Fréttablaðið - 24.11.2022, Side 12
Rússneski herinn réðst inn í
Úkraínu þann 24. febrúar síð-
astliðinn. Tugþúsundir hafa
látið lífið og milljónir manna
flúið heimili sín. Stríðið mun
líklega halda áfram að hafa
áhrif á komandi kynslóðir.
helgisteinar@frettabladid.is
ALÞJÓÐAMÁL Í dag eru liðnir níu
mánuðir frá því að Vladímír Pútín
fyrirskipaði sína „sérstöku hernað-
araðgerð“ og reyndi að hertaka
Úkraínu. Hættan á átökum hafði
vofað yfir mánuðum saman og
höfðu meðal annars tugþúsundir
rússneskra hermanna safnast við
landamæri Úkraínu skömmu fyrir
innrás.
Á mánudaginn voru liðin níu
ár frá því að mótmælin byrjuðu á
Maidan-torginu í Kænugarði. For-
seti landsins á þeim tíma, Viktor
Viktor Janúkovitsj, hafði ákveðið
að hætta við samning um nánara
samstarf Úkraínu við Evrópusam-
bandið og undirritaði þess í stað
samstarfssamning við Rússland.
Mikil mótmæli brutust út víðs vegar
um landið á meðal Evrópusinnaðra
Úkraínumanna og nokkrum mán-
uðum síðar átti sér stað raunveru-
leg bylting þar sem Janúkovitsj var
steypt af stóli og flúði land.
Vladímír Pútín leit á þetta sem
valdarán, skipulagt af Bandaríkj-
unum og vesturveldunum og í kjöl-
farið var rússneski herinn sendur á
Krímskaga sem var síðan innlim-
aður inn í rússneska sambandsríkið
eftir atkvæðagreiðslu. Rússneski
herinn var einnig sendur til austur-
hluta Úkraínu til að styðja við bakið
á úkraínskum aðskilnaðarsinnum
í Donbas-héraðinu. Þessir atburðir
mörkuðu upphaf hernaðardeilna
milli Rússlands og Úkraínu og
stríðsins sem geisar í dag.
Upprunalega virtist sem svo að
stjórnvöld í Rússlandi hafi búist
við litlum sem engum mótþróa frá
úkraínska hernum og að aðgerðir
rússneska hersins myndu ganga jafn
hratt og greiðilega fyrir sig og árið
2014. Áætlað var að forseti landsins
og fyrrum grínistinn, Volodymyr
Zelenskyj, myndi flýja land og úkra-
ínska þjóðin myndi þar með falla í
hendur Mosku.
Níu mánuðum síðar er stríðið
enn í gangi og ekki er útlit fyrir að
átökum muni linna á næstu misser-
um. Tugþúsundir hafa látið lífið og
fleiri milljónir hafa flúið heimili sín.
Pólitíska landslagið um heim allan
hefur breyst og í fyrsta sinn í áratugi
eru þjóðarleiðtogar daðrandi við þá
hugmynd að nota kjarnorkuvopn
gegn andstæðingum sínum.
Erfitt hefur reynst að sannreyna
þær tölur um raunverulegt mannfall
í þessu stríði þar sem mögulegt er að
lagfæra slíkar staðreyndir í áróðurs-
skyni. En ljóst er að efnahagslegur
kostnaður stríðsins var rússneskum
stjórnvöldum mun meiri en þau
gerðu ráð fyrir.
Vestræn ríki voru f ljót að beita
efnahagsþvingunum og fyrirtæki
á borð við Spotify, Coca-Cola, Star-
bucks og IKEA hafa öll yfirgefið
landið. FIFA tók einnig ákvörðun
um að banna Rússlandi að keppa í
heimsmeistaramótinu í Katar í ár
og veitingastaðurinn McDonald‘s,
sem varð nokkurs konar tákn nýs
upphafs þegar hann opnaði í Mosku
undir lok kalda stríðsins, er farinn
líka.
Stríðið færði sig einnig nýlega um
set þegar tveir létust eftir að eld-
f laug lenti í pólskum bæ skammt
frá landamæri Úkraínu. Talsmenn
NATO og pólsku ríkisstjórnarinnar
sögðu að sprengingin hefði verið
slys sem kom að öllum líkindum frá
úkraínsku loftvarnakerfi. Atvikið
var engu að síður lítið alvarlegum
augum þar sem árás á eitt NATO ríki
er túlkað sem árás á þau öll.
