Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 2
Þetta er bara venju- legur, eðlilegur samn- ingur sem var gerður af þeim sem sjá um mannauðsmálin hjá kirkjunni og ekkert meira um það að segja. Agnes M. Sigurðardóttir Stjörnubjart á Hálsatorgi Kveikt var á jólastjörnunni á Hálsatorgi í Kópavogi í gær. Krakkar af leikskólanum Urðarhóli voru viðstaddir til að fylgjast með tendrun stjörnunnar og gengu síðan í kringum hana. Jólastjarnan hefur lýst upp Hálsatorg fjögur ár í röð og fært jólastemningu yfir torgið. Ljósin verða tendruð á jólatré bæjarins á Að- ventuhátíðinni þann 26. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ómissandi með steikinni Titringur er innan þjóðkirkj- unnar vegna samnings við fjármálastjóra Biskupsstofu. Hann er ígildi hátt í tuttugu milljóna króna án vinnufram- lags. Utanaðkomandi lögfræð- ingur skoðar nú málið. helenaros@frettabladid.is TRÚFÉLÖG Umdeildur viðbótar- samningur Agnesar M. Sigurðar- dóttur, biskups Íslands, við Ásdísi Clausen, fyrrverandi fjármálastjóra Biskupsstofu, er til skoðunar hjá utanaðkomandi lögfræðingi sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Samningurinn við Ásdísi felur í sér óskoraðan rétt til launa í sjö mánuði, hátt í tuttugu milljónir króna, án tillits til ástæðu loka ráðningarsamnings. Hann var undirritaður 1. febrúar á þessu ári af Agnesi og Ásdísi, sem sagði svo upp störfum 1. september. Í viðaukanum við ráðningar- samning Ásdísar, líkt og það er kallað, segir að ekki yrði óskað eftir vinnuframlagi hennar í þessa sjö mánuði. „Ásdísi er heimilt, án þess að það hafi áhrif á samning þennan, að takast á hendur annað launað starf á meðan á uppsagnarfresti stendur,“ segir í þeim gögnum sem Frétta- blaðið hefur undir höndum. Þannig gæti Ásdís farið í annað launað starf og verið í raun á tvöföldum launum. Ásdís gegndi stöðu fjármálastjóra Biskupsstofu í um átján mánuði og þykir viðbótarsamningurinn í besta falli óvanalegur. Samkvæmt heimildum blaðsins fékk Ásdís eina greiðslu eftir uppsögn sína áður en þær voru stöðvaðar af fram- kvæmdastjóra kirkjuþings. Í júlí 2021 tóku gildi ný þjóð- kirkjulög sem höfðu í för með sér breytingar á fjárstjórnarvaldi þjóð- kirkjunnar. Þær fólust meðal annars í því að í stað kirkjuráðs, sem biskup var í, tók kirkjuþing við fjárstjórn- inni. Breytingin tók þó ekki gildi fyrr en um síðastliðin áramót. Með breytingunum á biskup Íslands að starfa innan þess fjár- hagsramma sem kirkjuþing setur honum. Nýtt stjórnskipulag þjóðkirkj- unnar, sem tók gildi um síðustu áramót, átti að undirstrika þessar breytingar. Skipulagið byggir á samþykkt frá aukakirkjuþingi frá 2021 þar sem samþykkt var að yfir- stjórn kirkjunnar yrði skipt upp í tvö ábyrgðarsvið. Samkvæmt skipulaginu á biskup að gæta einingar kirkjunnar sem snýr að öllu því sem lýtur að grunn- þjónustu kirkjunnar. Kirkjuþing kjósi framkvæmdanefnd úr röðum kirkjuþingsfulltrúa sem hafi eftir- lit með fjárhag og rekstri þjóð- kirkjunnar, ásamt því að fylgja eftir ákvörðunum og áætlunum sam- þykktum af kirkjuþingi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er mikil óánægja með við- bótarsamning Agnesar við Ásdísi innan Biskupsstofu og er hann, líkt og fyrr segir, nú til skoðunar. Umræða hafi verið um að óska eftir stjórnsýsluúttekt á fjármálum kirkj- unnar. Sú beiðni hefur þó ekki verið lögð fram formlega. „Þetta er bara venjulegur, eðli- legur samningur sem var gerður af þeim sem sjá um mannauðsmálin hjá kirkjunni og ekkert meira um það að segja,“ segir Agnes um samn- inginn. Aðspurð segist hún ekki vita hvort hann sé til skoðunar. n Tuttugu milljóna samningur á Biskupsstofu til skoðunar Biskup gerði viðbótarsamning við fjármálastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI thorgrimur@frettabladid.is ÚKRAÍNA Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bað fyrir kveðju til úkraínsku þjóðarinnar þegar hann mætti í förðun hjá úkraínska förð- unarfræðingnum og sminkunni Katrínu Kristel Tönyudóttur fyrir viðtal á Hringbraut á fimmtudag- inn. Guðna ku hafa þótt mikið til þess koma þegar hann heyrði að Katrína væri úkraínsk og hann bað hana að skila kveðju sinni til heima- lands hennar. Þau Guðni töluðust við á rúss- nesku og Katrína bar forsetanum vel söguna: „Í morgun beið mín að sminka forseta Íslands – það hef ég ekki gert áður,“ skrifaði Katrína á Facebook-síðu sinni. „Hann bað mig að skila góðri kveðju til fólks- ins í Úkraínu! Forsetinn er hlýr og góður maður.“ n Guðni bað að heilsa til Úkraínu Guðni Th. Jóhannesson og Katrína Kristel Tönyudóttir fyrir förðunina. MYND/HRINGBRAUT ragnarjon@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu rannsakar stungu- árásina í Bankastræti Club í fyrra- kvöld sem tilraun til manndráps. Þetta hafi verið skipulögð árás framin af ásetningi. Mennirnir réðust inn með skíða- grímur og fóru rakleitt niður í kjall- ara skemmtistaðarins þar sem þeir stungu þrjá menn. Margeir Sveinsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Það er ekki árásarmönnunum að þakka eða þeim sem tóku þátt með einhverjum hætti að þessir einstaklingar sem urðu fyrir árás- inni séu á lífi,“ segir Margeir. Mennirnir þrír sem ráðist var á lágu slasaðir á sjúkrahúsi í gær. Einn þeirra mun hafa verið með tólf stungusár. Þeir sem grunaðir eru um árásina eru taldir starfa sem dyraverðir á skemmtistöðum í miðbænum. Enn er margra leitað og skorar lögregla á alla sem tengjast málinu eða hafa upplýsingar um það að gefa sig fram. n Árásin í Bankastræti þaulskipulögð Mikill viðbúnaður var í Bankastræti eftir atlögu hnífamannanna. 2 Fréttir 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.