Fréttablaðið - 24.11.2022, Síða 50

Fréttablaðið - 24.11.2022, Síða 50
Ragnar Eyþórsson kynntist þakkargjörðarhátíðinni þegar hann bjó í Bandaríkjunum á níunda áratugnum og kynntist síðar kanadísku útgáfunni sem haldin er í október. Fréttablaðið/Valli Ragnar Eyþórsson, dag­ skrárgerðarmaður á RÚV, heldur þakkargjörðarhátíð að amerískum sið, með tilheyr­ andi kræsingum. Siðurinn kom til þegar fjölskyldan bjó í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. ninarichter@frettabladid.is „Við bjuggum í Ameríku frá 1983 til 1987. Okkur fannst þakkargjörðar­ hátíðin mjög skemmtileg hátíð. Hún er fyrir alla í Ameríku, hefur ekki trúarleg tengsl og er meiri fjöl­ skylduhátíð en margt annað,“ segir Ragnar Eyþórsson dagskrárgerðar­ maður, og bætir við að hátíðin sam­ eini þannig fólkið af því að allir taki þátt. „Svo þegar við f luttum heim til Íslands fannst okkur gaman að grípa í þakkargjörðina við og við, til að minna okkur á þessar stundir í Ameríku. Seinna fór ég í nám til Kanada og þeir halda líka þakkar­ gjörðina en mánuði fyrr,“ segir hann. Kanadamenn halda hátíðina í október. „Þau segja að það sé réttari dagsetning. Ég veit ekki af hverju, en þau hafa mánaðar forskot á Kanann.“ Ragnar segist hafa verið einn í Kanada, en vinir hans hafi boðið honum heim, sem eins konar íslenskum heiðursgesti. „Það var alltaf mikill heiður að fá að tálga kalkúninn sem gesturinn,“ segir hann. Þegar hann flutti til Íslands ákvað hann að halda í hefðina. „Við reyn­ um að halda upp á þetta á nokkurra ára fresti og fá alla fjölskylduna saman,“ segir hann. Að sögn Ragnars er hátíðin gríðarlega amerísk og því f lóknari í aðlögun út fyrir Bandaríkin en til dæmis Valentínusardagur og hrekkjavaka. „Þakkargjörðin á sér sögulegar rætur í Ameríku. En þetta er náttúrulega bara uppskeruhátíð. Í amerískum bíómyndum virð­ ist mikilvægara að missa ekki af þakkargjörðarhelginni frekar en til Töfrar fram kryddaða kalkúnaleggi og kartöflur Kalkúnaleggir Ragnars í hægeldunarpotti „Einn mikilvægasti hluti þakkar­ gjörðarmáltíðar er kalkúnafyll­ ingin. Til að fá góða fyllingu þarf hún einmitt oftast að vera inni í kalkúni,“ segir Ragnar. „En fyrir þau sem vilja fyllingu en nenna ekki öllu brasinu sem fylgir að elda heilan kalkún, þá er hér einföld lausn á því. Til þess þarf hægeldunarpott eða slow cooker.“ 4–5 kalkúnaleggir Poki af tvíbökum 1–2 sætar kartöflur 3 gulrætur 1–2 laukar 1–2 paprikur 1 bréf af þykkt skornu beikoni Nýmalaður pipar Kalkúnakrydd Paprikukrydd 2 bollar af vatni Flysjið og skerið sætar kartöflur í teninga og komið fyrir í hrúgu í öðrum enda hægeldunar­ pottsins. Myljið rúmlega hálfan poka af tvíbökum og raðið þykku lagi yfir restina af botninum. Skerið niður gulrætur, lauk og papriku og raðið yfir tvíbökur. Þetta verður fyllingin. Skolið kalkúnaleggina, þerrið og kryddið. Kryddin hér að ofan eru uppástungur en passið að salta alls ekki leggina. Ekkert salt, takk, það kemur með beikoninu. Raðið leggjunum hlið við hlið ofan á grænmetinu og sætu kartöflum. Skerið þykkt beikon í minni búta og raðið vel yfir leggina svo þeir eru alveg þaktir. Beik­ onið heldur leggjunum