Af leiðingar stríðsins munu
einnig halda áfram að hafa áhrif
á komandi kynslóðir. Samkvæmt
samtökunum Save the Children þá
hafa 900 börn að meðaltali fæðst á
dag í Úkraínu í gegnum stríðið sem
hefur haft alvarleg áhrif á heilsu
mæðra og ungbarna. Þar að auki
hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin greint frá árásum á 703 heilsu-
gæslustöðvar um allt landið.
Hans Kluge, forstjóri Evrópu-
sk r ifstof u Alþjóðaheilbr igðis-
málastofnunarinnar, segir að þær
heilsugæslustöðvar sem ekki hafa
orðið fyrir árásum séu engu að
síður í vandræðum sökum árása á
orkuinnviði Úkraínu. „Fæðingar-
deildir þurfa hitakassa, blóðbankar
þurfa kæliskápa og gjörgæslu-
deildir þurfa öndunarvélar,“ segir
Kluge og bætir við allir þurfi á orku
að halda. n
Sígild söguperla fyrir nýja kynslóð
múmínálfaaðdáenda.
Gerður Kristný íslenskaði.
Sígildar söguperlur fyrir nýja
kynslóð múmínálfaaðdáenda.
Gerður Kristný íslenskaði.
FA LLEGT
ÆV INTÝR I
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | Sunnudaga 12–16 | www.forlagid.is
Úkraína hefur varist vel í níu mánuði
Íbúi í Kherson horfir yfir eyðilagða verslunarmiðstöð eftir rúmlega átta mánaða umsátur. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Vilniansk
Úkraína – níu mánuðum e ir innrás
Kharkiv
Belgorod
Ú K R A Í N A
Ú K R A Í N A
RÚSSLAND
RÚSSLAND
Mykolajívska
KHERSON-
HÉRAÐ
Izyum
Bakhmut
Dnípro
SVARTAHAF
Dnipro-áin
Donetsk
Lúhansk
Kherson
Melítopol
Mariupol
50 mílur
80 km
KRÍMSKAGI
3
Borgir undir stjórn Rússa
Rússnesk svæði
Rússnesk sókn
Úkraína unnið til baka
Átakasvæði
Rússnesk svæði
fyrir 24. febrúar
Kyiv: Ukrainian security forces
raid HQ of Russian-backed wing
of Ukrainian Orthodox Church,
suspecting “subversive activities”
Belgorod: Russia fortifying
“Zasechnaya Line” defences along
border amid scaremongering claims
of imminent Ukrainian attack
© GRAPHIC NEWSHeimildir: DW, Sameinuðu þjóðirnar
1
2
Vilniansk: Russian missile strike
destroys maternity ward of hospital
near Zaporizhya, killing newborn
Sevastopol: Multiple Ukrainian
drones shot down near power station
and elsewhere in Crimea. Russian
authorities raise terrorist threat level
to high until at least Dec 7
3
4
LÚHANSK-
HÉRAÐ
DONETSK-
HÉRAÐ
ZAPORÍZJA-
HÉRAÐ
Kænugarður
Ú K R A Í N A
RÚSSLAND
Odesa
Sevastopol
Svatove
23. nóv. 2022
Vilniansk
Úkraína – níu mánuðum e ir innrás
Kharkiv
Belgorod
Ú K R A Í N A
Ú K R A Í N A
RÚSSLAND
RÚSSLAND
Mykolajívska
KHERSON-
HÉRAÐ
Izyum
Bakhmut
Dnípro
SVARTAHAF
Dnipro-áin
Donetsk
Lúhansk
Kherson
Melítopol
Mariupol
50 mílur
80 km
KRÍMSKAGI
3
Borgir undir stjórn Rússa
Rússnesk svæði
Rússnesk sókn
Úkraína unnið til baka
Átakasvæði
Rússnesk svæði
fyrir 24. febrúar
Kyiv: Ukrainian security forces
raid HQ of Russian-backed wing
of Ukrainian Orthodox Church,
suspecting “subversive activities”
Belgorod: Russia fortifying
“Zasechnaya Line” defences along
border amid scaremongering claims
of imminent Ukrainian attack
© GRAPHIC NEWSHeimildir: DW, Sameinuðu þjóðirnar
1
2
Vilniansk: Russian missile strike
destroys maternity ward of hospital
near Zaporizhya, killing newborn
Sevastopol: Multiple Ukrainian
drones shot down near power station
and elsewhere in Crimea. Russian
