Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 82
KVIKMYNDIR El Buen Patrón Leikstjóri og höfundur: Fernando León de Aranoa Leikendur: Javier Badem, Manolo Solo, Almudena Amor Nína Richter Góði yfirmaðurinn, á frummálinu El Buen Patrón, gerist í og við Blan- cos Básculas-verksmiðjuna, þar sem allt snýst um jafnvægi en í verk- smiðjunni eru jú framleiddar vogir. Blanco er yfirmaðurinn og er í upp- hafi sögu að undirbúa starfsfólkið undir heimsókn frá nefnd sem veitir fyrirtækjum virt verðlaun. Starfs- manninum Jose er sagt upp um svipað leyti og nefndin boðar komu sína og þá upphefst vandræðagangur meðal stjórnenda sem snýr að því að bæla niður mótmælaaðgerðir hans gegn uppsögninni. Javier Bardem heldur uppi mynd- inni á köflum sem sjálfsörugga skít- seiðið og kvennaljóminn Blanco, og áhorfandinn dáleiðist yfir skrifstofu- legri moppuhárgreiðslunni ofan á siðblindu heilabúi persónunnar með aðdáun og hryllingi. El Buen Patrón var framlag Spán- verja til Óskarsverðlaunanna í ár. Það þjónar myndinni ekki að vera uppsett eða markaðssett sem gamanmynd, þó að hún geti verið grátbrosleg á köf lum. Senurnar sem settar eru upp sem grínsenur eru slappasti hlekkurinn í annars þokkalegri keðju. Bestu sprettirnir eru hægur kómitragískur bruni sem fá áhorfandann til að engjast um af óþægindum. n NIÐURSTAÐA: Sagan rassskellir samfélagið og á hápunktinum býður hún upp á sterk stef um kynjadýnamík og neyslu á sam- skiptum, viðskiptum með fólk og skrifstofupólitík á sama tíma og leiðarstefið er nánast hallærislega augljós líking um vogir og réttlæti. Skemmtanagildi í grásprengda skítseiðinu Javier Bardem fer á kostum. MYND/SKJÁSKOT 20. nóvember kl. 20:30 Skráning í síma 555 2900 GASTROPUB Guðlaug Sóley Höskulds- dóttir er alin upp í Smá- íbúðahverfinu. Hún flutti til Svíþjóðar til þess að æfa skauta, íþrótt sem hún æfði í þrettán ár. Í dag býr hún í Hamrahverfi í Grafarvoginum þar sem hún rekur stúdíó og semur tónlist undir nafninu gugusar. ninarichter@frettabladid.is Á dögunum kom út platan 12:48 með gugusar, sem hefur hlotið afburða dóma gagnrýnenda heima og heim- an. Erlendir tónlistarblaðamenn sem sáu gugusar á Airwaves hafa keppst um að mæra ungu listakonuna og spara ekki stóru orðin. Fræið á skautasvellinu „Ég væri kannski dansari ef ég væri ekki í tónlist,“ segir Guðlaug sem svarar spurningum blaðamanns í síma á sólríkum vetrardegi. Hún er heima hjá sér í Grafarvoginum, talar rólega þrátt fyrir að vera yfir- lýstur orkubolti, og nálgast hlutina af hógværð. Enn ein rósin í hnappagat sinnar kynslóðar. „Ég dansa mikið þegar ég er að spila á tónleikum, en ég hef ekki æft dans. Ég æfði skauta í mörg ár, meiddist og fór svo að gera tónlist,“ segir hún. Á skautasvellinu lá fræið sem varð óvænt að tónlistarferli. „Ég byrjaði að klippa keppnistón- listina mína sjálf þegar ég var mjög ung. Öllum fannst það skrýtið hvern- ig ég kunni að klippa lög. Mig lang- aði að gera þetta betur en þjálfarinn minn og mér fannst þetta líka svo áhugavert,“ segir Guðlaug. Viðtökur með besta móti Meiðsli settu strik í reikninginn og skautaferillinn leið undir lok. Guð- laug, sem hafði mætt á skautaæfingar fyrir og eftir skóla, hafði skyndilega mikinn tíma aflögu og þannig tók tónlistin við. „Ég byrjaði 16 ára að semja plötuna, ég er 18 ára í dag. Það er gaman að hún sé loksins komin út,“ segir hún. Guðlaug segir við- tökurnar hafa verið með besta móti og sér í lagi hafi hún fengið hól frá kollegum sínum í faginu, auk fjöl- skyldu og vina. „Það er hrósið sem mér finnst skemmtilegast að fá,“ segir hún. Að sögn Guðlaugar er Röddin í klettunum fyrsta lagið sem hún samdi fyrir þessa plötu. „Ég var inni í stúdíói að leika mér með demó og komst í eitthvert zone,“ segir hún og bætir við að sköpunar- ferlið sé mismunandi eftir lögum. „Ég á erfitt með að setjast niður og hugsa: Núna ætla ég að semja svona lag. Það virkar eiginlega aldrei. Oftast verð ég að leika mér þangað til ég finn eitthvað sem mér finnst skemmtilegt.