Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 35

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Side 35
Var hún fyrsta lærða ljósmóðir á Islandi. Ekki verður séð, að komið hafi verið á fót fæðingastofnun í landinu af ljósmæðrum né læknum fyrr en rúmum 80 árum síðar. Eæðingaheimili l.iósmæðra, fyrsta fæðingaheimili, sem sögur fara af, var stofnað af Sólveigu Pálsdóttur í Vestmannæyóum árið 1848. Sólveig var vel menntuð ljósmóðir á þeirra tima mælikvarða, hafði hún numið ljós- ®æðrafræði I Kaupmannahöfn. Rak Sólveig heimilið I tvö ár, en Þá. var það lagt niður vegna f járskorts. I sambandi við þetta fæðxngaheimili má geta >ess, að stífkrampi hafði verið landlægur f Vestmannaeyjum fram til þessa tíma og kom hart niður einmitt á nýfæddum börnum. JJanski læknirinn Schleisner, sem dvaldist þar Um tima, lét I samráði við Sólveigu hætta þeirri venju að leggja ungbarnafatnað til þerris á jörðina innan um lundahamina, en lét Þess I stað þurrka barnaþvótt á snúrum. Við þessa ráðstöfun eina saman lækkaði ungbarnadauði I Vestmannaeyjum að stórum mun. Næsta fæðingáheimili, sem höfundum hefur tekist að afla heim- ilda um, var fæðingaheimili með tveim rúmum, sem kona að nafni J(5nlna Jónsdóttir setti á fót að Baldursgötu 20 árið 1929. Rak hún heimili þetta 1 tvö ár. Var það ætlað ógiftum, umkomulausum ®æðrum. Jónlna var ekki ljósmóðir að menntun, en frú Helga Níels- dóttir ljósmóðir tók á móti þeim börnum, sem þar fæddust. A áratugnum eftir 1930 og næsta áratug þar á eftir var komið á f<5t 1 Reykjavík stærri fæðingastofnunum á vegum ljósmæðra. Arið Þ932 setti Asa Asmundsdóttir ljósmóðir á stofn fæðingaheimili við T3arnargötu. Fékk hún sjúkráhúsleyfi og var stofnunin nefnd Sól- heimar. Voru fljótlega teknir inn aðrir sjúklingar en sængurkonur, en um nokkurra ára skeið hafði Asa fæðingastofu og 2 rum fyrir sængurkonur 1 sjúkráhúsinu. Helga Níelsdóttir ljósmóðir, hóf rekstur fæðingáheimilis að Eiríks- götu 37 i Reykjavík árið 1933 ( 25.dúní ). Er það fyrsta fæðinga- Þeimilí I landinu, sem byggt var sem slíkt. 33

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.