Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 24
Nína var bara svo mögnuð kona. Hún talaði við mig eins og ég skipti máli og það skipti mig miklu meira máli en ég gerði mér grein fyrir þá. Hversu lengi láta þingmenn bjóða sér slíka háttsemi af hálfu forseta? Hvernig á fólk að leita sér aðstoðar þegar því líður illa þegar tími hjá sál- fræðingi kostar 15–20 þúsund krónur? n Í vikulokin Ólafur Arnarson Hiphop-djamm til minningar um Nínu Geirsdóttur verður haldið á sunnudag. Nína lést nýlega en hún á stóran þátt í íslenskri hiphop-sögu. Nína rak verslanirnar Jónas á milli og Exodus. birnadrofn@frettabladid.is Ég sá á Instagram að Nína væri dáin og það tók á mig,“ segir takt kjafturinn Bjartur Guðjónsson, betur þekktur sem Beatur. Hann stendur fyrir hiphop-djammi til minningar um Nínu Geirsdóttur sem lést nýlega. Nína stofnaði verslunina Jónas á milli árið 1992 og síðar Exodus. Í upphafi var Jónas á milli verslun sem seldi ýmsa hluti tengda ólíkum menningarheimum en síðar hóf Nína að selja fatnað tengdan hip- hop-menningu. Árið 1996 skall stór hiphop-bylgja á Íslandi, allir vildu klæðast fötun- um sem Nína seldi í Jónasi á milli og Exodus, baggy-buxum, Southpole, Enyce og Tribal svo dæmi séu tekin. Fatastílnum sem um ræðir var gefið samheitið skopparaföt, þau sem þeim klæddust voru skopparar og því nettari sem skopparinn var því „vanari“ var hann sagður vera. Í grein sem birtist í DV í ágúst árið 2005 var Nína kölluð „mamma allra íslenskra skoppara“. Þar segir hún velgengni Jónasar á milli og Exodus, hiphop-strákunum í Reykjavík að þakka. Hún tekur fram hversu vænt henni þykir um strákana, að það hafi verið æðislegt að sjá þá vaxa úr grasi. Beatur er einn þessara stráka. „Nína var bara svo mögnuð kona. Hún talaði við mig eins og ég skipti máli og það skipti mig miklu meira máli en ég gerði mér grein fyrir þá,“ segir Beatur. „Ég var bara þrett án ára „chubby “ strák ur sem vissi ek kert hvað hann vildi, nema að ég vildi vera töff og hún hjálpaði mér með það.“ Beatur segir að í Jónasi á milli og síðar Exodus hafi Nína boðið alla velkomna og tekið öllum opnum örmum. Þar hafi hún skapað suðu- pott hiphop-menningar á Íslandi. „Þarna var ég að byrja sem takt- kjaftur, hún hvatti mig áfram alveg eins og alla Minnast Nínu með hiphop-djammi Beatur segir Nínu hafa reynst sér vel á hans yngri árum. Á morgun mun hann ásamt fleirum minnast hennar með djammi á Mikka ref. Jónas á milli var merkt að framan með þessu flotta graffítí. MYNDIR/AÐSENDAR hina krakkana, hún lét mig alltaf finna að henni þætti vænt um mig og það var svo mikið pepp fyrir mig á þessum tíma og ég þurfti á því að halda,“ segir hann. „Þetta var bara geggjaður staður að vera á. Hún hjálpaði manni að velja fötin, hvað passaði saman og svona og þarna eyddi ég bara mjög mörgum klukkustundum, og öllum mínum peningum,“ segir Beatur. Hann segir að allir þeir sem hann hafi leitað til varðandi minningar- djamm til heiðurs Nínu hafi tekið vel í hugmyndina og viljað vera með. Viðburðurinn fer fram á morgun á milli klukkan 13 og 18 á Mikka ref á Hverfisgötu, í húsinu við hlið hússins sem hýsti Exodus. Þar koma fram goð- sag nir íslensk u hiphop-senunnar, ásamt því að hver sem er getur gripið í míkrófóninn. n Beatur á unglingsárunum í fötum frá Jónasi á milli. Við mælum með Le Kock Hamborgararnir á Le Kock í Tr yg g vagötu er u ek kert eðli- lega góðir og það sama má segja um stemninguna á staðnum. Við mælum sérstaklega með Trump Tower Smash-borgaranum, hann færðu með lauk, súrum gúrkum, káli, tvöföldum osti, truff lu-tóm- atssósu, sinnepi og mæjónesi. Kart- öf lurnar á Le Kock eru líka geggj- aðar og ólíkar því sem maður er vanur. Chipotle-kartöflurnar með beikoni, chipotle-sósu, gvakamóle, hvítlaukssósu og vorlauk bráðna til að mynda í