordæmi með því að tala um og berjast fyrir kynjajafnrétti á alþjóð­ legum grundvelli,“ segir Sima og að á sama tíma hafi landsnefnd UN Women á Íslandi verið einn helsti talsmaður UN Women á heimsvísu. „Ekki bara með því að vekja vit­ und og safna stuðningi við vinnu UN Women, heldur einnig með því að tala fyrir þeim gildum sem við tölum fyrir alþjóðlega, á Íslandi.“ Hún segir að á meðan hún dvaldi hér á Íslandi hafi hún fengið tæki­ færi til að hitta forsætisráðherra, aðra ráðherra og ýmsa embættis­ menn, sem hún vilji þakka stuðn­ inginn. „En ég vil líka senda mínar hlýj­ ustu þakkir til fólksins á Íslandi, en skuldbinding þess til kynjajafn­ réttis vekur athygli um allan heim og við kunnum að meta það.“ n 36 Helgin 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.