authorities raise terrorist threat level
to high until at least Dec 7
3
4
LÚHANSK-
HÉRAÐ
DONETSK-
HÉRAÐ
ZAPORÍZJA-
HÉRAÐ
Kænugarður
Ú K R A Í N A
RÚSSLAND
Odesa
Sevastopol
Svatove
23. nóv. 2022
Vilniansk
Úkraína – níu mánuðum e ir innrás
Kharkiv
Belgorod
Ú K R A Í N A
Ú K R A Í N A
RÚSSLAND
RÚSSLAND
Mykolajívska
KHERSON-
HÉRAÐ
Izyum
Bakhmut
Dnípro
SVARTAHAF
Dnipro-áin
Donetsk
Lúhansk
Kherson
Melítopol
Mariupol
50 mílur
80 km
KRÍMSKAGI
3
Borgir undir stjórn Rússa
Rússnesk svæði
Rússnesk sókn
Úkraína unnið til baka
Átakasvæði
Rússnesk svæði
fyrir 24. febrúar
Kyiv: Ukrainian security forces
raid HQ of Russian-backed wing
of Ukrai ian Ortho ox Church,
susp cting “subv rsive activities”
Belgorod: Russia fortifying
“Zasechnaya Line” defences along
border amid scaremongering claims
of imminent Ukrainian attack
© GRAPHIC NEWSHeimildir: DW, Sameinuðu þjóðirnar
1
2
Vilniansk: Russian missile strike
estroy maternity w d f ho pi al
near Zaporizhya, killing newborn
Sevastopol: Multiple Ukrainian
drones shot down near power station
and elsewhere in Crimea. Russian
authorities raise terrorist threat level
to high until at least Dec 7
3
4
LÚHANSK-
HÉRAÐ
DONETSK-
HÉRAÐ
ZAPORÍZJA-
HÉRAÐ
Kænugarður
Ú K R A Í N A
RÚSSLAND
Odesa
Sevastopol
Svatove
23. óv. 2022
Mannfall – almennir borgarar:
n 6.557 látnir
n 10.074 særðir
n Flóttamenn-7,6 milljónir (Úkr.)
n Flóttamenn-2,85 milljónir (Rúss.)
Helstu móttökulönd flóttamanna:
Úkraína:
Rússland - Pólland - Þýskaland
Tékkland - Ítalía
Rússland:
Tyrkland - Georgía - Armenía
Serbía - Búlgaría
Kostnaður
n Tjónið í Úkraínu metið á
252 ma. bandaríkjadollara
n Kostnaður við uppbyggingu:
348,5 ma. bandaríkjadollarar
kristinnpall@frettabladid.is
SKOTLAND Hæstiréttur Bretlands
úrskurðaði í gær að Skotland gæti
ekki boðað til þjóðaratkvæða-
greiðslu um sjálfstæði Skotlands án
leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra
Skotlands, hafði lagt til dagsetningu
fyrir kosningar á næsta ári. Hún
sagði Skota ekki hafa gefið upp
vonina.
Sambærileg þjóðaratk væða-
greiðsla fór fram árið 2014 þar sem
naumur meirihluti hafnaði tillög-
unni um Skotland sem sjálfstætt
ríki. Breska þingið hefur verið mót-
fallið því að kosið yrði að nýju.
Forseti hæstaréttar, Robert Reed
lávarður, hafnaði hugmyndum
Skota um að niðurstöður kosning-
anna yrðu bindandi en ekki aðeins
til að kanna vilja þjóðarinnar.
„Þjóðaratkvæðagreiðsla myndi
hafa mikil áhrif á pólitískt samband
landanna og rétt breska þingsins.“n
Háðir samþykki
Breta á kosningu
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra
Skotlands. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
55 prósent kjósenda
í Skotlandi höfnuðu
aðskilnaði árið 2014.
gar@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna var kallað saman í skyndi í
gærkvöldi eftir að Rússar höfðu með
eldflaugaárásum valdið víðtæku raf-
magnsleysi í Úkraínu.
Árásum Rússa var sérstaklega
beint að innviðum í orkugeira
Úkraínu og landsmenn voru beðnir
að leita skjóls í loftvarnabyrgjum.
Höfðu erlendir miðlar eftir lög-
reglustjóranum Ihor Klymenko að
sex hefðu látist og að 36 væru sárir. n
Öryggisráð SÞ á
skyndifundi í gær
12 Fréttir 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