“ Guðlaug syngur og semur allt sitt efni sjálf og pródúserar það líka. Hún segist hafa lent í því að fólk trúi henni ekki þegar hún segist hafa pródúserað lögin. „Ég reyni að taka því sem hrósi. En þetta hlýtur að vera af því að ég er ung og ég er kona. Þetta eru sennilega bara fordómar. Það er fullt af flottum konum að pródúsera og mér finnst ekki nógu mikið talað um það.“ Þykir vænst um erfiða lagið Guðlaug segir mest krefjandi lagið á plötunni hafa verið Þurfum að batna. „Það var erfitt lag en mér þykir vænst um það af öllum lögum á plötunni. Ég var rosa lengi að vinna í því og var alltaf að breyta því alveg. Ég var komin með ógeðslega leið á þessu og það var ekki fyrr en ég sýndi mömmu lagið og hún sagði: Þú verður að hafa þetta með. Þannig að ég ákvað að taka mér smá pásu og þá fór ég að fíla það meira og meira,“ segir hún og bætir við hversu fegin hún sé að hafa farið þá leið. Þegar Guðlaug semur nýtt lag setur hún gjarnan upp demó, fer í göngutúr og hlustar á það aftur og aftur. „Það hjálpar mér mjög mikið.“ Það virðist vera fantagott verklag, því að ný gugusar-plata er í vinnslu, þrátt fyrir að hin nýjasta sé nýlent í búðum. „Ég er að vinna í nýrri plötu, ég er komin með fjórtán lög. Ég stefni Gugusar er að hlusta á Wildfire SBTRKT, Little Dragon „Þetta lag var á repeat hjá mér þegar ég var í New York með pabba í sumar. Núna sé ég alltaf New York og sumar fyrir mér þegar ég hlusta á þetta lag. Enda er þetta æðis- legt lag.“ United in Grief Kendrick Lamar „Kendrick Lamar er einn af uppáhalds listamönnum mínum. Ég byrjaði að læra textana hans utan að þegar ég var í 4. bekk og margir gerðu grín að mér fyrir það því ég var svo ung og það voru ekki margir að hlusta á svona hiphop á mínum aldri þá. Ég hlustaði á þetta lag um daginn og táraðist. Á góðan hátt.“ Fountains Drake, Tems „Þetta lag er svo ótrúlega þægilegt. Mér líður alltaf betur þegar þetta lag er í gangi. Líka þessi lúmski bassi sem kemur inn 0:39 og hefur einhver svaka áhrif á mig.“ Bikini bottom Ice Spice „Þegar ég hlusta á þetta lag líður mér smá eins og ég geti allt sem ég vil. Þetta er svo mikill sjálfstrausts-bomba. Veit ekki hvernig ég á að út- skýra það betur en mér líður eins og „bad bitch“ þegar ég hlusta á þetta lag.“ Eyelar Fred again… „Þetta lag er líka mjög þægi- legt. Það er svo æðislegur smooth synth-i í þessu lagi. Minnir mig á vetur og kulda af einhverri ástæðu.“ á útgáfu, og ef samningar eru ekki að eyðileggja það, þá kemur vonandi plata á næsta ári. Annars fer þetta voða mikið eftir flæðinu. Ég er enn þá bara að klára menntaskóla,“ segir hún og hlær lágt. Myndlistarnám og músík Guðlaug hætti í MH og færði sig yfir í Myndlistarskólann. „Ég fæ leyfi og tækifæri til að vera í tónlist og í skóla. Þetta er krefjandi og ég er kannski að útskrifast með 5 en ég er sátt með það bara. Ég er mjög fegin og heppin að fá að vera í Myndló,“ segir hún. n Guðlaug er með stúdíó í Grafarvogi og vinnur núna að nýrri plötu. Hennar nýjasta verk er platan 12:48 sem kom út 11. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég er að vinna í nýrri plötu, ég er komin með fjórtán lög. Ég stefni á útgáfu, og ef samningar eru ekki að eyðileggja það, þá kemur von- andi plata á næsta ári. gugusar Fræið að ferlinum kom til á skautum 50 Lífið 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 19. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.