Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 92

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 92
2. Flestar tilkynningar berast reglulega til Fæðingadeildar Landspítalans, þar sem skráning þeirra og undirbúningur tölvuúrvinnslu er gerður jafnharðan og þær berast. Er því auðvelt ao fylgjast með fæðingum í landinu allt árið. Heldur það við þeim nánu tengslum, sem eru á milli deildarinnar og annarra fæðingastofnana landsins. 3. Tölvuúrvinnsla fer fram reglulega á þriggja mánaða fresti, og því ætti framvegis að vera auðvelt að Ijúka úrvinnslu hvers árs í marz-apríl á næsta ári. 4. Góð samvinna og þjálfun þeirra, sem við úrvinnslu starfa og náin samvinna við Hagstofu Islands og landlæknisembættið skipta einnig máli. Skv. fyrstu reynslu eru helstu vankantar þessir: 1. Stöku sinnum hefur skort nákvæmni f skráningu fæðingartil- kynningar og stundum dregist að senda tilkynningu til úr- vinnslu. Ber þetta við einkum, ef óvant fólk leysir vanar Ijósmæður og lækna af eða tilkynning misferst í sendingu. Ávallt er þegar bætt úr með beinu sambandi við viðkomandi aðilja og viðbótarupplýsinga aflað. Þó ber við, að deild- inni sé ekki kunnugt um, að fæðing hafi átt sér stað á stöku stað. Örfáar tilkynningar berast ekki fyrr en eftir nokkrar vilcur, en slíkt raskar að sjálfsögðu heildarútkomu, ef úr- vinnslu er annars lokið ákveðið tímabil. Kemur þó aðeins að sök, þegar ársuppgjöri á að vera lokið. Ofannefnd vandkvæði heyra nú til undantekninga. 2. Þeir liðir fæðingartilkynningar, þar sem skrá á afbrigði við meðgöngu og fæðingar og sjúkdóma nýbura, hafa ekki verið nægi- lega skilgreindir frá upphafi. Er þessum vandkvæðum lýst í kafla I, 2 og III, 8. Nú eru fyrirhugaðar nákvæmar breytingar ingar á fæðingartilkynningum í samráði við Hagstofu Islands. Verður þar, auk breytinga á röð atriða, skilgreint nánara, hvað telja skuli fram af sjúkdómum, og samdar leiðbeiningar þar að lútandi, sem auðvelda samræmingu í skráningu. Mun endurskoðun gerð haustið 1974 og endurbætt fæðingartilkynning taka gildi l.janúar 1975. 90

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.