Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 19.11.2022, Blaðsíða 66
Móðir mín vakti mig um morg- uninn og sagði: Jósef, Messías er að nálgast; fólk hefur séð hann í Sambor. Bruno Schulz Í dag eru áttatíu ár frá dauða pólska rithöfundarins og listamannsins Brunos Schulz. Messíasar, hans einu og ókláraðu skáldsögu, hefur verið leitað alla tíð síðan. Þann 19. nóvember 1942, f y r ir nák væmlega 80 árum, var pólski rithöf- undurinn Bruno Schulz skotinn til bana af nas- istaforingja í Drohobych-gettóinu í Póllandi. Eftir Bruno liggja aðeins tvö smásagnasöfn og nokkrar teikn- ingar, en engu að síður hefur einstök frásagnargáfa og ráðgátan um afdrif fyrstu og einu skáldsögu hans skráð nafn þessa hægláta gyðings á spjöld sögunnar og heimsbókmenntanna. Þrúgandi heimilislíf Bruno Schulz fæddist 12. júlí árið 1892 í Drohobych, fámennum bæ í héraðinu Galisíu, sem heyrði þá undir pólska konungsveldið en til- heyrir nú Úkraínu. Bruno var yngst- ur þriggja barna hjónanna Jacobs og Henriettu, kaupmanna af gyðinga- ættum. Jacob, faðir Brunos, rak litla vefnaðarvöruverslun sem hét eftir konu hans: Henrietta Schulz. Hann var heilsuveill maður sem þjáðist meðal annars af berklum og krabba- meini og settu veikindin stórt strik í líf Schulz-fjölskyldunnar. Bruno erfði sitthvað af taugaveikl- un föður síns; sem barn var hann heilsuveill og sagt er að hann hafi vart hætt sér út á svalirnar á heimili sínu án þess að vera í fylgd móður sinnar. Henrietta, móðir Brunos, var að mörgu leyti andstæða eigin- manns síns, sterkbyggð og glaðlynd í skapi sem mildaði þrúgandi and- rúmsloftið á heimilinu. Hún hafði þó stöðugar áhyggjur af syni sínum og eiginmanni; vafði Bruno í bómull og var allt að því einkahjúkrunar- kona Jacobs. Sæluríki bernskunnar Þótt barnæska Brunos hafi ekki verið samfellt sumarland þá átti hún eftir að vera það tímabil í lífi hans sem hann endurheimsótti hvað mest þegar á leið og þegar á reyndi. Sögur Brunos eru allar að einhverju leyti byggðar á barnæsku hans, en sögumaðurinn er ungur drengur að nafni Joseph, sem minnir um margt á hinn hlédræga og dreymna Bruno. Æsku Josephs er lýst sem goð- sagnakenndum heimi þar sem hversdagslegir atburðir í lífi hans fá á sig eins konar dulrænan blæ og staðir í næsta nágrenni Dro- hobych umbreytast í heillandi og framandi töfraveröld. Fyrir Bruno var bernskan eins konar sæluríki og voru sögurnar leið hans til að endurvekja hana. Blessun og bölvun Bruno stundaði nám í arkitektúr í Lvív og Vínarborg á árunum í kring- um fyrri heimsstyrjöld, en kláraði aldrei próf sökum lélegs heilsufars og ófriðarástandsins í Evrópu. Árið 1924 fékk hann starf sem kennari í teikningu og handíðum við Ríkis- skóla Wladyslaw Jagiello konungs, sama skóla og hann hafði stundað nám við sem drengur, sem hann átti eftir að gegna til 1941. Kennarastarfið var Bruno bæði blessun og bölvun að því leyti að það veitti honum fjárhagslegt öryggi en tók yfir mestallan tímann sem hann hefði annars getað nýtt til eigin list- sköpunar. Engu að síður var það um þetta leyti sem listrænn ferill Brunos Schulz byrjaði að blómstra. Hann hélt fyrstu einkasýninguna á myndum sínum í Varsjá 1922 og tók þátt í sýningum í Vilníus, Lvív og Kraká á næstu árum. Skáldadraumar og útgáfa Árið 1930 kynntist Bruno skáldkon- unni Deboru