Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1994, Page 7
Inngangur
Kostnaður við heilbrigðisþjónustu er í stórum dráttum tvíþættur: í fyrsta lagi greiðslur fyrir
læknisverk og stofnanavistun en í öðru lagi útgjöld rikisins vegna örorku, veikinda, ótímabærs
dauða að ógleymdu atvinnuleysi o.fl. Svo virðist sem almennt sé álitið að eina ráðið til
sparnaðar í heilbrigðisþjónustunni sé niðurskurður á fjármagni til læknisverka og
sjúkrahúsaþjónustu. Fleiri leiðir eru þó færar. öruggasta leiðin til þess að ná betri nýtingu á
fjármunum til heilbrigðisþjónustu er að koma í vegfyrir sjúkdóma, draga úr sjúkdómatíðni eða
afleiðingum sjúkdóma t.d. með bólusetningum, slysavörnum, reylángavörnum, endurhafmgu
o.fU
Forvamaaðgerðir falla undir faglegt eftirlit Landlæknisembættisins. í skýrslunni eru lögð
fram gögn um aðgerðir í forvörnum sem eru tilkomin fyrir forgöngu embættisins,
Hjartavemdar, Krabbameinsfélags íslands, heilsugæslustöðva, kvennadeildar Landspítalans og
fleiri aðila.
Stofnanavistun er dýrasti kosturinn í heilbrigðisþjónustunni. Þess vegna ber að draga sem
mest úr slíkri vistun. Landlæknisembættið hefur lengi bent á að efla beri sem mest
utanspítalaþjónustu og heimaaðstoð t.d. við aldraða. Nú er mesta stofnanarými á íslandi borið
saman við aðrar Norðurlandaþjóðir. Stjómmálamenn hafa seint brugðist við á þessu sviði - en
nú virðist fyrst rofa nokkuð til. Afköst bráðasjúkrahúsa hafa verið aukin veralega meðal annars
með rekstri fimmdagadeilda. Nú er bent á að með rekstri "sjúklingahótela" megi draga
veralega úr rekstrarkostnaði bráðasjúkrahúsa líkt og hefur verið gert í nágrannalöndum. Menn
virðast ætla að bregðast seint við þessum nýjungum eins og oft vill verða. Allt frá 1978 er vitað
(skýrsla landlæknis á heilbrigðisþingi) að úti á landsbyggðinni era meiri háttar skurðaðgerðir
einungis framkvæmdar á örfáum stöðum. Eigi að síður hefur meðal annars verið bætt við
skurðstofum á almennum sjúkrahúsum, sem nú standa auðar!
I lyfjamálum má koma við mikilli hagræðingu. Fyrir 7-8 áram var ljóst að þó að íslendingar
neyta lyfja í minna magni en flestar Evrópuþjóðir eru lyf einna dýrust hér á landi.
Stjómmálamenn hafa einnig verið seinir að bregðast við í þessu efni en nú rofar til.
Skynsamleg og farsæl hagstjóm, sem tryggir öragga atvinnu og kemur þannig í veg fyrir
langvinnt atvinnuleysi, stuðlar einnig að betri heilsu og að öllu jöfnu minni aðsókn borgara að
heilbrigðisþjónustu.
I þessu riti verða rædd nokkur þessara atriða og leidd rök að því að með betri forgangsröðun
megi ná fram góðri nýtingu á fjármunum ríkisins ef til lengri tíma er litið.
Ólafur Ólafsson,
landlæknir.
5