Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 62
Það eru að meðaltali þrjú sjálfsvíg í hverjum mánuði á Íslandi og börn eru að finna til meiri og meiri vanlíð- unar, þetta er ekki hægt. Handknattleiksmaðurinn Björgvin Páll Gústavsson gefur út barnabók fyrir jólin. Hann nýtur þess að vera fyrirmynd og útilokar ekki forsetaframboð í næstu kosningum. Bókin snýst svolítið um að gera fólki grein fyrir því að það eru allir eins og þeir eru út af einhverju. Það vill enginn vera óþekkur, það vill enginn vera lagður í einelti eða leggja í einelti, það vill engum líða illa,“ segir Björgvin Páll Gúst- avsson, handknattleiksmaður og rithöfundur. Hann gefur út nú fyrir jólin bókina Barn verður forseti. Um er að ræða barnabók sem segir lífssögu Björgvins Páls á barn- vænan hátt, en hann ólst upp við erfiðar aðstæður og var til að mynda um tíma á Barna- og unglingageð- deild (BUGL) þegar hann var lítill strákur. „Ég hef áður gefið út mína sögu í bók en það hafði verið kallað eftir því að ég gerði það líka fyrir börn,“ segir Björgvin Páll. „Þarna stikla ég á stóru en segi sögu mína, stráksins sem beit kennarann sinn þegar hann var sex ára, var tekinn með hníf í skólanum þegar hann var átta ára og tólf ára stráksins sem fékk þá umsögn í sveit að hann væri barn sem erfitt væri að þykja vænt um.“ Björgvin segir markmið bókar- innar vera að auka vellíðan barna, í bókinni leyfi hann börnum að spegla sig í honum sjálfum og sögu hans. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir börn og ungmenni í dag að heyra það frá einhverjum að þetta verði allt í lagi og ég held að það sé mikilvægt fyrir alla að eiga sér f lottar fyrirmyndir, þegar ég var lítill átti ég margar fyrirmyndir, til dæmis Michael Jordan, Jón Pál og Vigdísi Finnbogadóttur,“ segir Björgvin Páll. „Eins fylgdist ég mikið með lands- liðum Íslands á mínu erfiðasta tíma- bili, þegar ég var á BUGL, þá fylltist ég miklu þjóðarstolti, var stoltur af því að vera Íslendingur,“ segir hann. Björgvin Páll segir að strax þarna hafi hann langað að vera fyrirmynd fyrir aðra. „Mig langaði að verða góð fyrirmynd fyrir aðra, komast á þann stað að ég gæti verið fyrirmynd og það tókst mér með því að verða góður íþróttamaður og góð mann- eskja,“ segir hann. Gerðist hratt Björgvin Páll hafði lengi gengið með þá hugmynd í maganum að gefa út barnabók, hann hafi þó ekki stefnt á að gera það strax. „Svo kölluðu aðstæður á það að ég gerði þetta núna.“ Hann segir að í kjölfar mikillar umræðu um einelti og vanlíðan barna í samfélaginu, hafi hann ekki getað beðið lengur með að gefa út bókina. „Eins svipti einn einstakl- ingur innan fjölskyldunnar sig lífi og þá fannst mér ég verða að láta verða af þessu, þetta helltist bara yfir mig. Það eru að meðaltali þrjú sjálfsvíg í hverjum mánuði á Íslandi og börn eru að finna til meiri og meiri van- líðunar, þetta er ekki hægt.“ Björgvin Páll setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína sem fékk mikil viðbrögð og var svohljóðandi: „Ef þig langar ekki að lifa lengur ... Heyrðu í mér! Bara ef þér líður eitthvað illa ... Heyrðu í mér! Það á enginn að burðast einn með sársauka ...“ Færsl- an náði til um 45 þúsund manns og í Vildi alltaf vera fyrirmynd Björgvin Páll ólst upp við erf- iðar aðstæður. Hann deilir sinni sögu með börnum með þá von að hann geti hjálpað þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Björgvin Páll gekk lengi með hugmynd að barnabók í mag- anum, hún er nú komin út, fyrr en hann gerði ráð fyrir. kjölfar færslunnar fékk Björgvin Páll fjölda skilaboða frá fólki úr ólíkum áttum. Skilaboðin sem hann fékk segir hann hafa verið enn meiri hvatningu til að gefa bókina út sem fyrst. „Skilaboðin sem ég fæ þegar ég set eitthvað svona á netið eru allt frá því að einhverjum sé illt í tánni og upp í að fólk vilji ekki lifa lengur, ég er ekki sérfræðingur en ég reyni að beina fólki í rétta átt. Það eru til svo mörg úrræði og það er alltaf betra að tala við einhvern í stað þess að segja ekki neitt,“ segir hann. „Ég held að fólk eigi auðvelt með að leita til mín af því að ég hef verið duglegur að berskjalda mig, tala opinberlega um mína vanlíðan. Ég svara öllum skilaboðum sem ég fæ og reyni að vera varkár. Stundum vísa ég fólki á Píeta og stundum bið ég fólk að deila sinni líðan með ein- hverjum sem er þeim nálægt. Það hefur gerst að ég hafi leitað uppi ætt- ingja manneskju sem leitaði til mín, svo mikil var neyðin,“ segir Björgvin Páll. „Útgáfa bókarinnar er svo búin að gerast mjög hratt. Ég hafði samband við útgáfufyrirtækið sem gaf út hina bókina mína og sagðist vilja gefa út barnabók fyrir jólin, þau spurðu bara hvaða jól og hlógu þegar ég sagði þessi jól,“ segir Björgvin Páll. „Svo bara fór allt á fullt og bókin fer í forsölu núna um helgina.“ Útilokar ekki framboð Spurður út í nafnið á bókinni, Barn verður forseti, segir Björgvin Páll það áminningu um að öll getum við sett markið hátt og látið okkur dreyma um hvað sem er. „Sagan segir líka frá því hvernig framtíðin gæti litið út, hvort það þýði að ég fari í forsetaframboð eða ekki verður tíminn bara að leiða í ljós.“ En langar þig að verða forseti? „Ég held að ég gæti orðið góður forseti. Ég tel að mér hafi tekist vel til í að vera ákveðin fyrirmynd og sameiningartákn. Ef ég yrði forseti gæti ég verið fyrirmynd fyrir miklu fleiri. Verið forseti allra barna, for- seti íþrótta og allra þeirra sem standa höllum fæti,“ segir Björgvin. „Mín orka þessa dagana fer hins vegar öll í að vera góður eiginmaður og pabbi, standa mig inni á vellinum og halda áfram að reyna að vera góð fyrirmynd og hjálpa öðrum að líða betur,“ segir Björgvin Páll. „Handboltinn tekur mikinn tíma núna, ég stend í ströngu með Val fram að jólum og síðan eru næstu 20 mánuðir ansi þéttir ef allt gengur upp. Heimsmeistaramótið er í janú- ar og á næsta tímabili er Evrópumót og Ólympíuleikar, ef við komust þangað,“ segir hann. „Mér skilst að næstu forsetakosningar séu mán- uði fyrir Ólympíuleikana, það væri reyndar mjög áhugavert að verða fyrsti forsetinn til að keppa þar,“ bætir Björgvin hlæjandi við. n Ef þér eða einhverjum sem þú þekkir líður illa skaltu leita þér hjálpar. Píeta samtökin eru opin allan sólar- hringinn s: 552 2218, einnig Hjálpar- sími Rauða krossins s: 1717, og hægt er að fá aðstoð í netspjalli á 1717.is. Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 30 Helgin 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.