Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.11.2022, Blaðsíða 6
Afstaða til aðildar að Evrópusambandinu eftir flokkum n Hlynnt(ur) n Hvorki né n Andvíg(ur) Píratar Viðreisn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá því að ríkisstjórnin boðaði mikilvæg skref vegna þjóðarleik- vangs í knattspyrnu eru Íslendingar engu nær þegar kemur að vegferð- inni að skóf lustungu að nýjum þjóðarleikvangi í knattspyrnu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að valkostagreining breska ráðgjafarfyrirtækisins AFL sé enn gild þar sem gert var ráð fyrir breyti- legum kostnaði. Vanda er spurð að því hvort skýrslan sé orðin einfaldlega úrelt vegna þeirra breytinga sem hafa átt sér stað í efnahagsmálum landsins á þeim tveimur árum sem eru liðin frá því að skýrslan kom út. „Allar kostnaðartölurnar eru í reiknilíkani og það er hægt að upp- færa þær og breyta eftir því hvaða leið er farin, hvenær sem það verður. Það ætti ekki að vera mikið mál að uppfæra þessar tölur.“ Í skýrslunni sem kom út árið 2020 voru lagðir fram fjórir möguleikar. Einn þeirra var að ráðast í lágmarks- endurbætur á núverandi velli og annar að uppfæra völlinn í takt við kröfur Alþjóða- og evrópska knatt- spyrnusambandsins. Að lokum voru lagðir fram mögu- leikarnir á 15.000 manna velli eða fjölnotaleikvangi sem gæti tekið 17.500 í sæti og voru báðir mögu- leikar skoðaðir með og án opnan- legs þaks. Ekki var talið fýsilegt til langs tíma að vinna í úrlausnum á Laugardalsvelli og taldi AFL völl með sætum fyrir 15.000 áhorfendur hagkvæmasta kostinn. Vanda segist vonast til þess að markaðskönnun sem Þjóðar- leikvangur, félag sem var stofnað af hálfu KSÍ, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar í tengslum við nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu, verði síðasta skrefið áður en tekin verður ákvörðun um nýjan leik- vang. „Þjóðarleikvangur er að undir- búa markaðskönnun, sem vonandi fer af stað sem fyrst. Eftir því sem mér skilst er þetta eitt af lokaskref- unum áður en ákvörðun er tekin. Þarna er verið að kanna mögu- leika með rekstraraðila og vonandi verður þetta síðasta púslið áður en ákvörðun verður tekin.“ n Undirbúa markaðskönnun vegna nýs Laugardalsvallar Samkvæmt nýrri könnun Prósents eru fleiri óákveðnari en áður hvað varðar aðild að Evrópusambandinu. Stuðn- ingurinn hefur minnkað innan Samfylkingarinnar. kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNMÁL 42,8 prósent eru hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu en 35,1 er andvígt samkvæmt nýrri könnun Prósents. Stuðningurinn hefur dalað mest hjá kjósendum Samfylkingar. Þegar könnunin er borin saman við sambærilega könnun Prósents frá því í júní sést að þeim sem eru fylgjandi aðild að Evrópusam- bandinu hefur fækkað um 5,5 pró- sent. Þeim sem eru andvíg aðild hefur hins vegar aðeins fjölgað um 1,2 prósent. Fleiri eru hlutlausari en áður, það er hefur fjölgað úr 17,7 prósentum í 22,1. Mestu munar um kjósendur Samfylkingar. Í júní voru þeir Evr- ópusinnaðastir allra því 84 prósent þeirra voru hlynnt aðild en aðeins 5 prósent á móti. Nú eru aðeins 67 prósent f lokksmanna fylgjandi aðild en 12 prósent á móti. Mælist nú stuðningurinn mestur hjá Píröt- um og Viðreisn, 74 og 68 prósent, en Samfylkingin er aðeins í þriðja sæti. Fleiri eru fylgjandi aðild en á móti henni innan tveggja annarra stjórnmálaflokka, það er 51 prósent Sósíalista styður aðild og 39 prósent Vinstri grænna. Hjá Flokki fólksins styðja 26 prósent aðild, 24 prósent Framsóknarmanna, 19 prósent Sjálfstæðismanna og aðeins 11 pró- sent Miðflokksmanna. „Það getur verið að fólk sem tengir sig við jafnaðarstefnuna í grunninn en hefur varnagla gagn- vart Evrópusambandinu sé að koma aftur til Samfylkingarinnar og vilji styðja hana núna,“ segir Kristrún Frostadóttir, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar. En eins og Fréttablaðið