frá því að þorna upp og saltar leggina í leiðinni. Bakið á lægstu stillingu í 8 klst. Þegar allt er eldað, byrjið á að tína beikonið til hliðar í skál. Leggirnir eru tilbúnir en þá vantar algjörlega yndislega stökka yfirbragðið. Setið því leggina í eldfast mót, stillið ofninn á grill 220°C og bakið þá í 10 mín. eða þar til þeir fá fallega ytri húð. Það má jafnvel snúa þeim til að ná öllum hliðum. Meðan leggirnir eru í ofninum, takið sætu kartöflurnar og setjið í aðra skál og maukið saman. Þarna er komin yndisleg sætkart­ öflustappa. Setjið loks beikonið aftur út í grænmetið og tvíbökurnar og hrærið vel saman. Þarna verður fullkomin bragðmikil fylling. Ragnar ráðleggur fólki að bera þetta fram með amerískum hreim og finna eitthvað til að vera þakklát fyrir, og njóta vel. dæmis jólunum. Frægasta þakkar­ gjörðarmyndin er Plains, Trains and Automobiles. Það er þakkargjörðar­ hátíðin sem hann er að fara heim til,“ segir Ragnar. Kvikmyndirnar virðast þó sitja einar að þakkargjörðinni sem list­ form, og aðspurður man Ragnar ekki til þess að nein tónlist tengist deginum sérstaklega. Að sögn Ragnars var þakkargjörð­ in í upphafi hálfgerður gálgafrestur á jólaskreytingar. „Í Bandaríkjunum þarf ekki að setja upp jólaskrautið fyrr en þakkargjörðin er búin. Á Íslandi byrjum við í september og ekkert er þar á milli nema hrekkja­ vakan,“ segir hann. „Nú er svarti föstudagurinn búinn að draga rosalega úr mikil­ vægi þakkargjörðarhátíðarinnar. Fyrir tíu árum síðan byrjuðu þessar rosa útsölur á netinu og fólk fór að drífa af þakkargjörðina til að kom­ ast í biðröð á svörtum föstudegi. Ljóminn af þakkargjörðarhátíðinni hefur dofnað,“ segir hann. „Kannski eru það kaupmenn sem ráða því hvaða hátíðir koma til Íslands. Það hefur enginn hag af því að halda þakkargjörðarhátíðina nema kalk­ únabændur. En svo stórgræða þeir á brunaútsölum á svörtum föstudegi.“ Ragnar og fjölskylda hans halda í hefðina hvað matinn varðar. „Við höfum kalkúninn eins stóran og mögulegt er, reynum að hafa hann að minnsta kosti átta kílóa. Svo er reynt að hafa sem stærsta kalkúna­ leggi og það er slegist um það ár eftir ár, hver fær legginn,“ segir Ragnar. „Eins og við systir mín erum yfirleitt góð saman hefur það verið helsta ágreiningsmálið hver hefur fengið leggina ár hvert,“ segir hann og hlær. Í fyrra fann Ragnar lausn á ágrein­ ingnum. „Ég uppgötvaði að það er hægt að elda bara leggi í slow coo­ ker. Ég gerði fyllinguna og allt sem fylgdi í einum potti, fór í vinnuna. Þegar ég kom heim og var þakkar­ gjörðin tilbúin án þess að neinn gerði neitt,“ segir hann. „Við förum hringinn og þökkum fyrir og alveg niður í minnstu krakkana. Það er svo gaman að heyra hvað þau eru þakklát fyrir. Kynslóðin undir okkur bjó ekkert úti, en þau fylgjast með okkur og þetta er voða fallegur siður og ein­ falt að fylgja eftir, hvað það er sem maður er þakklátur fyrir.“ n Við förum hringinn og þökkum fyrir og alveg niður í minnstu krakk- ana. Það er svo gaman að heyra hvað þau eru þakklát fyrir. Ragnar Eyþórsson 42 Lífið 24. nóvember 2022 FIMMTUDAGURFréTTablaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.