Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.11.2022, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 24.11.2022, Qupperneq 46
 SÍÐASTA FIMMTUDAG Í MÁNUÐI BJÓÐA SÖFN OG SÝNINGARSTAÐIR Í MIÐBORGINNI UPP Á LENGDAN OPNUNARTÍMA. UPPLAGT TÆKIFÆRI TIL AÐ BREGÐA SÉR AF BÆ OG NJÓTA MYNDLISTAR. FJÖLBREYTTAR SÝNINGAR OG VIÐBURÐIR! NÁNARI UPPLÝSINGAR UM OPNUNARTÍMA OG DAGSKRÁ Á WWW.FIMMTUDAGURINNLANGI.IS Sýningin Hannah Felicia eftir danshöfundinn Láru Stefánsdóttur er gerð fyrir einn fatlaðan dansara og einn ófatlaðan. Mynd/owen Fiene Í verkinu Gentle Unicorn leikur dansarinn og danshöfundurinn Chiara Bersani sér með goðsögnina um einhyrninginn. Mynd/owen Fiene Reykjavík Dance Festival Hannah Felicia Tjarnarbíó danshöfundur: Lára Stefánsdóttir dansarar: Hanna Karlsson og Felicia Sparrström Tónlist: Högni Egilsson Hljóðmynd: Þórarinn Guðnason Búningar: Charlotte von Weissenberg Lýsingarhönnun: Jónatan Fischhaber Gentle Unicorn Kassinn Þjóðleikhúsinu Höfundur og flytjandi: Chiara Bersani Hljóðhönnun: F. De Isabella Lýsingarhönnun og tæknistjóri: Valeria Foti Stílísering: Elisa Orlandini Sesselja G. Magnúsdóttir Í doktorsritgerðinni From Gender Only to Equality for All frá 2012 fjallar doktor Þorgerður H. Þor- valdsdóttir um útvíkkun jafnréttis- hugtaksins og þróun í jafnréttisstarfi og orðræðu frá áherslu á jafnrétti kynjanna yfir í jafnrétti ýmissa minnihlutahópa og margþætta mismunun. Þar er því haldið fram að æskilegt sé að útvíkka jafnréttis- hugtakið því kynjajafnrétti náðist ekki án þess að tekið væri á mis- rétti sem byggðist á stétt, kynþætti, kynhneigð, aldri og fötlun. Síðan þá hefur hugmyndin um jafnrétti fyrir alla náð fótfestu og kallað á sjálfs- skoðun flestra kima samfélagsins þar sem greina þarf misrétti sem er innbyggt í hefðir og hugsun okkar og hvernig hægt er að brjóta upp gömul viðhorf og hugsanamynstur. Hug- takið inngilding hefur meðal annars verið notað til að skoða þessa þætti og spurt hefur verið: Hver er hér og hver er ekki hér? Umræðan um inn- gildingu hefur meðal annars verið sterk innan sviðslista eins og sést á nýafstöðnu Reykjavík Dance Festi- val. Það er þó ekki í fyrsta skipti í ár sem það er gert heldur hefur nýjum og fjölbreyttari hópum verið boðið á svið undanfarin ár. Í skipulagi og efnisvali Reykja- vík Dance Festival sem haldin var dagana 16.-20. nóvember 2022, var viðteknum hugmyndum um hverjir eiga rödd og líkama á sviði í dans- verkum ögrað. Líkamlega fötluðum var gert hátt undir höfði en tvö af aðalverkum hátíðarinnar voru dönsuð af fötluðum einstaklingum. Í öllu kynningarefni var líka tekið sérstaklega fram hvernig aðstaða fyrir fatlaða væri en greinilegt var að lagður hefur verið metnaður í að hafa alla viðburði aðgengilega fyrir hjólastóla sem og aðgengilega sal- ernisaðstöðu. Hannah Felicia Lítið hefur farið fyrir danshöfund- inum Láru Stefánsdóttur undanfarin ár. Það var því kærkomið að sjá aftur verk eftir hana á sviði. Verkið Hann- ah Felicia var samið fyrir tvo af döns- urum dansflokksins Spinn sem er sænskur atvinnudansflokkur skip- aður fötluðum og ófötluðum ein- staklingum. Dansverkið var hreint og hlýtt. Það var áferðarfallegt en vantaði aðeins upp á spennu. Sam- dans dansaranna var flæðandi og endurspeglaði mest væntumþykju og ró. Sú staðreynd að annar þeirra gat ekki staðið í fæturna gerði sam- spil dansaranna síður en svo áhrifa- minna. Það komu líka skemmtileg andartök þar sem hjólastóllinn tók sér stöðu sem þriðji sýnandinn. Sviðsmyndin og búningarnir voru tærir, rauður gólfdúkur, búningar á litinn eins og sápukúlur og lýsing sem undirstrikaði á skýran hátt það sem var að gerast á sviðinu. Tónlist Högna Egilssonar, ágætlega samin, náði þó ekki nægri tengingu við annað sem var að gerast á sviðinu og naut sín því ekki sem skyldi. Sú tón- list hefði betur átt við annan dans og þessi dans þarfnaðist aðeins ann- arrar tónlistar. Gentle Unicorn Líkaminn sem lá á sviði Kassa Þjóð- leikhússins þegar áhorfendur gengu í salinn til að horfa á verkið Gentle Unicorn átti ekki margt skylt við svífandi ballerínur eða unga kröft- uga virtúósa hefðbundinna dans- flokka. Chiara Bersani er bundin hjólastól og getur því ekki gengið, hlaupið né dansað um sviðið fimum fótum. Hún getur aftur á móti skriðið um og hreyft bæði hendur og fætur á fínlegan og áhrifamikinn hátt. Sviðs- sjarmi hennar er mikill. Chiara