greindi frá um helgina sýnir könnun Prósents meira en 5 prósenta fylgisaukningu flokksins. „Samfylkingin er Evrópusinn- aður f lokkur en stór og breiður jafnaðarmannaflokkur á fyrst og fremst að sameinast um velferðar- málin. Mér finnst jákvætt að fólk styðji þessa velferðarpólitík en að það séu ekki endilega allir sam- mála um þetta atriði, Evrópusam- bandsaðild. Samfylkingin á einmitt að vera staður þar sem við getum rökrætt um svona mál,“ segir Krist- Stuðningur við aðild Íslands að ESB hefur minnkað innan Samfylkingar rún. „Ég vil ekki að það hvernig fólk staðsetur sig gagnvart Evrópusam- bandinu verði einhver fyrirstaða þegar kemur að stóra verkefninu sem Samfylkingin setur í forgang, að endurreisa velferðarkerfið og almannaþjónustuna á Íslandi.“ Á höfuðborgarsvæðinu styðja 47 prósent aðild að Evrópusam- bandinu en 30 prósent eru á móti. Nokkuð hefur dregið úr stuðningi við aðild á landsbyggðinni frá því í júní þegar naumur meirihluti var fylgjandi aðild. Nú eru 35 prósent fylgjandi en 44 á móti. Ekki er mikill munur á afstöðu kynjanna þegar kemur að Evrópu- sambandsaðild. Karlar hafa hins Laugardalsvöllur er þjóðarleikvangur Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vanda Sigur- geirsdóttir, for- maður KSÍ vegar sterkari skoðanir á málefn- inu en konur. 45 prósent þeirra eru fylgjandi aðild en 36 prósent á móti. Hjá konum eru hlutföllin 40 og 34 prósent. Ekki er heldur að sjá mikinn mun á afstöðu út frá aldri. Í öllum aldurs- hópum mælist stuðningurinn á bilinu 38 til 48 prósent. Andstaðan mælist hins vegar áberandi mest hjá eldri borgurum, 44 prósent, en aðeins 26 prósent hjá kjósendum undir 25 ára aldri. 30 prósent þeirra hafa ekki skoðun á hvort Ísland ætti að sækja um Evrópusambandsaðild en aðeins 15 prósent 65 ára og eldri. Fylgi mælist milli stuðnings við Evrópusambandsaðild og tekna. 48 prósent þeirra sem hafa 800 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun styðja aðild en 38 prósent þeirra sem hafa undir 600 þúsund krónum í laun. Könnunin var netkönnun fram- kvæmd 14. til 17. nóvember. Úrtakið var 2.600 og svarhlutfallið 51,3 pró- sent. n Kristrún Frosta- dóttir, formaður Samfylkingar- innar lovisa@frettabladid.is ÍRAN Í dag fer fram í mannréttinda- ráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ)  í Genf aukafundur um mannrétt- indamál í Íran. Fundurinn er  að beiðni Íslands og Þýskalands til að knýja á um að SÞ hefji markvissa gagnaöf lun svo síðar megi draga gerendur til ábyrgðar fyrir dómi. Utanríkisráðherrar Íslands og Þýskalands, Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir og Annalena Baerbock, taka þátt í umræðunni í mannréttindaráðinu sem hefst klukkan 9.00 og er streymt á vef Sameinuðu þjóðanna. n Þórdís í Genf til að ræða Íran  benediktboas@frettabladid.is UMFERÐARMÁL Höskuldur R. Guð- jónsson samgönguverkfræðingur vildi ekki ræða almenningssam- göngur og Borgarlínuna á fundi íbúa ráðs Háaleitis- og Bústaða- hverfis á kynningu á umferðar, skipulags- og öryggismálum í borg- arhlutanum. Ráðið þakkaði þó fyrir kynn- inguna en í bókun ráðsins er lögð áhersla á að öllum framkvæmdum sem tengjast umferðaröryggi í hverfinu verði f lýtt eins og auðið er. n Vildi ekki ræða Borgarlínuna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, utanríkisráð- herra benediktboas@frettabladid.is ÁRBORG Fyrirtækið Ljósleiðarinn hefur tengt öll heimili og fyrirtæki á Stokkseyri við ljósleiðara. „Sveitarfélagið Árborg fagnar mjög þessu framfaraskrefi sem mun sannarlega stuðla að auknum lífsgæðum íbúa okkar og auka sam- keppnishæfni svæðisins,“ segir Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri. n Stokkseyri tengd við ljósleiðara Stuðningurinn við aðild Íslands að ESB hefur dalað mest hjá kjósendum Samfylkingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 6 Fréttir 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.