Vogel í gegnum sam- eiginlegan vin. Þau mynduðu djúpa vináttu í gegnum sameiginlegan áhuga á bókmenntum og listum og í gegnum Deboru byrjaði skáldaferill Brunos að blómstra. Í bréfum sínum til hennar byrjaði Bruno að bæta við löngum eftirmálum sem innihéldu uppköst að smásögum. Debora tók bréfunum vel og hvatti Bruno til að halda áfram með sögurnar, sem hann og gerði. Þegar smásögurnar voru farnar að taka á sig mynd safnaði Bruno þeim saman í handrit sem Debora hjálpaði honum að senda til rithöf- undarins Zofiu Nalkowsku, sem var áhrifamikil manneskja í pólsku menningarlífi. Það var svo í gegnum Nalkowsku sem fyrsta smásagna- safn Brunos kom út undir árslok 1933 þegar höfundurinn var 41 árs að aldri. Bókin bar pólska titilinn Sklepy cynamonowe, sem á íslensku útleggst sem Kanilbúðirnar. Bókin vakti þónokkra athygli í pólsku bókmenntasamfélagi og hlaut góðar viðtökur. Bruno fylgdi Kanilbúðunum svo eftir með öðru smásagnasafni 1937, Heilsuhæli undir merki stundaglassins. Þessum tveimur bókum er gjarnan safnað saman í eitt safn undir heitinu Krókódílastrætið, ásamt stökum smásögum Brunos. Árið 1938 var Bruno svo sæmdur stærstu viður- kenningu ferils síns, þegar hann hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Pólsku akademíunnar. Endurreisn á öld snilligáfunnar Um þetta leyti var Bruno þegar byrj- aður að leggja drög að sinni fyrstu skáldsögu sem bar vinnutitilinn Messías. Messías átti að verða meist- araverk Brunos; eins konar holdgerv- ing á þeirri grundvallarkenningu hugmyndafræði hans að koma frels- ara gyðinga myndi færa mannkynið aftur til sæluríkis bernskunnar og endurreisa öld snilligáfunnar. Bruno gekk þó hægt að koma skáldsögunni á blað og entist ekki aldur til að klára hana. Ekkert hefur varðveist af Messíasi og lítið er vitað um efni hennar eða innihald. Þó er vitað til þess að Bruno las upp úr frumdrögum handritsins fyrir nokkra vini sína á stríðsárunum og samkvæmt frásögnum viðstaddra hófst hún einhvern veginn á þessa leið: „Móðir mín vakti mig um morguninn og sagði: Jósef, Messías er að nálgast; fólk hefur séð hann í Sambor.“ Undir verndarvæng nasista Þann 17. september 1939 réðust nasistar inn í Drohobych, seinni heimsstyrjöldin var hafin og Bruno þurfti að setja skáldadrauminn aftur á hilluna. Hann gerði sitt besta til að aðlagast breyttu skipu- lagi en ljóst var að lítið pláss var fyrir viðkvæman rithöfund af gyð- Bruno Schulz og týndi frelsarinn Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Bruno Schulz hélt fyrstu einkasýninguna á myndum sínum í Varsjá árið 1922, um það leyti sem hann teiknaði þessa sjálfsmynd. Ellefu árum síðar gaf hann út sína fyrstu bók. MYND/WIKIPEDIA Úr sögunni Kanilbúð- irnar úr smásagnasafninu Krókódílastrætið „Ég kom út í vetrarnótt sem tindraði af birtu himinsins. Þetta var ein af þessum heið- skíru nóttum þegar stjörnu- himinninn er svo djúpur og víðfeðmur að engu er líkara en hann hafi sundrast í margar að- skildar hvelfingar sem nægðu til að þekja heilan mánuð vetrarnótta og auk þess tjalda til silfri og máluðum himin- hnöttum fyrir öll næturfyrir- bæri, ævintýri, uppákomur og kjötkveðjuhátíðir sem tíminn bæri í skauti sér.