náði að tengja við áhorfendur og fá þá til að þykja vænt um sig þar sem hún í hlutverki einhyrnings ferðast um í leit að vináttu og nálægð. Endirinn á verkinu er óvæntur og gefur því nýja vídd. Verkið er jafn ævintýralegt og þjóðsagnadýrið sjálf, einhyrningur- inn. Því var hvíslað að mér að það yrði bara áhrifameira eftir því sem maður sæi það oftar. n niðuRstaða: Sýningarnar Hannah Felicia og Gentle Unicorn sýna áhorfendum fegurð fjöl- breytileikans. Að semja dansverk er skapa list úr hreyfingum. Hver er hér og hver ekki BækuR Hamingja þessa heims sigríður Hagalín Björnsdóttir Fjöldi síðna: 460 Útgefandi: Benedikt Kristján Jóhann Jónsson Hamingja þessa heims er söguleg skáldsaga sem gerist á fimmtándu öld og aðalpersóna er Ólöf Lofts- dóttir ríka. Skáldið Sveinn dögg- skór eða Skáld-Sveinn, sem gengur reyndar undir f leiri nöfnum, er einnig fyrirferðarmikill í sögunni en hann er góðvinur Ólafar. For mið er með þeim hætti að hér er ein saga inni í annarri. Í ramma- sögunni er sagt frá sagnfræðiprófessor sem hefur hagað sér fíf lslega gagnvart kvenfólki og verið úthrópaður fyrir það. Þessi hálærði s a g n f r æ ð i n g u r er ekki of beldis- maður eða nauðg- ari, en hegðun hans er stórlega ábótavant. Í refs- inga r sk y ni er honum vikið frá störfum í bili og hann settur yfir h á s k ó l a s e t u r á St að a r fel l i í Dölum. Þar finnur hann stór- merkileg handrit um 15. öldina, og sérstaklega um Ólöfu ríku. Þessi þrjú, Ólöf, Sveinn og sagnfræðing- urinn, eru mikilvægustu persónur sögunnar. Bræði og skelfing karlmanna Eftir MeToo er bráðsnjallt að grípa niður á þessum stað í Íslandssög- unni. Í sögu Sigríðar brýst Ólöf út úr því regluverki sem henni er ætlað að virða og vekur upp bræði og skelf- ingu hjá karlmönnum. Hún fer sínu fram, grípur fram fyrir hendurnar á bróður sínum og ögrar höfðingjum. Sagan af henni á erindi við okkar tíma. Diðrik Píning, höfuðsmaður á Bessastöðum, reynir að klekkja á Ólöfu og sanna á hana ósæmileg og ókristileg kynferðismál. Að því leyti er Ólöf hliðstæð við sagnfræði- prófessorinn seinheppna. Um hjá- kátleg kynferðismál hans vitna að vísu margar konur og skrifa í tíma- ritið Sögu en illa gengur að „sanna“ ókristilega hegðun Ólafar. Lykilmaður í því er skáldið Sveinn döggskór. Ólöf vill fá rétta útgáfu af eigin sögu og hana á Sveinn að skrifa til þess að „sannleikurinn“ komi fram og kveði niður róg og níð. Píning höfuðsmaður rænir Sveini og reynir hins vegar að pynta hann til að skrifa um ill og stórhættuleg kynferðismál Ólafar. Baráttan um „sannleikann“ geisar án afláts. Hér hlýtur lesanda að verða hugs- að til sagnfræðingsins í rammasög- unni. Í tímaritið Sögu hafa tuttugu reiðar konur skrifað um fáránlega hegðun hans. Sagnfræðingurinn reynir að bera hönd fyrir höfuð sér í bréfum til vinar síns en það eru veikburða tilraunir. Kannski vegna þess að saga síðustu ára hefur komið yfir þennan sagnfræðing eins og köld vatnsgusa og það er einkennilegt hvað hann er steinhissa. Sagnfræðing- ar hugsa oft u m sög u na og það þyrfti að koma ein- hvern veginn f ram í mati hans á eigin stöðu. Sekt og sannleikur S ö g u r n a r a f Ólöfu og sagn- f r æ ð i n g n u m spegla hvor aðra á ýmsan hátt en um sumt eru þær ósa mbær ilega r. Réttlát reiði háskólakvennanna yfir asnaskap prófessorsins er öðru vísi en heift Pínings höfuðsmanns yfir því að kona hafi skotið honum ref fyrir rass. Þriðja aðalpersónan í bókinni er skáldið Sveinn sem nauðugur má takast á við hina sígildu spurningu um það hvort til sé algildur sannleikur og ef svo, hvað hann hafi þá með hamingju mannanna að gera. Sveinn stendur á 15. öld frammi fyrir spurningum sem virðast kunnuglegar á þeirri 21. Verða menn ekki samstundis sekir ef þeir eru ásakaðir um eitthvað? Er persónulegur sannleikur ekki alltaf og örugglega óvéfengjanlegur? Ber að refsa fólki sem efast um það sem því er sagt? Og þannig mætti lengi telja. Að sjálfsögðu er fjöldamargt í þessari áhugaverðu bók sem ekki hefur verið minnst á hér. n niðuRstaða: Bráðskemmtileg, söguleg skáldsaga um eitt af forvitnilegustu tímabilum Ís- landssögunnar. Hentar vel fyrir lesendur sem telja lífið marg- breytilegt og efahyggju nauðsyn- lega. Saga, samtími og kyn Sýningarnar Hannah Felicia og Gentle Unicorn sýna áhorf- endum fegurð fjöl- breytileikans. 38 Menning 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.