Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 2

Fréttablaðið - 19.11.2022, Side 2
Þetta er bara venju- legur, eðlilegur samn- ingur sem var gerður af þeim sem sjá um mannauðsmálin hjá kirkjunni og ekkert meira um það að segja. Agnes M. Sigurðardóttir Stjörnubjart á Hálsatorgi Kveikt var á jólastjörnunni á Hálsatorgi í Kópavogi í gær. Krakkar af leikskólanum Urðarhóli voru viðstaddir til að fylgjast með tendrun stjörnunnar og gengu síðan í kringum hana. Jólastjarnan hefur lýst upp Hálsatorg fjögur ár í röð og fært jólastemningu yfir torgið. Ljósin verða tendruð á jólatré bæjarins á Að- ventuhátíðinni þann 26. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ómissandi með steikinni Titringur er innan þjóðkirkj- unnar vegna samnings við fjármálastjóra Biskupsstofu. Hann er ígildi hátt í tuttugu milljóna króna án vinnufram- lags. Utanaðkomandi lögfræð- ingur skoðar nú málið. helenaros@frettabladid.is TRÚFÉLÖG Umdeildur viðbótar- samningur Agnesar M. Sigurðar- dóttur, biskups Íslands, við Ásdísi Clausen, fyrrverandi fjármálastjóra Biskupsstofu, er til skoðunar hjá utanaðkomandi lögfræðingi sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Samningurinn við Ásdísi felur í sér óskoraðan rétt til launa í sjö mánuði, hátt í tuttugu milljónir króna, án tillits til ástæðu loka ráðningarsamnings. Hann var undirritaður 1. febrúar á þessu ári af Agnesi og Ásdísi, sem sagði svo upp störfum 1. september. Í viðaukanum við ráðningar- samning Ásdísar, líkt og það er kallað, segir að ekki yrði óskað eftir vinnuframlagi hennar í þessa sjö mánuði. „Ásdísi er heimilt, án þess að það hafi áhrif á samning þennan, að takast á hendur annað launað starf á meðan á uppsagnarfresti stendur,“ segir í þeim gögnum sem Frétta- blaðið hefur undir höndum. Þannig gæti Ásdís farið í annað launað starf og verið í raun á tvöföldum launum. Ásdís gegndi stöðu fjármálastjóra Biskupsstofu í um átján mánuði og þykir viðbótarsamningurinn í besta falli óvanalegur. Samkvæmt heimildum blaðsins fékk Ásdís eina greiðslu eftir uppsögn sína áður en þær voru stöðvaðar af fram- kvæmdastjóra kirkjuþings. Í júlí 2021 tóku gildi ný þjóð- kirkjulög sem höfðu í för með sér breytingar á fjárstjórnarvaldi þjóð- kirkjunnar. Þær fólust meðal annars í því að í stað kirkjuráðs, sem biskup var í, tók kirkjuþing við fjárstjórn- inni. Breytingin tók þó ekki gildi fyrr en um síðastliðin áramót. Með breytingunum á biskup Íslands að starfa innan þess fjár- hagsramma sem kirkjuþing setur honum. Nýtt stjórnskipulag þjóðkirkj- unnar, sem tók gildi um síðustu áramót, átti að undirstrika þessar breytingar. Skipulagið byggir á samþykkt frá aukakirkjuþingi frá 2021 þar sem samþykkt var að yfir- stjórn kirkjunnar yrði skipt upp í tvö ábyrgðarsvið. Samkvæmt skipulaginu á biskup að gæta einingar kirkjunnar sem snýr að öllu því sem lýtur að grunn- þjónustu kirkjunnar. Kirkjuþing kjósi framkvæmdanefnd úr röðum kirkjuþingsfulltrúa sem hafi eftir- lit með fjárhag og rekstri þjóð- kirkjunnar, ásamt því að fylgja eftir ákvörðunum og áætlunum sam- þykktum af kirkjuþingi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er mikil óánægja með við- bótarsamning Agnesar við Ásdísi innan Biskupsstofu og er hann, líkt og fyrr segir, nú til skoðunar. Umræða hafi verið um að óska eftir stjórnsýsluúttekt á fjármálum kirkj- unnar. Sú beiðni hefur þó ekki verið lögð fram formlega. „Þetta er bara venjulegur, eðli- legur samningur sem var gerður af þeim sem sjá um mannauðsmálin hjá kirkjunni og ekkert meira um það að segja,“ segir Agnes um samn- inginn. Aðspurð segist hún ekki vita hvort hann sé til skoðunar. n Tuttugu milljóna samningur á Biskupsstofu til skoðunar Biskup gerði viðbótarsamning við fjármálastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI thorgrimur@frettabladid.is ÚKRAÍNA Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bað fyrir kveðju til úkraínsku þjóðarinnar þegar hann mætti í förðun hjá úkraínska förð- unarfræðingnum og sminkunni Katrínu Kristel Tönyudóttur fyrir viðtal á Hringbraut á fimmtudag- inn. Guðna ku hafa þótt mikið til þess koma þegar hann heyrði að Katrína væri úkraínsk og hann bað hana að skila kveðju sinni til heima- lands hennar. Þau Guðni töluðust við á rúss- nesku og Katrína bar forsetanum vel söguna: „Í morgun beið mín að sminka forseta Íslands – það hef ég ekki gert áður,“ skrifaði Katrína á Facebook-síðu sinni. „Hann bað mig að skila góðri kveðju til fólks- ins í Úkraínu! Forsetinn er hlýr og góður maður.“ n Guðni bað að heilsa til Úkraínu Guðni Th. Jóhannesson og Katrína Kristel Tönyudóttir fyrir förðunina. MYND/HRINGBRAUT ragnarjon@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu rannsakar stungu- árásina í Bankastræti Club í fyrra- kvöld sem tilraun til manndráps. Þetta hafi verið skipulögð árás framin af ásetningi. Mennirnir réðust inn með skíða- grímur og fóru rakleitt niður í kjall- ara skemmtistaðarins þar sem þeir stungu þrjá menn. Margeir Sveinsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Það er ekki árásarmönnunum að þakka eða þeim sem tóku þátt með einhverjum hætti að þessir einstaklingar sem urðu fyrir árás- inni séu á lífi,“ segir Margeir. Mennirnir þrír sem ráðist var á lágu slasaðir á sjúkrahúsi í gær. Einn þeirra mun hafa verið með tólf stungusár. Þeir sem grunaðir eru um árásina eru taldir starfa sem dyraverðir á skemmtistöðum í miðbænum. Enn er margra leitað og skorar lögregla á alla sem tengjast málinu eða hafa upplýsingar um það að gefa sig fram. n Árásin í Bankastræti þaulskipulögð Mikill viðbúnaður var í Bankastræti eftir atlögu hnífamannanna. 2 Fréttir 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.