munni. Pósthús-mathöll Íslendingar virðast vera sólgnir í mathallir og ber því að fagna opnun þeirra nýjustu, Pósthúsi- mathöll. Höllin er staðsett í Póst- hússtræti og er einstaklega falleg, hönnuð af Leifi Welding sem er einnig einn af eigendum mat- hallarinnar. Í Pósthúsi-mathöll er fjöldi veitingastaða, sem dæmi má nefna nýjan stað veitingamannsins Sigga Hall. n Hálfdán Árnason var átján ára þegar hann lenti í bílslysi, hann keyrði á fjórtán ára stúlku með þeim afleiðingum að hún lést. Hálfdán segir sögu sína í þessu tölu- blaði, hvernig hann vann í sjálfum sér til að öðlast hamingju að nýju og hætta að kenna sjálfum sér um. Hálfdán hefur unnið í áfallinu síðan árið 2006 með sálfræðingum, geðlæknum og öðrum innan heil- brigðiskerfisins. Hann talar um að slík þjónusta ætti ekki að kosta neitt, Björgvin Páll Gústavsson talar um vanlíðan ungmenna og hversu mikilvægt það er að leita sér aðstoðar ef manni líður illa. Hvernig á fólk að leita sér aðstoðar þegar því líður illa þegar tími hjá sál- fræðingi kostar 15–20 þúsund krónur og bið eftir tíma hjá geðlækni er margir mánuðir eða ár? Björgvin Páll nefnir að á Íslandi svipti að meðal- tali þrjár manneskjur sig lífi í hverjum mánuði. Það eitt og sér ætti líklega að vera nægileg ástæða til að endurskoða kostnað vegna sálfræðiþjónustu eða biðlista til geðlækna, raunverulega gera eitthvað í málunum. Á meðan ástandið er enn svona minni ég alla sem líður illa og vilja aðstoð á Píeta samtökin og Rauða krossinn. Þar er hægt að fá aðstoð allan sólar- hringinn, hún kostar ekkert. n Dýrt að fá aðstoð BIRNADROFN@FRETTABLADID.IS Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka dregur upp mynd sem í besta falli sýnir getuleysi, van- kunnáttu og sleifarlag þeirra sem sáu um þá sölu. Ábyrgðin á verkinu hvílir hjá fjármálaráðherra en hann hyggst hrista hana af sér. Af slíku hefur hann áralanga reynslu. Í þetta sinn ætlar hann að fórna forstjóra og stjórnarformanni Bankasýslunnar. Raunar er sann- gjarnt að þeir axli sína ábyrgð því að klúður þeirra er margvíslegt. Þeir geta hins vegar ekki axlað ábyrgð þess sem pólitíska ábyrgð ber á ferli sem var klúður frá byrjun. Núna blasir við hvers vegna svo miklu máli skipti að skýrslan kæmi ekki fram í dagsljósið fyrr en að landsfundi Sjálfstæðismanna afstöðnum. Óvíst er að landsfund- arfulltrúar hefðu treyst sér til að endurnýja umboð formannsins sem ber óskipta ábyrgð á því að valdir einstaklingar fengu að kaupa hluti í útboðinu, en ekki einungis viður- kenndir gagnaðilar á markaði, þvert gegn ráðleggingum ráðgjafa Banka- sýslunnar. Önnur skýrsla hefur ekki vakið eins mikið umtal og sú um banka- söluna. Í maí 2020 skilaði Ríkis- endurskoðun skýrslu um starfsemi Lindarhvols, sérstaks félags sem fjármálaráðuneytið stofnaði til að annast sölu á ákveðnum eignum sem þrotabú gömlu bankanna skil- uðu til ríkisins. Þessi skýrsla er enn óafgreidd tveimur og hálfu ári eftir að hún kom inn í þingið. Helsta ástæðan fyrir því er að forseti Alþingis situr eins og ormur á gulli á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoð- Skýrslan sem bíður og greinargerðin sem enginn fær að sjá anda um málið og neitar að afhenda þingnefndum og fjölmiðlum þrátt fyrir að forsætisnefnd hafi í apríl síðastliðnum samþykkt að afhenda Viðskiptablaðinu greinargerðina. Greinargerð fyrrverandi ríkisend- urskoðanda um Lindarhvol dregur upp dökka mynd af starfsemi félags- ins, ólíkt skýrslu Ríkisendurskoð- unar, sem sumir kalla hvítþvott. Hversu lengi ætlar forseti Alþingis að sitja á greinargerð sem búið er að samþykkja að gera opinbera? Hversu lengi láta þingmenn bjóða sér slíka háttsemi af hálfu forseta? n 24 Helgin 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 19. nóvember 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.