“ Bruno Schulz myndskreytti sjálfur smá- sögur sínar. MYND/WIKIPEDIA Bruno Schulz skildi aðeins eftir sig tvö smásagnasöfn. MYND/WIKIPEDIA ingaættum í miðju stríði. Bruno fékk tímabundna náð hjá nasistayfirvöldum, hlaut stöðu „nauðsynlegs gyðings“ og var tekinn undir verndarvæng Gestapóforingj- ans Felix Landau. Sá var húsgagna- smiður frá Vínarborg sem þrátt fyrir að eiga föður af gyðingaættum var einn alræmdasti gyðingamorðingi Drohobych. Landau fékk Bruno til að vinna fyrir sig ýmis störf, sem fólust meðal annars í því að skreyta barnaher- bergi í villu Landau-fjölskyldunnar með veggmyndum byggðum á Grimmsævintýrum. Árið 2001 enduruppgötvaði þýskur heimilda- gerðarmaður þessar veggmyndir, en hluti þeirra var fjarlægður af starfs- mönnum helfararsafnsins Yad Vas- hem og f luttur til Ísraels, sem olli alþjóðlegu hneykslismáli. Skotinn tvisvar í höfuðið Undir árslok 1941 var Bruno gert að yfirgefa heimili sitt og flytja inn í íbúð í gyðingagettói Drohobych. Fyrir f lutningana skipti hann listaverkum sínum og óútgefnum sögum í nokkra pakka sem hann af henti kaþólskum kunningjum. Lítið er vitað um þessa einstaklinga eða innihald pakkanna, en leiða má líkur að því að einhverjir þeirra hafi innihaldið handrit að nánast full- kláruðu smásagnasafni og frum- drög skáldsögunnar Messíasar. Bruno þoldi illa við í gettóinu, heilsu hans hrakaði og hann skrif- aði örvæntingarfull bréf til vina sinna í Varsjá, sem lögðu á ráðin um að bjarga honum frá Drohobych. Allt kom þó fyrir ekki því Bruno f læktist inn í deilur Felix Landau og annars Gestapóforingja sem hét Karl Günther. Landau, verndari Bru- nos, hafði nefnilega myrt gyðing undir verndarvæng Günthers. Í hefndarskyni skaut Günther Bruno Schulz tvisvar í höfuðið og myrti hann á götu úti 19. nóvember 1942, sama dag og Bruno hefði átt að flýja til Varsjár. Günther gortaði sig síðar af því við Felix Landau: „Þú drapst minn gyðing, ég drap þinn.“ Verndarvængur nasistans hafði reynst Bruno bjarnargreiði. Leitin að Messíasi Hvorki tangur né tetur hefur fundist af Messíasi, hinni ókláruðu skáld- sögu Brunos Schulz, en leitin að bókinni hefur þó orðið fjölmörgum rithöfundum, blaðamönnum og fræðimönnum innblástur. Pólska skáldið Jerzy Ficowski, ævisagna- ritari Brunos, f læktist í dularfullt mál á 9. áratug síðustu aldar sem innihélt óskilgetinn bróðurson Bru- nos Schulz, sænska sendiherrann í Varsjá og dularfullan aðila sem kvaðst hafa handritið að Messíasi í fórum sínum. Slóð bókarinnar hvarf þó jafnóðum og hún birtist og sumir efast jafnvel um að hún hafi nokk- urn tíma verið til. Sú reyfarakennda frásögn er rekin í grein bandaríska rabbínans Niles Elliot Goldstein, „Chasing ‘The Messiah’ and Bruno Schulz's Long-Lost Novel“. Árið 2019 urðu þau tíðindi að týnd smásaga eftir Bruno Schulz uppgötvaðist í skjalasafni í úkra- ínsku borginni Lvív. Bruno hafði birt söguna Undula, undir dulnefn- inu Marceli Weron í Świt, dagblaði olíuiðnaðarins í Drohobych. Sagan fjallar um masókískar fantasíur rúmfasts manns og er talin bera mörg af helstu höfundareinkennum Brunos Schulz. Þótt Messías sjálfur reynist enn utan seilingar veitir uppgötvun sögunnar heittrúuðum aðdáendum Brunos Schulz sem bíða enn komu frelsarans, von. Greinin er að hluta byggð á þætt- inum Leitin að Messíasi sem birtist í útvarpsþáttaröðinni Listin að brenna bækur á Rás 1 2019. n 34 Helgin 19. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.